Að hækka Subaru upp ?


Höfundur þráðar
Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Að hækka Subaru upp ?

Postfrá Lada » 16.mar 2012, 12:32

Góðan daginn.

Ég er með 2001 árgerð af Subaru Legacy Outback og langar að fá aðeins meira "ground clearance". Ég veit að Málmsteypan Hella í Hafnarfirði er að selja klossa fyrir svona hækkanir. Hefur einhver hérna hækkað svona bíla upp? Er þetta flókin aðgerð? Hefur þetta einhverjar neikvæðar afleiðingar í för með sér (slit og aksturseiginleikar) ?

Kv.
Ásgeir



User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá Freyr » 16.mar 2012, 12:45

Eykur töluvert slit á öxulliðum og sérstaklega öxulhosum. Hvað aksturseiginleika varðar efast ég um að þú finnir mikin mun en það verður að hjólastilla bílinn eftir hækkunina. Þetta er auðveld aðgerð, tekur um eina kvöldstund eða svo.


Höfundur þráðar
Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá Lada » 16.mar 2012, 13:52

Sæll Freyr, og takk fyrir svarið.

Ég var að tala við Hellu og þeir eiga 2 cm. hækkun að framan og 2 cm. eða 2.5 cm. hækkun að aftan. Hefur svona lítil hækkun áberandi mikið meira slit í för með sér? Er það kannski bara rugl að vera að hugsa um þetta?

Kv.
Ásgeir

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá jeepson » 16.mar 2012, 14:15

Væri ekki betra að kaupa subaru forrester?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá Lada » 16.mar 2012, 14:35

jeepson wrote:Væri ekki betra að kaupa subaru forrester?



Hahaha

Augljósa lausnin er náttúrulega að kaupa sér bara alvöru jeppa, en það er ekki í boði eins og er. Finnst Súbbinn bara mega vera aðeins hærri en hann er. Hef séð svipaða bíla sem virðast vera hækkaðir og finnst þeir vera svo agalega verklegir. Veit ekki hvort þeir voru hækkaðir meira en þessa 2 cm. sem Hella býður upp á.

Kv.
Ásgeir

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá jeepson » 16.mar 2012, 15:06

Lada wrote:
jeepson wrote:Væri ekki betra að kaupa subaru forrester?



Hahaha

Augljósa lausnin er náttúrulega að kaupa sér bara alvöru jeppa, en það er ekki í boði eins og er. Finnst Súbbinn bara mega vera aðeins hærri en hann er. Hef séð svipaða bíla sem virðast vera hækkaðir og finnst þeir vera svo agalega verklegir. Veit ekki hvort þeir voru hækkaðir meira en þessa 2 cm. sem Hella býður upp á.

Kv.
Ásgeir


Getur svosem altaf sett svo 31" undir hehe :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
Lada
Innlegg: 171
Skráður: 31.jan 2010, 23:38
Fullt nafn: Ásgeir Bjarnason
Bíltegund: Subaru Outback
Staðsetning: Reykjavík

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá Lada » 16.mar 2012, 15:43

Ánægður með þig Gísli að hugsa í lausnum en ekki vandamálum. Er ekki viss um að frúin taki vel í þessa hugmynd samt. Byrjum á upphækkun :)

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá HaffiTopp » 16.mar 2012, 15:47

Hvernig er Subaru Legacy Outaback hækkaður upp miðað við orginal Legacyinn?
http://en.wikipedia.org/wiki/Subaru_Legacy_Outback
Kv. Haffi


biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá biggi72 » 16.mar 2012, 17:03

Daginn.
Veit að subaruinn hefur verið hækkaður um þessa 2 cm það var það eina, þarft ekki að gera meira.
En er flottari upphækkaður og finnst ekki veita af fyrir legacyinn

User avatar

sveinnelmar
Innlegg: 66
Skráður: 05.des 2010, 16:05
Fullt nafn: Sveinn Elmar Magnússon
Hafa samband:

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá sveinnelmar » 16.mar 2012, 23:11

gerðu það bara svona. það er best

.
subaru jeppi.jpg
subaru jeppi.jpg (36.43 KiB) Viewed 3998 times
Suzuki Jimny 1999 31”


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá juddi » 16.mar 2012, 23:14

Á tímabili seldi IH ekki subaru öðruvísi en upphækkaða
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá Freyr » 17.mar 2012, 00:31

Lada wrote:Sæll Freyr, og takk fyrir svarið.

Ég var að tala við Hellu og þeir eiga 2 cm. hækkun að framan og 2 cm. eða 2.5 cm. hækkun að aftan. Hefur svona lítil hækkun áberandi mikið meira slit í för með sér? Er það kannski bara rugl að vera að hugsa um þetta?

Kv.
Ásgeir


Athugaðu samt að 2 cm klossi hækkar bílinn um 3-4 cm því klossinn er fyrir miðri spyrnu eða rétt utan við miðju.


MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: Að hækka Subaru upp ?

Postfrá MIJ » 17.mar 2012, 22:19

sæll. ég var með gamla impresu og í þær setti ingvar upphækkunarklossa áður en þeir seldur þær, en þeir eru settir á milli dempara og boddýs, og er ekki mikið mál að koma þeim fyrir losa demparana niður og klossana á milli og svo þarf náttúruleg að lengja boltana í demparanum sem samsvarar hækkun, einnig þarf eins og var sagt áður að hjólastilla ´bilinn eftir þetta.
If in doubt go flat out


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 49 gestir