Bilaður Freelander.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 01.feb 2010, 01:48
- Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson
Bilaður Freelander.
Pólskur vinnufélagi minn er með 1999 árgerð af LR Freelander sem er með 1.8 bensínvél og beinskiftur. Ég þekki þessa bíla ekkert en málið er að þessir bílar eru með held ég sítengt aldrif en framdrifið er dottið út. það er að segja bíllinn keyrir bara á afturdrifinu. Það er einhver takki á gírstönginni sem ég veit ekkert hvað gerir, læsir milli drifa eða hvað. En hvað um það veit einhver hvað sé best að byrja að skoða? Gæti þetta verið rafmagnsvesen eða eitthvað brotið?? Mér fynnst þetta soldið skrýtið því eins og þetta kemur mér fyrir sjónir þá er vél og kassi eins og í venjulegum framdrifnum fólskbíl nema að það er búið að setja vinkildrif fyrir afturdrifs skaftið á drifhúsið á gírkassanum þeim megin er hægri öxullinn kemur út vanalega og ég held að aflið fyrir afturdrifið komi í gegnum framdrifið, svo að eina sem mér dettur í hug er að mismunadrifið sé farið á milli framhjólanna. En það eina sem í raun útilokar það er að það er ekkert skrall né neitt annað hljóð í kassanum. Þekkir þetta einhver???????
-
- Innlegg: 270
- Skráður: 31.jan 2010, 15:47
- Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
- Staðsetning: Skagaströnd
- Hafa samband:
Re: Bilaður Freelander.
Þekki þetta ekki en hef heyrt að þetta system hjá þeim þarna í Freelandernum sé gjarnt á að bila.
Fann þessa síðu ef það getur eitthvað hjálpað. http://www.bellengineering.co.uk/5.html
IRD er Intermidiate Reduction Drive Unit og það á það til að bila, spurning hvort það sé það sem að er.
Fann þessa síðu ef það getur eitthvað hjálpað. http://www.bellengineering.co.uk/5.html
IRD er Intermidiate Reduction Drive Unit og það á það til að bila, spurning hvort það sé það sem að er.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir