Síða 1 af 1
Monstertrucks
Posted: 14.mar 2012, 14:28
frá hobo
Þetta er nú meiri bransinn!
Er Toyota mótor í þessu eða?
[youtube]2iWgdGowkSI[/youtube]
Re: Monstertrucks
Posted: 14.mar 2012, 14:48
frá KÁRIMAGG
Re: Monstertrucks
Posted: 15.mar 2012, 11:06
frá elfar94
90% af monster trucks eru með rugl stórar chevy vélar, c6 skiptingar og hásingar undan skólarútum, framhásingarnar eru afturhásingar sem búið er að breyta í framhásingar, og auðvitað er þetta allt styrkt fáránlega mikið
Re: Monstertrucks
Posted: 15.mar 2012, 15:02
frá dazy crazy
beygja þeir ekki yfirleitt á bæði aftur og framhásingum?
Re: Monstertrucks
Posted: 15.mar 2012, 17:59
frá elfar94
dazy crazy wrote:beygja þeir ekki yfirleitt á bæði aftur og framhásingum?
yup, þeir gera það
Re: Monstertrucks
Posted: 15.mar 2012, 18:51
frá GeiriLC
hvernig ætli þetta sé á fjöllum hérna heima?
Re: Monstertrucks
Posted: 15.mar 2012, 18:59
frá fordson
algengastir eru sérsmíðaðir big block 540 mótorar með blower og ganga á alcoholi ca 1400-1500 hö
Re: Monstertrucks
Posted: 15.mar 2012, 19:10
frá elfar94
GeiriLC wrote:hvernig ætli þetta sé á fjöllum hérna heima?
haha það væri gaman að sjá, 66" dekk, fínt að hleypa úr þessu örugglega
Re: Monstertrucks
Posted: 16.mar 2012, 00:40
frá dazy crazy
setja svo bara skrúfu á bátinn til að komast yfir árnar
Re: Monstertrucks
Posted: 16.mar 2012, 08:24
frá elfar94
dazy crazy wrote:setja svo bara skrúfu á bátinn til að komast yfir árnar
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=twocyBdCLIM[/youtube] þetta virkar líka
http://www.youtube.com/watch?v=twocyBdCLIM
Re: Monstertrucks
Posted: 16.mar 2012, 10:46
frá Startarinn
elfar94 wrote:GeiriLC wrote:hvernig ætli þetta sé á fjöllum hérna heima?
haha það væri gaman að sjá, 66" dekk, fínt að hleypa úr þessu örugglega
Ég leyfi mér að efast um að þessi dekk bælist nokkuð, ég sá þátt þar sem var verið að gera svona bíl kláran, dekkin eru 300 kg/stk ný og svo eru skorin 50 kg af hverju dekki á milli munsturs til að létta þau, og þar sem þetta er upprunalega hugsað sem landbúnaðardekk hef ég grun um að strigalögin séu nokkur....
Re: Monstertrucks
Posted: 16.mar 2012, 20:00
frá elfar94
Startarinn wrote:elfar94 wrote:GeiriLC wrote:hvernig ætli þetta sé á fjöllum hérna heima?
haha það væri gaman að sjá, 66" dekk, fínt að hleypa úr þessu örugglega
Ég leyfi mér að efast um að þessi dekk bælist nokkuð, ég sá þátt þar sem var verið að gera svona bíl kláran, dekkin eru 300 kg/stk ný og svo eru skorin 50 kg af hverju dekki á milli munsturs til að létta þau, og þar sem þetta er upprunalega hugsað sem landbúnaðardekk hef ég grun um að strigalögin séu nokkur....
vá, 300kg ný :O þetta hlýtur að vera bara eins og verstu burðardekk
Re: Monstertrucks
Posted: 16.mar 2012, 20:18
frá Einar Örn
það er örugglega bara sama sagan að vera á þessum uppá jökli einosg okkar torfæribílum...alltof mikið upptak og spólar sig bara fast í fyrsta skafli....en á ferðinni þá ætti þetta nú allveg að ná flottri ferð og floti
Re: Monstertrucks
Posted: 16.mar 2012, 21:56
frá Stebbi
fordson wrote:algengastir eru sérsmíðaðir big block 540 mótorar með blower og ganga á alcoholi ca 1400-1500 hö
Þetta gengi aldrei á Íslandi, áfengisgjaldið er svo hátt að það myndi ekki duga að vera fasteignasali og stjörnulögfræðingur til að reka svona trukk. Þarna var Grjótgrímur séður og náði að skattleggja góða hugmynd áður en hún komst á flug.
Re: Monstertrucks
Posted: 16.mar 2012, 22:06
frá jeepson
Stebbi wrote:fordson wrote:algengastir eru sérsmíðaðir big block 540 mótorar með blower og ganga á alcoholi ca 1400-1500 hö
Þetta gengi aldrei á Íslandi, áfengisgjaldið er svo hátt að það myndi ekki duga að vera fasteignasali og stjörnulögfræðingur til að reka svona trukk. Þarna var Grjótgrímur séður og náði að skattleggja góða hugmynd áður en hún komst á flug.
Það má nú altaf brugga hehe :D