Síða 1 af 1

Veistu hvar ég fæ svona?

Posted: 09.mar 2012, 12:27
frá Magni
Er að leyta að svona hlutum, veit einhver hvar ég get fundið þetta?

járnpinni sem hægt er að draga upp, hann er með gorm inní.

Image
Image

Og svona læsingu með handfangi:

Image

Ég er búinn að fara í: Bílasmiðinn, Stilling, Stál og Stansar, Benna, Arctic, N1, Víkurvagnar en þeir eiga ekki til svona.

Re: Veistu hvar ég fæ svona?

Posted: 09.mar 2012, 12:52
frá atlifr
Ég býst ekki við því að þú finnir svona hérna, gæti þó verið. En held að best væri að spyrja á síðunni þar sem þú fékkst myndirnar og flytja þetta svo inn sjálfur.

Jafnvel taka fleiri stykki ef aðra vantar.

Re: Veistu hvar ég fæ svona?

Posted: 09.mar 2012, 13:19
frá Magni
já ég er búinn að finna þetta úti, en ætlaði aðeins að athuga hvort þetta sé fáanlegt hérna heima áður en ég panta.

Re: Veistu hvar ég fæ svona?

Posted: 09.mar 2012, 14:36
frá mosinn
held ég hafi séð svona stikki í Lífland hestabúðini lynghálsi

Re: Veistu hvar ég fæ svona?

Posted: 09.mar 2012, 15:53
frá steinarxe
Það gæti passað,svona pinnar eru algengir í stíum,þó tæplega eins langir og er þarna á jeppanum.

Re: Veistu hvar ég fæ svona?

Posted: 09.mar 2012, 16:01
frá StefánDal
Ég hef séð svona í hesthúsum og á hliðum. Myndi tékka á hestavöruverslunum og jafnvel þessum búvöru fyrirtækjum sem auglýsa í Bændablaðinu.

Re: Veistu hvar ég fæ svona?

Posted: 09.mar 2012, 17:21
frá gaz69m
pinnin nefnist stíulás eða svínalás á að fást í líflandi

Re: Veistu hvar ég fæ svona?

Posted: 09.mar 2012, 17:27
frá Nenni
Þór HF í Ármúla hafa átt ýmislegt í gegnum tíðina, spurning um að heyra í þeim ?

Re: Veistu hvar ég fæ svona?

Posted: 09.mar 2012, 17:40
frá Magni
Takk fyrir góð svör, ég er kominn með handfangið. Nú vantar mig bara pinnann. ég athuga þetta á mánudaginn.

Re: Veistu hvar ég fæ svona?

Posted: 09.mar 2012, 17:54
frá dazy crazy
rennismiður ætti að geta reddað þessu á klukkutíma