Range Rover endurbætur.


Höfundur þráðar
JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Range Rover endurbætur.

Postfrá JLS » 25.maí 2014, 01:14

Sælir. Ég á til eitt stykki original Range Rover Classic 1988 árgerð með 3.5 V8 og sjálfskiftingu. Gallinn við þennan Rover að hann er V8 bensín og mótor er búinn svo hann er á leið úr. Ég hef lengi haft í hyggju að setja 2.9tdi Musso mótor í þennan bíl, milliplötu á milli Musso vélar og Rover skiftingu ásamt flexplötu er hægt að fá að utan fyrir ca 160-180 þús með tollum, svo er eftir að breita pönnu sem annars endar bara á drifkúlunni. Ég er runninn á rassinn með að setja Musso vélina í og er farinn að huga að 2.8tdi patrol mótor. Það var þónokkuð gert af því að setja LD28 laurel mótora ofan í reinsana í gamla daga en veit einhver hér hvort menn settu RD28T Patrol vélarnar í Reinsana? En ég er að pæla í að setja mótor og kassa úr patrol í, en þá missi ég sídrifið sem ég væri helst til í að hafa, eða finna milliplötu. Er einhver sem á milliplötu eða veit um teikningar af svoleiðis löguðu?
olei
Innlegg: 812
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Range Rover endurbætur.

Postfrá olei » 25.maí 2014, 02:42

Fáeinir punktar um þetta:
Patrol er með drifkúluna uþb. fyrir miðju að aftan. RR er með hana hliðarsetta. Patrol millikassi er með afturdrifsúttakið í sömu línu og inntakið í kassann. RR er aftur á móti með það beint á móti framdrifsúttakinu, til hliðar og neðar. Með Patrol millikassa yrði því afturdrifskaftið hærra út úr kassanum og drifkaftið yrði á ská yfir í afturhásinguna. Við það ruglast brotið á hjöruliðunum í lóðréttu plani (hærra úttak á Patrol kassanum) og til viðbótar kemur líklega yfir 10° brot á liðina til hliðar. Á þessu eru einhverjar lausnir til en allavega - þá verður óbærilegur drifskaftavíbringur í bílnum án aðgerða.

Þessu til viðbótar er framdrifsúttakið á RR millikassa (LT230) talsvert framar en á Patrol. Þetta kemur til út af sídrifinu - LT230 er með eitt stk. mismunadrif milli fram og afturdrifs sem gerir hann ansi langan. Ef þú hefur Patrol millikassa á svipuðum slóðum og RR kassinn var í bílnum þá þarftu að lengja framdrifskaftið talsvert. Líklega um nærri 15 cm. Við það breytast horn á hjöruliðum, líklega þannig að bregðast þurfi við því til að forðast drifskafta titring.

Annað sem þú þarft að velta fyrir þér er að megnið af RR classic er að mér skilst með hinn ágæta LT230 millikassa sem er í flestum tilvikum niðurgíraður í háa drifinu upp á 1:1.22 og með u.þ.b 1:3,3 í lága drifinu. Undantekning á þessu er þeir RR classic sem komu með chrysler torqueflite 727 sjálfskiptingu (84 árg t.d), í þeim er háa drifið ekki niðurgírað. Punkturinn er - ef þú ert með millikassa sem er með 1:1,22 í háa drifinu og setur í staðinn Patrol millikassa sem er 1:1 í háa drifinu (og 1:2 í lága) jafngildir það því að þú hækkir drifin í bílnum um þessi 22% í háa drifinu. Til viðbótar færðu miklu hærra lága drif, sem er ólíklegt að henti vel.

Að þessu samanlögðu sýnist mér að það sé talsvert á sig leggjandi til að halda RR millikassanum í bílnum.

Loks bendi ég á að Nissan smíðaði 4 cyl 2,7 tdi sem er í Terrano í nokkrum útgáfum. Í grunninn hefur sú vél staðið sig miklu betur en 2.8 Patrol, enda með stál heddi og tímagír í stað reimar. Mörg dæmi um slíkar vélar sem eru komnar í 300+ þús án teljandi viðhalds. Skemmtilegasta útgáfan er líklega sú sem er með tölvustýrðu zyxel olíuverki og sú vél skilar síst minna en 2.8. Þar sem það liggja ryðgandi Terranoar út um allar koppagrundir með heilum vélum er það e.t.v eitthvað sem gæti hentað í svona mix. "Elli Ofur" hér á spjallinu meikaði eina svona ofan í hilux með góðum árangri.

User avatar

jongud
Innlegg: 2231
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Range Rover endurbætur.

Postfrá jongud » 25.maí 2014, 12:18

Það eru til Range-rover jeppar með nissan 2.8 hér á klakanum. Þú gætir reynt að spyrjast fyrir á Ljónsstöðum og fleiri stöðum hvort þeir hafi gert þetta.
Ég veit ekki hvort vélin var mixuð við Range-rover kassan eða hvort Nissan gírkassinn var notaður og þá sett milliplata milli hans og Rover-millikassans.
Ef þú kíkir á þráðin hjá Ella varðandi 2,7 í Hilux þá sérðu að þetta er töluverð víraflækja. Gamla mekaníska 2.8 sexan er að þessu leyti mun einfaldari, en það er þröngt að troða henni ofan í vélarsalinn.
Ómar Ragnarsson ekur (held ég ennþá) á einum slíkum
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1283349/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Range Rover endurbætur.

Postfrá Stebbi » 25.maí 2014, 12:53

Tek undir með Ólafi að 2.7 vélin er mun sniðugri kostur sérstaklega afþví það þarf að fara að smíða þetta ofaní. Yngri 2.7 vélarnar eru kraftmeiri en 2.8 og eyða minna eldsneyti þegar er verið að nota þær.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Range Rover endurbætur.

Postfrá Hordursa » 25.maí 2014, 13:23

Góðann dag.
Ég smíðaði töluvert magn af bolt on kittum til að setja Laurel vélina í range rover á árunum 93-98, ég smíðaði plötu á vélina og breytti range rover svínghjólinu þannig að það passaði á vélarnar svo var range kassinn og Nissan startarinn notaður. Smíðaðar voru nýjar mótorfestingar sem boltuðust á vélina og í orginal festingarnar í range grindinni. Áþessum tíma var líka soldið um að patrol vélin væri notuð í range roverinn en ég smíðaði það aldrei saman sjálfur en það var gert á mjög sambærilegann máta nema að patrol svinghjól og kúpling var notuð með vélinni.

kv Hörður


Til baka á “Land Rover”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur