Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

User avatar

Höfundur þráðar
Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

Postfrá Einar » 12.apr 2010, 07:32

Þessi Steyr Daimler Puch G240D typa 460.3 árgerð 1980 er í eigu vinar míns, sá er Þjóðverji en bjó á Íslandi í mörg ár. Hann kom fyrst á þessum bíl sem túristi með Norrænu en flutt fljótlega eftir það til landsins (þessar konur sko...) og tók bílinn með sér til landsins og skráði hann hér. Þegar hann flutti aftur til Þýskalands fyrir nokkrum árum skildi hann bílinn eftir hérna til að nota þegar hann er í heimsókn og eftir að ég flutti út hef ég oft haft afnot af honum þegar ég er á landinu.
Bíllinn var upprunalega með andvana 4 sílendra 2,4L vél (G240D) en henni var fyrir löngu skipt úr fyrir 5 sílendra 3L turbo vél (G280TD). Bíllin var upprunalega keyptur í Þýskalandi sem Mercedes Benz en félagi minn reif fljótlega allar stjörnurnar af honum og setti "réttu" Steyr merkingarnar í staðin og þegar hann var fluttur til Íslands var hann "rétt" skráður hér sem Steyr Daimler Puch en ekki Mercedes Benz.
Síðasta haust tók hann bílinn með til Þýskalands til að gera hann upp en hann var farinn að láta svolítið á sjá. Fljótlega eftir að hann kom út fór vélin í honum (í þriðja sinn). Eigandinn sagðist ekki nenna að standa í veseni með þetta ónýta diesel drasl lengur og ætlar að setja í hann bensín vél. Fyrst var hann að spá í 6 sílendra 3L vélina sem hægt var að fá í þeim upprunalega (G300E) en síðan komst hann yfir Benz V8 6.9L vél úr MB 450SEL 6.9 og sjálfskiptingu sem er núna verið að setja ofan í (ætti þá væntanlega að heita G690E), það verður fróðlegt að aka honum með því setti en sú vél er orginal tæp 300hö. Að lokinni uppgerð mun bíllinn líklegast koma aftur til landsins.
Steyr0.JPG

Steyr1.JPG

Steyr2.jpg

Steyr3.JPG



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

Postfrá HaffiTopp » 12.apr 2010, 12:36

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 19.jún 2014, 23:29, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

Postfrá Einar » 12.apr 2010, 14:27

Tæp 300hö úr 6.9L er kannski ekki mikið í dag en þessi vél kom á markaðinn 1975
286 PS @4250 rpm
549 Nm @3000 rpm
Engin túrbína eða hátæknidót, bara hrátt afl fengið úr rúmtaki. Mercedes Benz 450SEL 6.9 sem þessi vél var í var 1985kg og 7,5 sekúndur 0-100km/h . Ég hef keyrt þannig bíl og hann var óhemju skemmtilegur.

M bíllinn er nú hálfgerður jepplingur en G bíllinn er alvöru jeppi af gamla skólanum. Hásingar, gormafjöðrun, glussadrifnar handvirkar læsingar á báðum hásingunum o.s.fr.

User avatar

Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

Postfrá Alpinus » 12.apr 2010, 16:34

Maður stóð í þeirri meiningu að þessar Steyr Puch díselvélar væru algjörlga ódrepandi... framleitt fyrir heri og hvaðeina...

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

Postfrá HaffiTopp » 12.apr 2010, 17:56

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 19.jún 2014, 23:30, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

Postfrá Stebbi » 12.apr 2010, 18:17

HaffiTopp wrote: Það að svona díselvél hrynji og það þrisvar er frekar merki um vonda meðhöndlun og illa vönduð vinnubrögð við uppgerð heldur en áræðanleika hönnunar og smíði.


Það þarf ekkert endilega að vera, þessar draugasögur um að benz dísel sé hápunktur endingar í bílvelum er akkúrat það. Draugasaga.
Þetta bilar eins og allt annað og sum eintök eru aldrei til friðs.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

Postfrá Einar » 12.apr 2010, 19:12

HaffiTopp wrote:Það að svona díselvél hrynji og það þrisvar er frekar merki um vonda meðhöndlun og illa vönduð vinnubrögð við uppgerð heldur en áræðanleika hönnunar og smíði. Það er allavega mitt álit.

