Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá ellisnorra » 13.feb 2011, 23:43

Ég festi kaup í dag á 2.8 ssk löngum pajero. Í honum er ónýt (bæði blokk og hedd) vél og ég á 350 tbi ekin 32.000 km sem ég þarf að fara að koma í vinnu. Ég er búinn að hugsa soldið, skoða auglýsingar og hringja aðeins og sjá að mótorkaup eru of dýr pakki miðað við eyðslumismuninn. Vinnuliðinn tel ég mér ekki til kostnaðar þannig að þurrkum það alveg útúr dæminu strax.
Bílinn ætla ég að nota á 35-38" hjólum í léttum jeppaferðum með fjölskylduna, þetta verður mikið til skúrbíll en ekki daglegur snattari, þessvegna leyfi ég mér að hugsa um þennan v8 mótor.
Ég er að hugsa um að nota sjálfskiptinguna sem er í bílnum og smíða milliplötu milli mótors og skiptingar, svo fremur sem ég geti notað flexplötuna úr 350 mótornum.
Nú spyr ég, er einhver með á reiðum höndum þvermálið á flexplötunni í pajeronum, eða með svoleiðins opið hjá sér sem gæti mælt það? Ég á chevy flexplötu sem ég á eftir að mæla, chevy flexplatan þarf náttúrulega að komast inn í mmc kúplingshúsið.
Ef af þessu verður þá vantar mig convertor úr bensínbíl.

Öll jákvæð komment skemmtileg í umræðuna :)


http://www.jeppafelgur.is/


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá Þorri » 14.feb 2011, 01:59

er ekki einhver tölva sem stjórnar skiptingunni í pajero? Ég þekki það ekki en ef svo er þá held ég að skiptingin gangi ekki á móti mótornum. Er ekki bara mikið auveldara að nota gm skiptingu það er örugglega auðveldara að fá hana til að virka með vélartölvunni.
kv. Þorri

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá ellisnorra » 14.feb 2011, 08:40

Það hefur kosti og galla að nota chevy gír vs mmc gír, gallarnir eru að ég á ekki gír fyrir þetta, ég mundi vilja 700r4 og hún þyrfti að vera úr blazer til að hafa drifið réttu megin, ég held nefnilega að pajeroinn sé með drifið vinstra megin. Þá þarf að vesenast í sköftum, festingum og fullt fleira vesen.
Kosturinn við að nota mmc skiptinguna að þá þarf sem minnst að gera, einungis að smíða milliplötu og fikta aðeins í kringum það.

Hitt er þá hægt að gera líka, fara alla leið, setja chevy gír alla leið og skipta um hásingar og allan pakkan líka, ég á dana44 framan og aftan með nospin og 4.56 hlutföllum. Ég bara nenni því helst ekki og hef ekki tíma í það.

Ef það væri hægt að finna útúr þessu tölvuveseni þá væri það auðveldast. Takk fyrir þessa ábendingu, nú fer ég í teikningalestur.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá ellisnorra » 14.feb 2011, 09:25

Er asin aw4 skipting í þessum bílum?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá HaffiTopp » 14.feb 2011, 11:00

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 22:14, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá Stebbi » 14.feb 2011, 13:29

elliofur wrote:Er asin aw4 skipting í þessum bílum?


Það er eitthvað svipað, er ekki viss um að hún þoli 350sbc. Reyndu frekar að finna þér skiptingu og þá NP millikassa úr Dodge eða Jeep og nota clocking hring á milli ef boltagötin passa ekki saman.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá jeepcj7 » 14.feb 2011, 13:34

Skipting og millikassi úr S-10 væri málið aftan af 4.3.Annars getur það varla vafist fyrir Ella að fá pæju gírinn til að virka hef fulla trú á að hann þoli mótorinn vel.GM hefur ekki verið með hægri drop síðan ca.1990
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá ellisnorra » 14.feb 2011, 18:16

En vitið þið um convertor handa mér? Ég held að það sé málið að go for it bara, það er nú varla nein geimvísindi að fá lúm af gamalli díselvél til að virka við gamla bensínvél :)

Btw Hrólfur konan mín keypti eitthvað barnadót af konunni þinni áðan, svona er heimurinn lítill :)
http://www.jeppafelgur.is/


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá juddi » 14.feb 2011, 18:22

WEr ekki bara fínt að nota converterin af diesel og fá lægra stall annars gæti ég trúað að þú fengir of hátt stall af v6 converter
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá ellisnorra » 14.feb 2011, 18:53

juddi wrote:WEr ekki bara fínt að nota converterin af diesel og fá lægra stall annars gæti ég trúað að þú fengir of hátt stall af v6 converter


Já þetta er kannski vanhugsað hjá mér, enda er þetta allt á spekuleringarstigi hjá mér. Auðvitað þarf ég bara að finna út hvenær stallið er bæði á bensín og dísel og ákveða svo út frá því.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá jeepcj7 » 14.feb 2011, 20:56

Ég hef notað diesel converter frá 6.2 við 350 vél sem við smíðuðum upp eftir 420 hestafla edelbrock uppskrift og það virkaði mjög flott saman miklu skemmtilegri en við converter sem stallaði í 3500 svona allavega í snjónum og venjulegri keyrslu.
Átakið var miklu sneggra og hver gír lengri með diesel dótinu.

Já Elli heimurinn er greinilega ekki svo stór. :o)
Heilagur Henry rúlar öllu.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá Þorri » 14.feb 2011, 22:50

Ég notaði 700r4 ú s-10 í cherokee aftan á 350 reindar með blöndung og handstýri lock-upinu þar sem vélartölvuna vantar. Sennilega er fínt að nota disel converterinn þar sem 350 rellan togar sæmilega á lágsnúning.
Pabbi gamli notaði converter úr 4,3 s-10 við 6.5 diesel og vildi meina að hann hentaði mjög vel ég var líka mjög sáttur við hann hjá mér.
Kv. Þorri

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá ellisnorra » 19.feb 2011, 19:20

Í pajeronum er 4 þrepa asin skipting. Getur einhver sagt mér nákvæmlega hvað hún heitir? Google er ekki vinur minn í dag.
http://www.jeppafelgur.is/


thecrow
Innlegg: 26
Skráður: 27.júl 2010, 19:26
Fullt nafn: Erlingur Brynjolfsson

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá thecrow » 13.mar 2011, 22:42

Hvað er að 2,8l blokkinni

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá ellisnorra » 14.mar 2011, 00:03

Sprungin og lekur vatni, heddið er líka sprungið. Hefur þú áhuga á einhverju úr þessu dóti?

Nú stefna hefur verið tekin í þessu máli, ætla að nota 4l80e skiptinguna, smíða 208 kassa (þarf bara að smíða millistykkið, 32 rillu bæði út úr skiptingu og inn í millikassann) við þessa skiptingu og nota dana44 hásingar sem ég á með 4.56 og nospin.
Afhverju að fara ekki bara alla leið :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá Kiddi » 14.mar 2011, 16:20

Það á nú að vera til original millistykki fyrir millikassann aftan á 4L80E, ég átti eitt slíkt og gæti e.t.v. kannað hvort sá sem fékk skiptinguna frá mér á það enn? Svo þyrftirðu bara að finna 32 rillu input í millikassann, það á líka að vera til einhverstaðar...

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá ellisnorra » 14.mar 2011, 16:55

Já það væri kannski flott Kiddi ef þú mundir gá að því fyrir mig. En þá þarf þetta víst að vera ákveðin lengd af output öxlinum úr skiptingunni og til að skipta um hann þarf að spaðrífa skiptinguna. 208 kassarnir voru með 27 og 32 rillu input hólkum og ég HELD að kassinn minn sé með 32 rillu (á bara eftir að gá). Í versta falli veit ég fyrir víst að það er 32 rillu input í kassa sem ég á í öðrum bíl, en var ekki ætlaður í slátur. Ef output öxullinn úr skiptingunni er ekki af réttri lengd fyrir þetta original millistykki er sennilega einfaldast (allavega í mínu tilfelli) að smíða millistykkið sjálfur.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá Kiddi » 14.mar 2011, 17:58

Ég átti semsagt skiptingu 4L80E úr Suburban, sem var með 241 millikassa með úrtakið farþegamegin, sem er sjaldgæf útfærsla. Millikassann seldi ég vestur eitthvert (Snæfellsnesið???) en félagi minn tók skiptinguna. Öxullinn aftan úr henni var 32 rillu þannig að þín hlýtur að vera það líka. Afturendinn á skiptingunni minnir mig að sé sá sami og á 400, en þori ekki að fara með það.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá ellisnorra » 14.mar 2011, 19:01

In General Motors installations, the NP208 may have a 27-spline shaft or a 32-spline shaft. In Ford, there are 31 splines; in Dodge trucks, there are 23.
http://www.ehow.com/list_7796781_np208- ... specs.html


There's a bunch of different length tailshafts / output shafts for the 4l80e: 3 3/4, 5, 7 7/8, 7 3/8, 8, 8 1/8, and 9" I think that's all of them.. But they are all 32 spline. There is also a conversion shaft available that's 27 spline for swapping a 4l60e for a 4l80e There's a site wittransmissons.com[/url] that has them all for sale for under $80 the 4x4 ones are the 3" and 5" ones I guess it depends what case/adapter you are running. The stock adapter to a 208/241 I believe is 2.5 inches thick and I'd imagine the 3 3/4 shaft would be the ticket once installed, but don't quote me on that my research is based on compatibility with a doubler which is a whole different game... Just figured I'd shed a little more light.. I gotta put a call into them (WIT) to see what shaft I need and to see if I am correct.
http://coloradok5.com/forums/showthread.php?t=148612
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Pajero, 2.8 úr og 350 í staðinn

Postfrá Kiddi » 14.mar 2011, 23:40

Jááá... eins og það er margt sem er mjög einfalt frá GM þá hefur þeim tekist að flækja þetta alveg helling!


Til baka á “Mitsubishi”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur