Síða 1 af 1

forvitni um breytta range rover 89model og eldri

Posted: 31.maí 2013, 12:05
frá gaz69m
þeir range rover bílar sem settir hafa verið á 38 tommudekk , eru hásingar nógusterkar fyrir svoleiðis breytingar eða eru þeir allir á öðrum hásingum ,
og hvernig hafa breyttir rangerover bílar verið að standa sig upp á drifbúnað að gera , er að pæla í samsuðu jeppa bygðum á rangerovergrind og hásingum en boddy af öðrum bíl .

Re: forvitni um breytta range rover 89model og eldri

Posted: 31.maí 2013, 13:03
frá kolatogari
ég hef aldrey lent í veseni með drifbúnaðinn í þessum bílum. nema þá kannski að V8 slitlar frekar hratt. boddý hefur einmitt verið svoldið veikur hlekkur, þannig ég get ýmindað mér að svona mix muni bara vyrka vel.

Re: forvitni um breytta range rover 89model og eldri

Posted: 31.maí 2013, 13:06
frá Rangur
Hásingarnar fínar, en sumum hefur þótt innvolsið frekar veikt. Hægt að fá sterkara t.d. frá KAM og Ashcroft (og fleirum) ef vill.

Re: forvitni um breytta range rover 89model og eldri

Posted: 31.maí 2013, 15:44
frá joisnaer
sæll, hásingarnar eru alveg nógu sterkar, ég er með þannig hásingar á 44" dekkjum.

en samt að öðru leiti væri gáfulegra að verða sér útum hásingar undan defender eða discovery (ca 96-98árg) því í orginal range rover hásingum eru 10 rillur á öxlum en 24 ef ég man rétt í disco eða defender, sem er mikið sterkara.
svo er náttúrulega algjör snilld að verða sér útum gamal drif undan gömlum land rover (65-75árg) því þá væriru kominn með lægri hlutföll.