Ég held að þetta sé spurning um að þessum gömlu 5 sílendra vélum sé ekkert vel við túrbínur, veit um fleiri slíkar sem hafa ekki enst vel en hinsvegar endast þær fínt án blásturs, allavega það sem ég þekki til þessa bíls þá er eigandinn bæði nákvæmur og mjúkhentur jafnvel á þýskan mælikvarða.

Það má lengi deila um hvað mikill Benz og hve Þýskur G jeppinn er:
1. Hann er ekki hannaður af Benz
2. Hann er ekki hannaður í Þýskalandi
3. Það hefur aldrei eitt einasta eintak verið framleitt hjá Benz
4. Það hefur aldrei eitt einasta eintak verið framleitt í Þýskalandi
5. Benz hefur aldrei átt verksmiðjurnar þar sem hann er framleiddur.
6. Í upprunalega bílnum eru bara vél og gírkassi ásamt einhverjum hlutum í innréttingu sem koma frá Benz

M jeppinn hefur raunar aldrei verið framleiddur í Þýskalandi heldur en ég held að Benz eigi samt verksmiðjurnar þar sem hann er framleiddur í USA


Loki

Re: Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

Postfrá Loki » 13.apr 2010, 08:48

Einar wrote: Ég held að þetta sé spurning um að þessum gömlu 5 sílendra vélum sé ekkert vel við túrbínur, veit um fleiri slíkar sem hafa ekki enst vel en hinsvegar endast þær fínt án blásturs...


Reikna með að í stað 4 cyl vélarinnar hafi verið sett í bílinn 5 cyl vél af sömu kynslóð, OM617 sem er í raun 1 cyl lengri útgáfa af 4 cyl OM616. 5 cyl vélar voru mjög sjaldgæfar í Evrópu með original túrbó og hétu þá OM617A.
Original túrbóvélarnar entust mjög vél og voru með aðra stimpla, ventla, knastása, olíupönnur, smurolíukælingu ofl ofl.
Líklega ertu að vitna til 5 cyl vélar sem fengið hefur "eftirátúrbínu" og ekki haft innviði við hæfi. Reynsla af slíku hefur verið upp og ofan.

Þessi 3 lítra 5 cyl vél var leyst af hólmi með 2,9 lítra vél með álheddi sem bæði var til með og án túrbínu.
Sú vél var lengi notuð í Musso.

Reikna með að þessi 240GD sé með 5,33 drifum..... -með 6,9 lítra vél verðið þið að skella undir hann 38" dekkjum eða hækka drif verulega ef þið ætlið ekki að snú rellunni á drykkfeldum 4.000 RPM á þjóðveginum þar sem Benz 4 gíra sjálfskiptingar eru ekki með yfirgír......


einarhr
Innlegg: 3
Skráður: 14.apr 2010, 21:12
Fullt nafn: Einar Hreinsson

Re: Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

Postfrá einarhr » 14.apr 2010, 21:19

Fer ekki endingin á þessum díselvélum bara eftir því hvernig menn fara með þær. Ég er með 3,5 lítra linusexu með túrbínu í mínum. Þetta ku vera þessi gamla 5 cyl. sem menn nefndu hér að ofan með smá viðbót. Þessari vél hefur yfirleitt verið fundið allt til foráttu, hún talin illa smíðuð, kælikerfið of lítið og endingin sögð engin. Vitaskuld er minn G bens ekki nema 2,6 tonn á 38 tommunum en vélin knýr hann samt áfram. En ég er náttúrulega ekki búinn að tilkeyra vélina; ég er bara kominn í 360.000 km.


GardarLar
Innlegg: 33
Skráður: 24.aug 2016, 19:46
Fullt nafn: Garðar Lárusson

Re: Steyr Daimler Puch (Mercedes Bens G)

Postfrá GardarLar » 02.sep 2016, 23:11

Er eitthvað að frétta af þessum 690GE? Er hann kannski löngu kominn til Íslands aftur?


Til baka á “Mercedez Benz”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir