Ég er með 2001 Pajero, sem tók upp á því að blikka millikassaljósinu (þýðir vandamál eða ósamræmi í skynjurum) þegar maður vill vera í einhverju öðru drifi en 2WD.
Þó get ég sett í öll drif ef ég svissa af og starta aftur, en nokkuð eftir að keyrt hefur verið að stað fer millikassaljósið að blikka (önnur ljós hverfa) og ekki er hægt að skipta um drif mema að svissa af.
Nú hef ég komist yfir verstæðisbókina og mælt merki frá öllum skynjurum miðað við í hvaða drifi bíllinn er og gefa þeir allir rétt merki þegar bíllinn er stopp en þegar ekið er af stað kemur merki frá 2WD þó maður sé kominn í 4x4.
Hefur þú lent í svipuðum barningi með þetta system ??
4hjóla drifs ljós -vandamál
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 01.feb 2010, 00:02
- Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
- Staðsetning: Garðabær
- Hafa samband:
Re: 4hjóla drifs ljós -vandamál
Lentum í ekki ósvipuðu vandamáli á 2005 árg af svona Pajero.
Þá átti hann það til að vilja ekkert skipta um drif, alveg sama hvað var gert og þá blikkaði einmitt bara millikassa ljósið og ekkert annað.
Vandinn var þá að millikassaskynjari hafði klikkað og það var víst ekkert annað en að skipta um hann.
Þá átti hann það til að vilja ekkert skipta um drif, alveg sama hvað var gert og þá blikkaði einmitt bara millikassa ljósið og ekkert annað.
Vandinn var þá að millikassaskynjari hafði klikkað og það var víst ekkert annað en að skipta um hann.
-Defender 110 44"-
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir