Síða 1 af 1

Að veja converter fyrir bíl

Posted: 06.mar 2012, 09:50
frá theodor
Er einhver hér með þekkingu á, hvaða stall speed og hvaða converter eigi að nota hverju sinni. Er sjálfur með converter úr dieselbíl og vandamálið er að bíllinn æðir af stað um leið og sett er í gír. Þá á ég við að ekki þarf að gefa honum inn til að hann fari af stað. Líklega er stall speed á þessum converter í kringum 1200 sn. Vélin (bensín vél 540 cubic) hjá mér er þannig að hún þarf að vera í lausagang í kringum 900-1000 sn þannig að hún sé þokkaleg. Í flestum tilfellum væri þetta bara fínt því maður vill jú gjarnan æða áfram en stundum er þetta hvimleitt. Þá á ég við í snjó ef rugga þarf fram og til baka og ef ekið er í lágu drifi. Er einhverjir sem hafa vit á þessu hérna heima og þekkja hvaða gerðir á að forðast. Er að skoða converter frá HUGE og B&M sem stolla í 2400 sn. Er með smá áhyggjur að það sé of hátt.

Kveðja, Theodor

Re: Að veja converter fyrir bíl

Posted: 06.mar 2012, 11:33
frá Magni
Stall í 1200 sn er fínt. Fáðu þér bara kraftminni vél, þá æðir hann ekki af stað:)

Re: Að veja converter fyrir bíl

Posted: 06.mar 2012, 12:26
frá Dodge
Ég hef prufað 3000sn stall converter í jeppa og það er bara bras, þá aðallega ef maður er að dóla upp langar brekkur þá svínhitnar skiftingin. En hvað drifgetu varðar þá var það allt í lagi.

Ég held þetta sé meira spurning um uppsetningu fyrir jeppa en ekki bara stall, maður hefur séð jeppa með þannig convertera að þeir eru vel lausir í hægagangi og taka svo skarpt eftir áhveðinn snúning, sem gerir það að verkum að það er hægt að rugga eins og á beinskiftum og minni hitamyndun..

En hvar maður fengi svoleiðis stykki get ég ekki sagt þér.

Re: Að veja converter fyrir bíl

Posted: 06.mar 2012, 13:43
frá ivar
Í allri þessari rannsóknarvinnu sem þú ert að gera máttu láta mig vita ef þú finnur sniðugan converter í 6.0L diesel ford með 5R110 skiptingu.
Ég er með öfugt vandamál við þig og það er að stallið er finnst mér of hátt eða converter of linur því ef ég er í háa drifinu og ætla að keyra hægt upp bratta brekku eða taka af stað í bratta þá þarf ég mjög mikinn snúning áður en þetta er farið að taka á og þá gerist það bara með spóli og látum.
Lætur hinsvegar allt öðruvísi í lága drifinu og þar er ég sáttur en ég nenni bara ekki að keyra í því alltaf.

Myndi m.v. mína takmörkuðu þekkingu á þessu velja 1200rpm fyrir diesel og kannski 1500 fyrir bensín fyrir jeppa.
Ég vil hafa stall-speedið lágt í jeppa.

Ívar

Re: Að veja converter fyrir bíl

Posted: 06.mar 2012, 14:37
frá Kiddi
Hvaða stall er á converter úr t.d. Chevy pickup með 8.1 big block? Spurning hvort svoleiðis converter væri ekki bara málið

Re: Að veja converter fyrir bíl

Posted: 13.mar 2012, 12:14
frá Finnur
Sæll

Vandamálið með val á converter er að Stall speed er mjög mismundandi eftir því í hvaða bíl converterinn er. Stall speed er sá snúningshraði þar sem converterinn læsist, nánast og flytur aflið frá vél yfir sig og út í hjól. Á hvaða snúning þetta gerist er háð þyngd bíls( eða mótstöðu í snjó) og snúningsvægi (torki) frá vél. Aukin mótstaða hækkar stall speed og aukið tork lækkar stallið. Til þess af mæla stallið er hægt að standa á bremsunni( með góðar bremsur) og gefa inn, þú átt að geta séð rpm vélar þegar bíllin fer af stað.
Nú er þú á frekar léttum bíl með mjög öfluga vél sem lækkar stallið, fyrir ertu svo með dísilvéla stall 1200 rpm. Þar af leiðandi yfirvinnur vélin mótstöðuna á mjög lágum snúning og hendist því af stað um leið og sett er í gír.
Gallinn við það að fara hátt í stall speed er að þá hitnar skiptingin mjög mikið í erfiðu færi og þú getur einnig misst mikilvægan hluta af vinnslusviði vélarinnar. En Convertorinn þarf að velja út frá vélinni og bílnum sem hún er í. Hægt er að fá convertor smíðaðan eftir þinni uppsetningu og er það í raun eina leiðin til að fá fullkominn convertor sem full nýtir möguleika vélarinnar. Knastás vélarinnar segir einnig til um hvernig best sé að velja stall speed, í þínu tilfelli myndi ég velja 1800-2400 rpm í stall speed.

Eitt annað sem menn mega ekki gleyma. En eins og áður sagði fer stall speed eftir þyngd eða hreyfi mótstöðu, Þetta vandamál með að bíllinn stökkvi af stað versnar eftir því sem bílar eru meira niðurgíraðir. Meiri niðurgírun þýðir minna álag á vél og skiptingu, convertorinn yfirvinnur því mótstöðuna á lægri snúning. Því geta skapast þær aðstæður þegar menn eru með skriðgír aftan á skiptingu að bremsurnar ná ekki að halda á móti vél í hægagangi og ekki er hægt að stöðva bílinn nema taka hann úr gír.

kv
Kristján Finnur