Defender fyrirspurn


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Defender fyrirspurn

Postfrá 66 Bronco » 05.jún 2015, 19:05

Halló.
Mig langar að varpa fram nokkrum spurningum um Land Rover Defender og þætti afar vænt um ef kunnugir geta lagt mér lið.

Nr 1. Hvað notar óbreyttur 2,5 bíll af eldsneyti, þá bæði 113 hestafla og 123 hestafla?
Nr 2. Er hægt að minnka vindgnauðið í eldri bíl með nýjum köntum og fleiri trixum?
Nr 3. Ég á gamla bensín Webasto sem virkar vel. Er ekki ágætlega raunhæft að nota hana, með litlum bensíntanki á góðum stað?
Nr 4. Hvernig er að nálgast varahluti, og að gamni, hvað skyldi nú ný kúpling í Defender kosta?

Kærar þakkir og kveðja góð,
Hjörleifur.
uoa
Innlegg: 146
Skráður: 15.aug 2011, 19:52
Fullt nafn: Unnsteinn Ó Andrésson

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá uoa » 05.jún 2015, 21:01

Búinn að eiga 2 með TD300 mjög sanngjörn á eyðslu á 38" 10-12l en ekki snarpar vélar en toga vel og viðhaldslitlar,
vindgnauðið er staðalbúnaður
ódýrir varahlutir og allt til í BSA kópavogi og ebay
Kv
Steini


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá 66 Bronco » 05.jún 2015, 21:14

Vindgnauðið er svo sannarlega staðalbúnaður. Ég er alinn upp í Series 1 og 2 og meðtók þessi hljóð með lífsspekinni.. Takk, Steini, fyrir svarið.
Kveðja, H


harnarson
Innlegg: 60
Skráður: 14.aug 2012, 23:44
Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
Bíltegund: Land Rover Defender

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá harnarson » 05.jún 2015, 22:26

Ég á einn 2004 td5 á 35". Eyðslan er ca 12L að jafnaði og varahlutir eru tiltölulega aðgengilegir og ódýrir í gegnum BSA eða með því að panta af netinu, t.d. hérna http://www.paddockspares.com/


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá 66 Bronco » 06.jún 2015, 21:16

12ltr á 35 er ansi gott, Runnerbrakið mitt notar 11ltr með 2,4TD á 31". Ég er að leita mér að óbreyttum 110, það ætti þá að vera hægt að láta hann nota skaplega ef maður vandar sig.
Takk fyrir varahlutaábendingar.
H


Snake
Innlegg: 26
Skráður: 11.nóv 2014, 18:30
Fullt nafn: Sigurjón arnarson
Bíltegund: Toyota

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá Snake » 06.jún 2015, 22:18

Sammála þessu með eyðsluna var sem svona á 35" og eyðslan var 11-12 sama hver aksturinn var.
En þetta verður samt aldrei neinn ,,Speedy". :-)


reyktour
Innlegg: 182
Skráður: 25.sep 2011, 17:13
Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
Bíltegund: Land Rover

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá reyktour » 08.jún 2015, 14:52

1 38/44 tomma er í ca 14 til 15 alt eftir havað fóturinn er þungur. Minn er þungur
2.Vindgnauðið lærðu að elska það :)
3 Webasto er algjör nauðsyn ef þú vilt ekki sitja í kraft galla alla daga. Sem annars er staðalbúnaður.
flest allir defenderar eru komnir með auka miðstöð.
4. kúpling kostar 40 þús hjá bsa með prassu og legu. Bsa stendur sig frábærlega með varahluti, ódýrt og yfirleitt altaf til.

Ef þú ert að spá í td5 vélinni þá er hægt að fá upgrade á tölvuna og gefur það haug af hestöflum og snarminnkar eyðslu.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1284
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá Járni » 08.jún 2015, 16:26

Nr 1: Minn er á 35" dekkjum, eyðsla í kringum 12-13. Hefur farið í ~ 10 í ferðalagi og upp í 14-15 í miklu frosti innanbæjar.
Nr 2: Já, ýmislegt hægt að gera. Endurnýja þéttikanta við hurðir, rúður og lúgum. Einnig er hægt að setja hljóðeinangri efni útum allt, meðal annars á innanverða vélarhlífina. Einfaldast og ódýrast er að læra að meta það. Ferskt loft og nálægð við náttúruna, sama hvar þú ert :D
Nr 3: Flest allt mix er löglegt í LR
Nr 4: BSA S: 5871280

Búinn að eiga minn í að verða eitt ár. Búið að keyra um 10.000km á þeim tíma, ekkert fail.
Hávær, óþægilegur, óþéttur, alltaf skítugur, endalaust af ótrúlega heimskulegum hönnunaratriðum og vitleysu. Frábær bíll í alla staði og verður hann bara betri með hverjum degi. :)
Land Rover Defender 130 38"


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá sukkaturbo » 08.jún 2015, 17:17

þetta er æðislegur þráður um bíl ha ha ekki verið að fegra hlutina.Veit að þeir drífa vel en lítið pláss er við bílstjórahurðina varð að hafa hana opna þegar ég prufaði svona bíl. Þannig líka í sukkunni. Samt flottir bílar finnst mér


Snake
Innlegg: 26
Skráður: 11.nóv 2014, 18:30
Fullt nafn: Sigurjón arnarson
Bíltegund: Toyota

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá Snake » 08.jún 2015, 18:37

Þetta eru yndislegir bílar sé alltaf eftir mínum. Það sem kannski var asnalegast við hann að mínu mati var afstaða pedalanna við ökumannssætið en hún var alveg stórundarleg. En það var nú líka bata hluti af sjarmanum


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá 66 Bronco » 08.jún 2015, 23:03

Vindgnauðið elska ég nú þegar, það kom með móðurmjólkinni og fylgir gömlu jálkunum sem ég þessi svo ágætlega.. Takk fyrir allar þessar prýðilegu útlistanir, þetta er allt saman afar vel þegið. Átti einmitt gott spjall við BSA í dag, fróðlegt og skemmtilegt. Fínn náungi þar á ferð. Petalarnir eru svo bara akkúrat þar sem þeir eiga a vera..

Takk,
H

User avatar

joisnaer
Innlegg: 478
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá joisnaer » 09.jún 2015, 21:49

Ég er búinn að eiga aka mikið um á land rover síðan ég fékk bílpróf og eignaðist minn fyrsta land rover núna í haust, tók hann allann í sundur í vetur og setti saman aftur. Og mikið finnst mér það yndislegt! Mér líður alltaf best í land rover. þótt manni líði hræðilega í skrokknum eftir langa keyrslu, þá getur manni ekki liðið betur á sál við það að eiga svona vagn!
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá 66 Bronco » 09.jún 2015, 21:58

Meiriháttar bílar..
Ég skoðaði rauðan á sölu uppi á Höfða um daginn og það tók sig upp gömul veiki. Ég er fullum fetum að leita mér að óbreyttum 110 bíl. Þarf bara að finna draumaprinsinn..
Kveðja
H


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá risinn » 10.jún 2015, 00:07

Ég gerði STÓR mistök ég seldi minn Difender.
En ég veit að hann fór í góðar hendur til reyktour, Sveinbjörns hér á spjallinu. Ég er búinn að nota þennan bíl mikið og sé mikið eftir því að hafa selt bílinn. Ég prófaði nokkrar tegundir af bílum eftir að ég seldi Difenderinn og endaði á Ford F150 sem að ég og börnin og konan vorum svona sáttust við eftir Difenderinn. :-) Og þau spurja alltaf reglulega HVENÆR ætlar þú að kaupa aftur Land Rover.
Málið er það að Land Rover Difender hefur svo mikla sál.

Við vorum á ferðalagi vestur á Fjörðum fyrir 3. árum síðan og krakkarnir orðin pirruð á ferðalaginu, ( nokkuð lagt ferðalag ) þá segi ég við börnin eigum við ekki að semja lag um Land Roverinn. ???
Og að sjálfsögðu bjuggum við til lag um Land Roverinn. En það hefur ekki gerst með hina bílanna sem að ég er búinn að eiga á eftir Land Rovernum.
Pabbi hvenær eigum við að fá okkur aftur Land Rover spyrja þau svo að við getum búið til fleiri lög um Land Rover.

Ef að þið viljið vita hvernig textinn var sem að við bjuggum til þá er hann einhvern veginn svona.

Við elskum Land Rover
Við elskum Land Rover.
Allann daginn út og inn,
við þvælumst upp á fjöllum og stundum upp á jöklum,
því að þar líður okkur best.

Við elskum Land Rover,
Við elkum Land Rover,
þó að það sé stundum kalt,
við klæðum okkur betur,
Og förum svo til fjalla aftur á ný.

Já okkur vanta Land Rover til að geta klárað lagið nema að þið getið hjálpað okkur að klára lagið. :-)

Kv.
Ragnar.

Og Sveinbjörn láttu mig vita ef þú ert að spá í að selja Breska Heimsveldið.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1284
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Defender fyrirspurn

Postfrá Járni » 10.jún 2015, 00:31

Oh, þetta er svo æðislegt. Svo er það líka það að ævintýrin einfaldlega verða til, sama hvað þú ætlaðir þér að fara að gera, það mun líklega eitthvað hressandi og fyndið gerast.
Ég var lengi búinn að láta mer dreyma um svona bíl og fyrir tilviljun rakst ég á þennan sem ég á núna. Keypti hann strax. Var alltaf með áhyggjur um að verða fyrir vonbrigðum en þær áhyggjur fuku út í buskann, líklegast þegar ég keyrði í smávægilegum mótvindi, ásamt öðrum lausamunum :-)
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Land Rover”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur