Síða 1 af 1

Einhver vitur Ford econoline old school nagli hér.

Posted: 24.mar 2012, 22:50
frá bandido
Er með 6,9 árg 86"

Er í rosalegum vandræðum og búinn að vera í langan tíma reyna eltast við ástæðu þess að miðstöðin hjá mér dælir engu lofti út um loftopin?? Mótorinn snýst og virkar alveg eins og hann á að gera en það er eins og eitthvað blokki loftið við að komast í rörin eða blása út... Er búinn að vera leita að villuni en finn ekkert.

Auk þess þá hélt ég að mótorinn væri að fara hjá mér, loftið úr pústinu er alveg brennandi heitt, svo heitt stundum að ég get ekki haldið hendini aftan við pústið, en svo gengur og gengu kallin bara en reykir hel menguðum reyk og kæfir mann ef maður stendur nálægt. En gengu og gengur samt..

Einhver hugmynd um hvaða véla vesen þetta gæti verið?

Re: Einhver vitur Ford econoline old school nagli hér.

Posted: 24.mar 2012, 23:24
frá halendingurinn
Ef þetta er vacumstýrt þá gæti verið einhver leki eða bilun í vacum kerfinu sem opnar og lokar fyrir spjöldin í miðstöðinni. Bara tilgáta, svona var þetta í gömlum dodge van sem ég átti.

Re: Einhver vitur Ford econoline old school nagli hér.

Posted: 25.mar 2012, 14:29
frá Stebbi
Miðstöðin í gamla econoline er vacuum stýrð, ég myndi byrja á því að opna bréfalúguna framaná honum og sjá til þess að allar vacuum lagnir séu tengdar.