Hversu margir eru að nota þessi kort:
http://www.safetravel.is/is/Vetur/Utivi ... Joklakort/
Hvernig notið þið kortin og hversu oft?
Fóruð þið að fara aðrar leiðir en venjulega?
Jöklakort
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Jöklakort
Ég hef rýnt í kortin til að bera saman við þær leiðir sem ég hef áður farið. Hef kannski ekki farið svo mikið um jökla en samt hafa sex eða sjö sinnum komið tilvik að einhver maður hefur farið niður um snjóþekjuna yfir sprungu annað hvort með fót eða upp að höndum eða hangið á línu. Ég þar meðtalinn næstum kominn ofan í svelg á Brúarjökli fyrir tíu árum og hékk svo í línu í jaðarsprungu við Hrútfellstinda fyrir nokkrum árum. Allt hefur farið vel í þessum tilfellum og yfirleitt hafa þessi tilfelli verið á merktum sprungusvæðum á safe travel kortinu en ekki öllum samt. Má vara sig á svelgum sem geta verið víða á ósprungnum jöklum. Það er ekki rétt sem haldið er fram í stórri jöklabók sem kom fyrir örfáum árum út að svelgir leggist saman yfir veturinn. Síðan stefni ég að hafa kortið til hliðsjónar í vor í væntanlegum ferðum.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 730
- Skráður: 01.feb 2010, 17:54
- Fullt nafn: Björn Oddsson
- Bíltegund: Trooper
Re: Jöklakort
Einhverjar fleiri reynslusögur?
Re: Jöklakort
Ég hef engar hasarsögur að segja en ég hef ferðast eitthvað á jöklum og skoðað kortin.
Eftir að hafa skoðað kortin reyni ég að taka tillit til þeirra og forðast helst með öllu rauðu svæðin, þrátt fyrir að hafa farið yfir einhver þeirra óvart áður fyrr slysalaust.
Þetta er gott framtak og ég er ánægður með það en ég tek þau ekki sem heilagan sannleik en styðst við þau
Eftir að hafa skoðað kortin reyni ég að taka tillit til þeirra og forðast helst með öllu rauðu svæðin, þrátt fyrir að hafa farið yfir einhver þeirra óvart áður fyrr slysalaust.
Þetta er gott framtak og ég er ánægður með það en ég tek þau ekki sem heilagan sannleik en styðst við þau
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Jöklakort
Hef farið eina ferð á Langjökul eftir að kortin komu út. Við studdumst við þetta en maður verður að passa sig á því að leggja allt sitt traust á þetta því jökklarnir breytast. En ég hef líka farið aðeins yfir þá ferla sem ég hef fengið senda og trackað eftir sjálfan mig og verið að skoða þetta saman og það er alveg sláandi hvað margir „gamlir" ferlar eru á rauðu svæðunum og hef ég hent þeim út hjá mér.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Re: Jöklakort
Ég calibreraði kortin inn í Ozi og hef aðallega notað þau til að skoða ferlana mína og sjá hvort þeir eru á "öruggum" svæðum. Þetta hefur nú ekki gert meira en að staðfesta að flestir algengustu leiðirnar okkar ferðafélagana séu í lagi enda oft á tíðum leiðir sem eknar hafa verið í fjöldamörg ár.
Það er samt mjög gagnlegt að skoða þessi kort með tilliti til leiða sem maður er að spá í að fara eða fyrir svæði sem eru lítið ekin af mér og mínum.
Flott framtak !
Það er samt mjög gagnlegt að skoða þessi kort með tilliti til leiða sem maður er að spá í að fara eða fyrir svæði sem eru lítið ekin af mér og mínum.
Flott framtak !
Re: Jöklakort
hef notað þetta mikið í bæði að fara yfir gömlu trökin mín og eins búa til ný og enn betri þegar maður hefur verið á jöklunum. mjög gagnlegt sérstaklega þar sem maður er kannski að ferðast um ný svæði og ekki með staðkunnuga með þér þá hefur maður allavega eitthvað að stiðjast við
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 730
- Skráður: 01.feb 2010, 17:54
- Fullt nafn: Björn Oddsson
- Bíltegund: Trooper
Re: Jöklakort
Takk fyrir þetta....
Hvað notið þið mest þegar þig lagið til leiðirnar ykkar? Notið þið punkta, ferla eða rútur?
Hvernig notið þið Gps tækin ykkar?
