Fjöðrun Pajero Sport útskýringar...


Höfundur þráðar
vidarv
Innlegg: 14
Skráður: 19.feb 2010, 11:14
Fullt nafn: Viðar Valdimarsson

Fjöðrun Pajero Sport útskýringar...

Postfrá vidarv » 10.apr 2011, 16:13

Góðan dag hér og þar og allsstaðar.
Vona að allir séu góðir eftir mikinn kosningardag í gær og hafi kosið rétt. (haha)

En ekki ætla ég að fara út í pólitík hér. Mig vantar útskýringar á fjöðrun á Mitsubishi Pajero Sport árg. 2003 hjá mér.

Ég get bara ekki skilið hvers vegna fjöðrunin í honum þarf að vera svona hörð/höst m.v. aðra jeppa eins og t.d. Land Cruiser eða eitthvað álíka. Veit að hann er byggður á L200 pallbíl en hvers vegna þarf hann að vera svona harður fyrir því?
Ef það er farið yfir smá holu eða ójöfnur hristist bíllinn allur og maður finnur fyrir holunni upp á topp. Að mér finnst allavega.

Taka skal fram að nýlega er búið að skipta um dempara, óbreyttur orginal, búið að keyra hann 110 þús, bensín, ssk.
Eru þetta þá gormar (að aftan), samsláttapúðar, ballansstangargúmmí, fóðringar í klafa sem geta orsakað þetta?
Ef bíllinn er svona bara standard, er engin leið að mýkja bílinn??
Eða of miklar væntingar/ímyndun í mér?

Jæja gott í bili.
Kv.
Viðar V




G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Fjöðrun Pajero Sport útskýringar...

Postfrá G,J. » 10.apr 2011, 16:35

Flest af þessu bíladóti er sett upp fyrir malbiksakstur og er
ókeyrandi á ósléttu nema vera með nýrnabelti og góm.
Fyrsta sem ég myndi skoða er hvað er mikið loft í dekkjunum hjá þér ?
Þegar ég var að vinna á dekkjaverkstæði í gamla daga þá
varð maður oft var við að sum dekkjaverkstæði fóru eftir hámarks þrýstingsmerkingum
á dekkjum þegar menn voru að láta umfelga hjá sér.
Getur verið að það séu of stífir demparar í honum ?
Ef það eru engin aukahljóð eða glamur þegar þú keyrir í holur
þá hæpið að fóðringar séu ónýtar.

Kv. GJ
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2


Höfundur þráðar
vidarv
Innlegg: 14
Skráður: 19.feb 2010, 11:14
Fullt nafn: Viðar Valdimarsson

Re: Fjöðrun Pajero Sport útskýringar...

Postfrá vidarv » 10.apr 2011, 17:08

Sælinú.
Takk f. svarið.

Ég hef verið með um 30 pund. Dekkin eru 265/75 16. Held að það sé passlegt.

Veit ekki með demparana. Ég gaf bara upp tegund bílsins og fékk þessa. Held nú þó ekki, því mér fannst hann nú lítið skána við nýju demparana en jú eitthvað þó.

En ég bara fatta ekki í hverju munurinn liggur. Fjöðrunarbúnaður á t.d. Land Cruiser 120 eða Patrol og Pajero Sport. Land Krúserinn mikið mýkri. Og Patrolinn líka.
Er þetta kannski út af því að undirvagninn er pallbíll (L200) ?

Væri möguleiki t.d. mýkri gorma? Hef ekkert átt við þá. Eða skipta um gorma.
Það er að vísu einungis gormar að aftan.

Kv.
VV.


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Fjöðrun Pajero Sport útskýringar...

Postfrá G,J. » 10.apr 2011, 17:35

Er hann orðinn siginn á gormunum ? Ef svo er þá er samslátturinn
ekki mikill (er svoesem ekkert sérstaklega mikill í upphafi).

kv GJ
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2


Höfundur þráðar
vidarv
Innlegg: 14
Skráður: 19.feb 2010, 11:14
Fullt nafn: Viðar Valdimarsson

Re: Fjöðrun Pajero Sport útskýringar...

Postfrá vidarv » 10.apr 2011, 19:18

Tek það fram að ég hef ekki mikið vit á þessu en ef maður horfir á bílinn er hann alveg í eðlilegri hæð að aftan, þannig að ég reikna ekki með því. En kannski eru þeir farnir að slappast eitthvað eftir 8 ár og 110 þús. km...

Gæti það verið ástæðan að mér finnist hann höggva svo mikið, að gormar og samsláttarpúðar séu orðnir slappir?

Hvað með mýkri gorma? Yrði hann þá kannski bara linari? Með minni burð og svoleiðis, það gefur kannski augaleið.

Æj kannski er þetta bara svona með þessa bíla. Annars ágætis bílar, einfaldir, sterkir, ódýrir, bilar lítið með fjórhjóladrif :)

Takk f. svarið.


G,J.
Innlegg: 91
Skráður: 20.feb 2011, 13:51
Fullt nafn: Guðmann Jónasson
Staðsetning: Blönduós

Re: Fjöðrun Pajero Sport útskýringar...

Postfrá G,J. » 10.apr 2011, 20:15

Ég myndi allavega kíkja á hvort hann sitji nokkuð á samsláttarpúðunum,það er ekki eðlilegt að fjöðrunin sé að slá saman í tíma
og ótíma :)

Kv. GJ
Toyota Hilux DC 89. 36"
Grand Cherokee 94. 38"
Daewoo Musso 98. 35"
Segway i2


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur