EGR ventlar

User avatar

Höfundur þráðar
atlimann
Innlegg: 8
Skráður: 21.jan 2012, 16:07
Fullt nafn: Atli Már Erlingsson

EGR ventlar

Postfrá atlimann » 17.mar 2012, 22:58

Sælir spjallverjar,

mig langar að forvitnast hvort þið vitið eitthvað um þessa fja.... EGR ventla sem eru í flestum ef ekki öllum bílvélum í dag.
Þannig er málið að ég var að fá mér Isuzu D-max 2007 árg. á 35"dekkjum og ég er búin að eiga hann í einn og hálfan mánuð og núna í vikunni kom upp vélar ljós í mælaborðinu og ég fór með bílinn til B&L i bilanagreiningu og þá var mér sagt að EGR ventilinn væri ónýtur og það þyrfti að skipta um hann.

Ventillinn kostar 45þús og svo átti að kosta 20þús að skipta um hann.

Ég er búin að vera að googla þetta og þetta virðist ekki vera flókin aðgerð að skipta um hann þ.e.a.s. ef maður getur keypt hann á skikkanlegu verði.

Vitið þið hvar er hægt að kaupa svona varahlut annarstaðar en í umboðinu?

Og eitt að lokum.... hvernig líst ykkur á svona lagfæringar...?

http://www.youtube.com/watch?v=8YRq2Xl5 ... re=related




bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: EGR ventlar

Postfrá bragig » 17.mar 2012, 23:14

Best væri að losa sig við þennan óskunda. EGR (exhaust gas recirculation) er búnaður sem að hleypir afgasi (pústi) inn á vélina í hæggangi til að minnka ákveðna tegund af mengun. Er komið í alla bíla í evrópu og víðar vegna staðbundinnar mengunnar í borgum. Þetta er mjög heimskulegt vegna þess að þetta eykur slit á vél í öllum tilfellum. Sumir umhverfisverndarsinner eru á móti þessu líka. Veit ekki hvort að það megi afnema þennan búnað í svona nýlegri vél án þess að vélartölvan gefi ljós. Er sjálfur búinn að afnema þennan búnað og setja blindflans í báðum mínum bílum, ( hilux ´99 og M.Benz ´93) og vil ekki sjá þetta.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: EGR ventlar

Postfrá Freyr » 18.mar 2012, 00:04

bragig wrote:Best væri að losa sig við þennan óskunda. EGR (exhaust gas recirculation) er búnaður sem að hleypir afgasi (pústi) inn á vélina í hæggangi til að minnka ákveðna tegund af mengun. Er komið í alla bíla í evrópu og víðar vegna staðbundinnar mengunnar í borgum. Þetta er mjög heimskulegt vegna þess að þetta eykur slit á vél í öllum tilfellum. Sumir umhverfisverndarsinner eru á móti þessu líka. Veit ekki hvort að það megi afnema þennan búnað í svona nýlegri vél án þess að vélartölvan gefi ljós. Er sjálfur búinn að afnema þennan búnað og setja blindflans í báðum mínum bílum, ( hilux ´99 og M.Benz ´93) og vil ekki sjá þetta.



EGR búnaðurinn virkar ekki bara í hægagangi heldur getur komið inn við ýmsar aðstæður, með því að hleypa afgasinu inn lækkar O2 hlutfallið í strokkunum sem lækkar brunahitann og dregur úr NOX í útblæstri, þetta s.s. vinnur beinlínis á móti túrbínunni með því að draga úr afli og eins og fram hefur komið hefur þetta einnig slæm áhrif á vélina þar sem þetta hleypir sóti og drullu inn á hana.

Varðandi D-maxinn þá tel ég engar líkur á að vélartölvan sætti sig við að missa ventilinn út, þafnvel þótt allt sé tengt og til staðar en rásin bara blokkuð með plötu

Kv. Freyr


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: EGR ventlar

Postfrá Gunnar » 18.mar 2012, 00:52

bara að gelda þetta hið snarasta, hef gert það í tveimur bílum og þeir bara bötnuðu við það

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: EGR ventlar

Postfrá Freyr » 18.mar 2012, 09:59

Gunnar wrote:bara að gelda þetta hið snarasta, hef gert það í tveimur bílum og þeir bara bötnuðu við það


Sammála því að bílar batna svo lengi sem tölvan fattar ekkert. Hinsvegar er þessi bíll með "particular filter" (sótsíu í pústi) og þ.a.l. með tvo þrýstiskynjara og tvo hitanema í pústinu og tölvan veit upp á hár hvort EGR búnaðurinn virkar eða ekki. Þessir tveir bílar sem þú blindaðir þetta í voru áreiðanlega ekki sótsíubílar heldur eldra dót.

Freyr


Gísli Þór
Innlegg: 93
Skráður: 18.aug 2011, 19:18
Fullt nafn: Gísli Þór Þorkelsson

Re: EGR ventlar

Postfrá Gísli Þór » 18.mar 2012, 11:25

2007 Izusu var ekki með DPF svo ekkert mál að blinda bara muna að gera það fyrir egr ventilinn ekki eftir svo hann haldi ekki áfram að safna sóti inn á sig.
kv Gísli
ps ég hef fjarlægt dpf úr Nissan Navarra og virkaði það vel meiri kraftur og minni eiðsla, kúturinn var tekinn burtu en allir nemar settir aftur í púststubbinn sem settur var í staðin og "fattaði" því tölvan ekki neitt
DPF= diesel particle filter eða sótsía = leiðindabúnaður sem eikur eiðslu og minnkar kraft :)

User avatar

Höfundur þráðar
atlimann
Innlegg: 8
Skráður: 21.jan 2012, 16:07
Fullt nafn: Atli Már Erlingsson

Re: EGR ventlar

Postfrá atlimann » 18.mar 2012, 12:33

Takk fyrir svörin drengir,

en hvernig fer ég þá að þessu svo að tölvan "fatti" ekki neitt?

skoðuðu þið myndbandið á Youtube?
Virkar eitthvað að setja svona á milli til að blokka EGR ventilinn?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: EGR ventlar

Postfrá Freyr » 18.mar 2012, 13:21

Gísli Þór wrote:2007 Izusu var ekki með DPF svo ekkert mál að blinda bara muna að gera það fyrir egr ventilinn ekki eftir svo hann haldi ekki áfram að safna sóti inn á sig.
kv Gísli
ps ég hef fjarlægt dpf úr Nissan Navarra og virkaði það vel meiri kraftur og minni eiðsla, kúturinn var tekinn burtu en allir nemar settir aftur í púststubbinn sem settur var í staðin og "fattaði" því tölvan ekki neitt
DPF= diesel particle filter eða sótsía = leiðindabúnaður sem eikur eiðslu og minnkar kraft :)


Mín mistök að fullyrða að hann væri með sótsíu, afsakið það. Fyrst hún er ekki til staðar þá er um að gera að blinda þetta.

Freyr

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: EGR ventlar

Postfrá Hagalín » 18.mar 2012, 15:32

Er patrol 2001 3.0l með sótsíu.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: EGR ventlar

Postfrá HaffiTopp » 18.mar 2012, 15:43

Það er afar ólíklegt að það sé sótagnasía í Patrol 2001 #
Kv. Haffi

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: EGR ventlar

Postfrá Freyr » 18.mar 2012, 16:28

Hagalín wrote:Er patrol 2001 3.0l með sótsíu.


nei


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 58 gestir