Hvað notið þið mest þegar þig lagið til leiðirnar ykkar? Notið þið punkta, ferla eða rútur?
Hvernig notið þið Gps tækin ykkar?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 730
- Skráður: 01.feb 2010, 17:54
- Fullt nafn: Björn Oddsson
- Bíltegund: Trooper
Re: Jöklakort
Jæja, var einhver að brúka þetta um páskana?
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Jöklakort
Sæll Björn,
Er það ekki rétt að þú ert einn af þeim sem unnu þessi fínu kort?
Annars skoðaði ég þetta núna um páskana þar sem ég kíkti upp á Langjökul í fyrsta skipti í of langan tíma. Ég fór aðeins áleiðis upp frá Skálpanesi en fylgdi þar förum en studdist jafnframt við rútu frá 2010. Rútan er annað hvort beint frá björgunarsveitarmeðlim eða mín eigin eftir að hafa keyrt eftir rútu björgunarsveitar og er hún þessi hefbundna leið á milli Skálpaness og Húsefells með viðkomu í Þursaborgum og á Geitlandsjökli.
Þegar heim var komið bar ég hana lauslega saman við kortið og kom í ljós að hún er þokkalega vel heppnuð. Mesta sprungusvæðið sem hún liggur yfir er í lægðinni fyrir neðan Geitlandsjökul. Mér er svolítið ílla við að fara útaf þessari leið en sprungukortið hjálpar vissulega til við ákveða leið ef svo ber undir.
Í sambandi við notkun á GPS tækjum þá hef sjálfur alltaf verið með GPS pung eða handtæki og tengi það við fartölvu.
Er það ekki rétt að þú ert einn af þeim sem unnu þessi fínu kort?
Annars skoðaði ég þetta núna um páskana þar sem ég kíkti upp á Langjökul í fyrsta skipti í of langan tíma. Ég fór aðeins áleiðis upp frá Skálpanesi en fylgdi þar förum en studdist jafnframt við rútu frá 2010. Rútan er annað hvort beint frá björgunarsveitarmeðlim eða mín eigin eftir að hafa keyrt eftir rútu björgunarsveitar og er hún þessi hefbundna leið á milli Skálpaness og Húsefells með viðkomu í Þursaborgum og á Geitlandsjökli.
Þegar heim var komið bar ég hana lauslega saman við kortið og kom í ljós að hún er þokkalega vel heppnuð. Mesta sprungusvæðið sem hún liggur yfir er í lægðinni fyrir neðan Geitlandsjökul. Mér er svolítið ílla við að fara útaf þessari leið en sprungukortið hjálpar vissulega til við ákveða leið ef svo ber undir.
Í sambandi við notkun á GPS tækjum þá hef sjálfur alltaf verið með GPS pung eða handtæki og tengi það við fartölvu.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Jöklakort
Hvernig er staðan á þessum kortum gagnvart bátatækjunum (178, 192, 292 o.fl)????? Er orðið hægt að setja þetta inn í þau?
Kv. Freyr (sem er með 178 bátatæki)
Kv. Freyr (sem er með 178 bátatæki)
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Jöklakort
bjornod wrote:Jæja, var einhver að brúka þetta um páskana?
Ég notaði kortið rétt fyrir páska við að velja gönguskíðaleið frá Esjufjöllum upp á Snæfell við Kálfafellsdal. Gat teiknað leið á GPS fyrirfram framhjá helstu sprungusvæðum og þurfti ekki að vikja af þeirri fyrirfram ákveðinni leið. Gekk bara vel fyrir utan það að ég datt niður með annan fótinn ofan í sprungu ca 6km fyrir ofan jaðar Breiðamerkursjökuls. Það var annars skrýtin tilfinning þegar snjórinn brast undan öðru skíðinu og ég hugsaði á leiðinni niður - shit, hvað er hérna undir - vonandi ekki svelgur - er þetta staðurinn ? En sem betur fer var sprungan var ekki nógu breið til að ég færi ofan í. Þetta svæði er merkt grænt þ.e. litlar sprungur og það passaði allavega þarna.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 730
- Skráður: 01.feb 2010, 17:54
- Fullt nafn: Björn Oddsson
- Bíltegund: Trooper
Re: Jöklakort
Járni wrote:Sæll Björn,
Er það ekki rétt að þú ert einn af þeim sem unnu þessi fínu kort?
