Er ég eignast Reinsann var í honum 4.6 V8 með 600 cfm edelbrock og aftaná 5 gíra LT-77 kassi og LT-230 millikassi og 4,70 hlutföll og engir lásar.

Svona var hann er ég kom heim á honum fyrst.

Og svona var hesthúsið.
Eins og venja er með jeppa þá þarf oft að bæta,breyta og sinna viðhaldi, og fljótlega eftir að ég eignaðist fór heddpakkning.

svona fór hún, þetta er víst ekki óalgengt í 4.2-4.6 L rover mótoronum.
Og svo var farið í að skifta um grind, grindin sem var í bílnum var orðin stagbætt og og gatriðguð undan bótunum og sá ég þann kost vænstann að fynna aðra grind sem ég og gerði en hún var orðin döpur undir annari demparafestingunni og skifti ég um smá bút í henni og varð hún eins og ný.

Hér er verið að slíta í sundur.

Svona var djásnið geymt á meðan var unnið að viðgerðum á "nýju" grindinni.

Og hér er hann eftir grindarskiftin.
Margir kannast eflaust við að þegar maður byrjar á einhverju smáu þá endar það oft í stóru. Á einni helgi ættlaði ég að skifta um grind, sem ég hefði leikið mér að ef mér hefði ekki dottið í hug að skifta út öllu rafkerfi bílsins eins og það lagði sig, setti innspítingu á vélina og skifti út mælaborði og setti sjálfskiftingu í stað gírkassans. Sjálfskiftingin virkaði hins vegar ldrei (sem betur fer eyðslulega séð) og var kassinn snarlega settur í aftur. Innspítingin fékk að hanga nokkra mánuði en pústskynjararnir voru ónýtir og ég tímdi aldrei að kaupa nýja og ég var með ýmsar díóðu og mótstöðuæfingar í stað pústskynjarana en á endanum henti ég innspýtingunni og setti klósettið á aftur.

Þetta er það sem hrjáði nýju grindina. Tærð undan eldsneytislögnum og undan demparafestingu, öðru leyti eins og ný.

Þarna var bara eftir að bora fyrir demparafestingunni.

Svo kom að því að ég varð leiður á að vera stanslaust að hanga yfir bensíndælunum og ákvað að nú yrði fundin ódýr og GÓÐ díselvél sem eyddi ENGU :) það gekk upp og fékk ég eina vél með kössum og tilheyrandi 1990 ágerð af Patrol. Vélin var að sjálfsögðu RD28T og malaði eins og köttur en var örlítið erfið í gang

Patrol var rifinn og kramið var tekið í geymslu uns farið var að vinna í málunum

Hér er orkuver ásamt hraðastigum Nissan Patrol í öllu sínu veldi. En þegar ég fór í það að skoða orkubú Patrolsins þá kom í ljós að heddið var sprungið og kjallarinn var að syngja sitt síðasta svo öllu var hreinlega hent nema túrbínu og gírkössum og ekki var söknuðurinn mikill. En eftir þetta "áfall" með nissan vélina þá var ákveðið að fara í uppáhalds japönsku vélartegundina sem er MMC 4D56T. Ég er búinn að eiga nokkra MMC með þessari vel og aldrei hefur þessi vélartegund bilað hjá mér, og ávalt hefur hún verið frekar hagkvæm í rekstri, og alltaf hefur hún mátt vinna betur :) en semsagt margir gallar en fleiri kostir við 4D56T. Ég varð mér úti um vél úr 1998 L200 og á hún að vera um 100 hoho og um 287 nm sem er meira uppefið tog en 300TDI original :) En MMC vélin er frekar létt eða ca 210 kíló með öllu sem er sami þungi og V8 álvélin. Og MMC vélin er lítil um sig og ekkert óþarfa rafmagnsvesen né annar óþarfa búnaður á henni, til að minda ekkert EGR sem mér fynnst plús :)
Ég er undanfarið búinn að vera dunda við að smíða milliplötu á milli LT-77 gírkassans (rover kassi) og MMC vélarinnar,

Hér sést afraksturinn. En staðan í dag er semsagt sú að MMC vélin var að leka ofan í bílinn bara í dag og á eftir að tengja allt og mixa inntercooler í grillið og margt margt fleira. Kem með myndir af því síðar.
Ég held að þetta sé orðinn ágætis þráður hjá mér og þeir sem nennt hafa að skoða og lesa, ég vona að þið hafið haft gaman að :)