Síða 1 af 1
Ekki sáttur með drifgetuna
Posted: 02.mar 2012, 00:04
frá sigurdurk
Nú er ég ekki alveg nógu sáttur með rockyinn hjá mer.
Þannig er málið að í þungum og lausum snjó sest hann alltaf á rassinn og er yfirleitt að ýta snjó á undan afturhjólunnum.
Sem gerir hann mjög þungann og leiðinlegan í svona færð.
Nú er ég að spá hann er með 4-link að aftan og miðað við það sem ég hef lesið á
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... mindex.htmþá ætti afturfjöðrunin að ýtast saman við inngjöf en hjá mér fer hún vel í sundur við inngjöf.
Haldið þið að þetta gæti verið orsökin?
þeas. aðhallinn á stýfunum sé vitlaus? Þetta er allavegana ekki alveg að gera sig svona.
mbkv. Siggi Kári
Re: Ekki sáttur með drifgetuna
Posted: 02.mar 2012, 00:29
frá Kiddi
Er hann ekki bara alltof afturþungur hjá þér. Það er laaaangalgengasta orsökin fyrir svona!
Spurning með að skoða hvort það sé ekki eitthvað þungt aftur í honum sem má sleppa að hafa með eða færa framar í bílinn!
Re: Ekki sáttur með drifgetuna
Posted: 02.mar 2012, 01:26
frá Freyr
Bíllinn er of rassþungur. Þetta hrjáir 90% allra jeppa á fjöllum. Alla venjulegu patrol, pajero, cruiser, trooper og líka venjulegu pikkupana nema þá sem eru með afturhásinguna færða slatta. Settu auka eldsneytið framaná bílinn, taktu úr honum aftursætið og settu verkfærin og annað þungt beint aftan við framsætin þegar þú ferð í snjó. Þetta tvennt getur gert kraftaverk.
Það er alveg sama hvað þú gerir við fjöðrunina, það mun ekki laga þetta en ef þú vilt finna mikin mun færir þú afturhásinguna aftar, því lengra því betra.
Kv. Freyr
Re: Ekki sáttur með drifgetuna
Posted: 02.mar 2012, 12:35
frá sigurdurk
Já haldið þið að það sé bara málið?
Nú er bíllinn hjá mér jafn langur á milli hjóla og 38" breyttur discovery og hann var ekki að lenda í þessu.
Samt er ég með plast topp og hús en reyndar er aðaltankurinn hjá mér alveg aftast.
En báðir bílar alveg tómir að öðru leiti en olíu.
Ég ætla að prufa að gera tilraunir með þyngdardreifinguna læt vita hvernig hann kemur úr því
Re: Ekki sáttur með drifgetuna
Posted: 02.mar 2012, 13:08
frá Magni
sigurdurk wrote:Nú er ég ekki alveg nógu sáttur með rockyinn hjá mer.
Þannig er málið að í þungum og lausum snjó sest hann alltaf á rassinn og er yfirleitt að ýta snjó á undan afturhjólunnum.
Sem gerir hann mjög þungann og leiðinlegan í svona færð.
Nú er ég að spá hann er með 4-link að aftan og miðað við það sem ég hef lesið á
http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/go ... mindex.htmþá ætti afturfjöðrunin að ýtast saman við inngjöf en hjá mér fer hún vel í sundur við inngjöf.
Haldið þið að þetta gæti verið orsökin?
þeas. aðhallinn á stýfunum sé vitlaus? Þetta er allavegana ekki alveg að gera sig svona.
mbkv. Siggi Kári
afturfjöðrunin á ekki að ýtast í sundur þegar þú gefur inn, það er líka hluti af vandanum þínum. Þá er afturhásingin að spóla sig niður í snjóinn við inngjöf.
Re: Ekki sáttur með drifgetuna
Posted: 02.mar 2012, 14:05
frá Freyr
sigurdurk wrote:Já haldið þið að það sé bara málið?
Nú er bíllinn hjá mér jafn langur á milli hjóla og 38" breyttur discovery og hann var ekki að lenda í þessu.
Samt er ég með plast topp og hús en reyndar er aðaltankurinn hjá mér alveg aftast.
En báðir bílar alveg tómir að öðru leiti en olíu.
Ég ætla að prufa að gera tilraunir með þyngdardreifinguna læt vita hvernig hann kemur úr því
Farðu með bílinn á vikt og viktaðu hvað hann er þungur að framan og aftan, hvort sem er með tóman bíl eða kláran a fjöll og settu svo tölurnar hingað inn ásamt því hvað var í bílnum á viktinni.
Ég er með cherokee sem var með lítið færða afturhásingu og hann var um 1.200 kg fr og 1.000 kg aftan í ferðum og það var ekki nógu gott, hann átti það til að grafa sig frekar að aftan og setjast á rassinn í brekkum. Síðan færði ég afturhásinguna mun aftar svo hún er 21 cm aftar en orginal. Fór síðustu helgi í mjög þungu færi kaldadal og upp á langjökul og í þeirri ferð settist hann aldrei á rassinn, gróflega reiknað er bíllinn í dag um 1.250 kg fr. og 950 kg aft. í ferð, á eftir að fara með hann á vikt.
Kv. Freyr
Re: Ekki sáttur með drifgetuna
Posted: 07.mar 2012, 18:49
frá sigurdurk

viktaði hann í dag eins og ég myndi hafa hann í ferð hann er semsagt fullur af olíu og með allt dótið í skottinu.
Prufaði samt að setja spil og 2*20L brúsa framaná hann og mér fannst hann heldur skárri