Sæll,
Jú, ég hef aðeins komið að þessu. Vinnan er til lítils unnin ef enginn notar þetta og því er ég að spyrja um þetta hérna. Mér finnst frábært að þetta er komið í notkun hjá sumum en máske má taka smá kúrs í að kenna fólki að nota þetta og benda á notkunarmöguleikana.
Einnig er flott að fá allar ábendingar um sprungur og annað sem betur má fara þar sem þessi kort eru í stöðugri endurskoðun.
BO
Re: Jöklakort
Sæll.
Þar sem þú ert eitthvað að vinna í þessu þá langar mig að benda á að innleiðing á svona kortum tekur oft langan tíma og það þarf að byggja mikið traust á þessi kort.
Ég var á vatnajökli um páskanna og hafði þá þessi kort uppivið. Ég hinsvegar var fyrst og fremst að skoða hvort ég væri ekki að keyra á gulum, grænum eða bláum svæðum frekar en að fara sérstaklega eftir kortunum.
Hinsvegar með tímanum mun ég treysta þessu betur og betur að því gefnu að ekkert komi uppá. T.d. langar mig að rúnta meira um suð-austanverðan jökulinn og þar hef ég sjálfur litla reynslu. Hinsveagar treysti ég mér ekki alveg til að fara blint eftir sprungukortinu ennþá. (gætir kannski kommentað á þetta)
Þá er eitt sem stórlega vantar í kortin og það er betri skýring á því hvað litirnir þýða. T.d. keyri ég gjarnan á gulu svæði sem heitir mjög sprunginn jökull og fæli þá í sér að forðast. Hinsvegar hef ég oft bara góða reynslu að keyra í slíkum svæðum.
Hversu stórar/breiðar þurfa sprungur að vera til að fara frá grænu yfir á gult, hvað þarf til að verða rautt? hvernig eru þessir litir ákvarðaðir. (kannski stendur þetta eh staðar alltsaman en ég ekki leitað nóg)
Kv. Ívar
Þar sem þú ert eitthvað að vinna í þessu þá langar mig að benda á að innleiðing á svona kortum tekur oft langan tíma og það þarf að byggja mikið traust á þessi kort.
Ég var á vatnajökli um páskanna og hafði þá þessi kort uppivið. Ég hinsvegar var fyrst og fremst að skoða hvort ég væri ekki að keyra á gulum, grænum eða bláum svæðum frekar en að fara sérstaklega eftir kortunum.
Hinsvegar með tímanum mun ég treysta þessu betur og betur að því gefnu að ekkert komi uppá. T.d. langar mig að rúnta meira um suð-austanverðan jökulinn og þar hef ég sjálfur litla reynslu. Hinsveagar treysti ég mér ekki alveg til að fara blint eftir sprungukortinu ennþá. (gætir kannski kommentað á þetta)
Þá er eitt sem stórlega vantar í kortin og það er betri skýring á því hvað litirnir þýða. T.d. keyri ég gjarnan á gulu svæði sem heitir mjög sprunginn jökull og fæli þá í sér að forðast. Hinsvegar hef ég oft bara góða reynslu að keyra í slíkum svæðum.
Hversu stórar/breiðar þurfa sprungur að vera til að fara frá grænu yfir á gult, hvað þarf til að verða rautt? hvernig eru þessir litir ákvarðaðir. (kannski stendur þetta eh staðar alltsaman en ég ekki leitað nóg)
Kv. Ívar
Re: Jöklakort
Það væri rosaleg fínt ef kortin sjálf væru líka aðgengileg á .jpeg formi (eða öðru algengu myndaformi sem er ekki minnisfrekt) til að við sem erum með önnur kortaforrit getum auðveldlega hlaðið þeim niður og calibrerað þau inn hjá okkur. Þetta þarf alls ekki að vera í svo hárri upplausn.
Ég reddaði mér nú síðast með því að klippa kortin út úr PDF útgáfunni með skjámyndaklippiforriti en ég nenni því nú varla í hvert skipti sem kortin eru uppfærð. Það er nógu mikil vinna að calibrera þetta inn :)
Ég reddaði mér nú síðast með því að klippa kortin út úr PDF útgáfunni með skjámyndaklippiforriti en ég nenni því nú varla í hvert skipti sem kortin eru uppfærð. Það er nógu mikil vinna að calibrera þetta inn :)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur