Síða 1 af 1
Raflagnaefni, hvar er best að kaupa?
Posted: 29.apr 2010, 22:20
frá Kiddi
Hvar er hagkvæmast fyrir mig að kaupa efni til að leggja rafkerfi í jeppann? Mig vantar víra (ekki í hundruðum metra...), skó, tengi og öryggjahaldara. Ekki væri heldur vitlaust að leggja þá í einhvers konar barka.
Nú síðan er ég að smíða bensíntankafestingar, það er semsagt eins konar vagga sem heldur utan um tankinn. Mig vantar góða gúmmírenninga sem ég get límt á festingarnar þannig að járnið liggi ekki alveg í álinu í tankinum. Hvar fæ ég svoleiðis?
Re: Raflagnaefni, hvar er best að kaupa?
Posted: 29.apr 2010, 23:15
frá ellisnorra
Íhlutir í skipholti eru sterkir í rafmagninu, hakvæm verð hjá þeim líka og vörulisti með 11 þúsund vörunúmerum, og það sem meira er, verðum líka! Excel skjal með þessu öllu er hægt að nálgast á síðunni ihlutir.is
Re: Raflagnaefni, hvar er best að kaupa?
Posted: 29.apr 2010, 23:22
frá Kiddi
Síðast þegar ég fór þangað þá sögðust þeir ekkert eiga sem hentaði í jeppa, vírarnir væru of lélegir hjá þeim.
Re: Raflagnaefni, hvar er best að kaupa?
Posted: 30.apr 2010, 00:12
frá Ingaling
ég fer alltaf í íhluti ef mig vantar rofa ofl...
Re: Raflagnaefni, hvar er best að kaupa?
Posted: 30.apr 2010, 10:39
frá ofursuzuki
Er ekki Aukaraf lifandi ennþá, vefsíðan hjá þeim er minnsta kosti virk. Þar var hægt að fá flest en ég hef ekki verslað við þá lengi.
En þeir voru og kannski eru ekki þeir allra ódýrustu en oftast með sæmilega vöru.
Re: Raflagnaefni, hvar er best að kaupa?
Posted: 30.apr 2010, 18:26
frá Óskar Dan
Aukaraf er enn til og er í Dalbrekku í kóparvogi beint á móti Barka. Þeir eiga víra og relay
Öryggja box með 1 bolta fyrir vír inn og 6-8 öryggi út er til í N1 á um 3þ kallinn.