Síða 1 af 1
pústefni?
Posted: 11.mar 2012, 18:23
frá draugsii
Hverjir eru að selja pústefni og þessháttar á Akureyri?
Re: pústefni?
Posted: 11.mar 2012, 18:34
frá Valdi 27
Held það sé lang gáfulegast að fara í Bílabjörgun.
Re: pústefni?
Posted: 11.mar 2012, 19:48
frá Dúddi
ég keypti nú bara rörin í sanblæstri og málmhúðun
Re: pústefni?
Posted: 11.mar 2012, 19:59
frá jongunnar
Svona úr því að menn eru farnir að tala um púst þá hringdi ég í BJB fyrir 2 mánuðum og spurði hvað 3" púst kostar komið undir bílinn. Mér var svarað 150þús!!! það var rétt nærri liðið yfir mig. Ég gat rétt stamað upp "hvernig er hægt að réttlæta þetta verð? er þetta 2 daga vinna eða?" maðurinn sem talaði við mig í símann sagðist ekki getað svarað þessari spurning svo að ég kvaddi..
Re: pústefni?
Posted: 11.mar 2012, 20:49
frá jeepcj7
Ég hringdi einmitt í bjb líka og fyrstu 2 bútarnir ca. 2 metrar 60-70 þúsund úr 4" það er bara ekkert eðlilegt við það.
Er einhver sem tekur svona pústsmíði að sér hérna,mig vantar downpipe semsagt fyrsta bútinn af stað frá túrbínu úr 4" .
Þetta er í F250 ´99 með 7.3 powerstroke.
Allar upplýsingar vel þegnar.
Re: pústefni?
Posted: 11.mar 2012, 21:50
frá Þorri
pústin hjá bjb eru lika saman kramin í öllum beyjum. Þannig að 3" púst er ekki nema 2-2.5" í öllum beyjum. Ég smíðaði undir minn bíl úr ryðfríu notaði suðuhné í beyjurnar og losna þannig við að þrengingar í beyjunum. Kostnaðurinn er ekki nema brot af þessari upphæð sem þið nefnið án þess að ég muni nákvæmlega hvað hann er mikill. Ég smíðaði líka kút og myndi ekki vilja vera án hans.
Re: pústefni?
Posted: 11.mar 2012, 21:59
frá jeepcj7
Hvar er best að versla efnið í svona smíði ss.rústfrítt ?
Re: pústefni?
Posted: 11.mar 2012, 22:51
frá Kalli
Re: pústefni?
Posted: 11.mar 2012, 23:32
frá Dúddi
http://www.facebook.com/photo.php?fbid= ... =3&theaterþetta var smíðað undir bílinn hjá mér í fyrra, notuðum 3 tommu rör og suðubeyjur, allt úr sandblæstri og málmhúðun. Ég var nú bara vikapiltur í þessu, rétti verkfæri og svona :)
Re: pústefni?
Posted: 11.mar 2012, 23:51
frá Trosturn
ég var að láta setja 2,5 tommu frá túrbinu og alla leið aftur úr hjá einari áttavillta og fékk það á 75þús og það tók ekki nema hálfan dag hjæa þeim:)
Re: pústefni?
Posted: 12.mar 2012, 01:14
frá Hrannifox
Trosturn wrote:ég var að láta setja 2,5 tommu frá túrbinu og alla leið aftur úr hjá einari áttavillta og fékk það á 75þús og það tók ekki nema hálfan dag hjæa þeim:)
Hvernig er vinnan hjá einari ? Hef heyrt slatta af slæmum sögum en fáar góðar og hef
ekki reynslu af honum sjálfur með mína bíla. Enda alltaf talað við BJB.
hef séð púst eftir einar sem já var allt soðið samann, veit bara að ég þorði ekki að stama útur
mér orði við eigandann hann var svo reiður úti vinnuna hjá einari, þetta var undir 7 linu bimma
bara svo það komi framm
Re: pústefni?
Posted: 12.mar 2012, 08:32
frá Þorri
Ég keypti allt efni í þetta hjá
http://metalehf.is/ nema víbringshosuna og gúmmí upphengjur það fékk ég hjá n1. svo virðist ekki vera hægt að fá ryðfría kúta hérlendis svo það verður að panta hann að utan eða nota kút úr svörtu eða smíða hann sjálfur.
Re: pústefni?
Posted: 12.mar 2012, 09:35
frá ellisnorra
Ég smíðaði undir bílinn minn, keypti bara rör og liðamótahólk hjá N1 og smíðaði restina. Saga í prófílsög 15° skurði og sný 180° og þá er ég kominn með 30° beyjur. Sýð þetta svo bara saman, svona er hægt að fara alskonar flóknar leiðir með því að snúa bútunum í mis-margar gráður eftir því sem hentar. Merki svo saman með tússpenna til að vera viss um að punkta á réttum stað.
Græjaði svona undir luxann minn fyrir 5 árum tæpum, var ca einn dag að því með öllu, sverara hné frá túrbínu (það er reyndar bara suðubeyja) og smíðaði flánsa sjálfur. Eina sem ég sé eftir að hafa ekki zink málað suðurnar, þetta er byrjað að gefa sig núna.
Ég þarf/ætla að smíða nýtt undir þegar terrano mótorinn fer í og þá geri ég nákvæmlega eins, bara klína hitaþolinni zink málningu í suðurnar og langsum suðuna á rörinu.



Re: pústefni?
Posted: 12.mar 2012, 12:01
frá Trosturn
Hef alltaf fengid goda utkomuhja einari og bjb:)
Re: pústefni?
Posted: 14.mar 2012, 12:25
frá HaffiTopp
Þorri wrote:Ég keypti allt efni í þetta hjá
http://metalehf.is/ nema víbringshosuna og gúmmí upphengjur það fékk ég hjá n1. svo virðist ekki vera hægt að fá ryðfría kúta hérlendis svo það verður að panta hann að utan eða nota kút úr svörtu eða smíða hann sjálfur.
Hvernig fer maður að því að smíða sér hljóðkút sjálfur? Hefur maður bara sama (nýja) (púst)rörið útborað á nokkrum stöðum leitt í gegnum sverann kút? Og eru menn að láta valsa fyrir sig og smíða þetta alveg frá grunni- kaupa einhverskonar "tunnur" til að setja utanum rörið. Eitthvað sem hægt er að setja fyrir endann á og rörið bara leitt í gegnum þetta?
Vonandi er þetta að skiljast hjá mér.
Kv. Haffi
Re: pústefni?
Posted: 14.mar 2012, 12:52
frá Þorri
Ég á því miður ekki myndir af smíðinni en ég smíða þá frá grunni sker út endana og milliplötu og svo belginn líka allt úr 1,5 mm ryðfrítt og nota svo 76mm ryðfrí rör í þetta. Ég þarf að smíða svona kút fljótlega og tek þá kannski myndir af því. Annars eru hljóðkútafræði engin geimvísindi þetta gengur útá að stefnubreyta hljóðinu án þess að mynda þvingun sem hefur áhrif á afl. Ef þú smíðar túpu sem er rör með fullt af götum inni í öðru sverara röri og ull á milli þá minnkaru hávaðan slatta en aldrei eins mikið og þú nærð með kút sem stefnubreitir hljóðinu. Ég er búinn að smíða tvo svona kúta er með annan undir musso 2,9 hinn undir 4,2 patrol og þeir lækka hljóðið alveg helling samt er engin einangrun í þeim.
Kv. Þorri
Re: pústefni?
Posted: 22.okt 2012, 12:19
frá Einar Örn
félagi minn fékk flotta þjónustu hjá einari.. það var smíðað púst frá greinum og allveg aftur með endakút og 2x túbum. og hann borgaði 50.þ fyrir þetta allt saman...
bjb ættlaði að taka 170.þ fyrir sömu vinnu....
http://www.youtube.com/watch?v=Lr24RC3kmnU