Síða 1 af 1
					
				Drifgeta Bronco ll
				Posted: 28.feb 2012, 19:33
				frá sukkaturbo
				Sælir félagar nú er ég búinn að missa áhugan í bili á Valpinum. En er ansi hrifinn af þessum bíl og væri gaman ef einhver þekkti sögu hans og hvernig svona bíll er að drífa í snjó eru þessi bílar duglegir veit að þessi er  með 305 tpi og sjálfskiptur þetta er Bronco ll væri gaman að mynda smá spjall um drifgetu og fjöðrun og þyngd og fá einhverjar grobbsögur kveðja guðni
			 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 29.feb 2012, 16:42
				frá SiggiHall
				Það er náttúrulega búið að eyðilegja þennan með þessu chevy drasli
			 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 29.feb 2012, 19:40
				frá jeepson
				SiggiHall wrote:Það er náttúrulega búið að eyðilegja þennan með þessu chevy drasli
Það má nú altaf rífa það úr og setja ford vél í þetta. :)
 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 01.mar 2012, 22:27
				frá gummibo
				Er búinn að eiga þennan í um 2 ár, hann er að svínvirka og það eina sem hefur ekki þarfnast viðhalds er mótorinn. Hann fer vonandi á stærri dekk bráðlega, spurning hvort að einhver viti hvaða mix ég get notað á framhásinguna til að gera hana 6 gata og hvaða skálar ég get fengið að aftan, hann er á d44 að framan undan bronco 74 með scout nöfum, er hægt að fá 6 gata hub og diska á þetta??
			 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 01.mar 2012, 22:51
				frá HaffiTopp
				jeepson wrote:SiggiHall wrote:Það er náttúrulega búið að eyðilegja þennan með þessu chevy drasli
Það má nú altaf rífa það úr og setja ford vél í þetta. :)
 
Úff, ertu að grínast? Óþarfi að skemma það eina góða sem eftir er í bílnum.
Kv. Haffi
 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 01.mar 2012, 22:59
				frá gummibo
				Þetta er snilldarcombo, engin sérviska hér á bæ.
			 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 01.mar 2012, 23:12
				frá StefánDal
				HaffiTopp wrote:jeepson wrote:SiggiHall wrote:Það er náttúrulega búið að eyðilegja þennan með þessu chevy drasli
Það má nú altaf rífa það úr og setja ford vél í þetta. :)
 
Úff, ertu að grínast? Óþarfi að skemma það eina góða sem eftir er í bílnum.
Kv. Haffi
 
Það eina góða sem eftir er í bílnum? 305 með einum spíss í niðursuðudós? Þú um það...
 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 01.mar 2012, 23:15
				frá HaffiTopp
				Já það er satt hjá þér, fyrirgefðu. Þetta er allt handónýtt ;)
Spáði reyndar ekki í að þetta væri TBI. Lítið mál að henda á þetta blöndung eða hvað?
Kv. Haffi
			 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 01.mar 2012, 23:32
				frá gummibo
				Það er 305 TPI í honum, ekki TBI
			 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 01.mar 2012, 23:37
				frá HaffiTopp
				Hehe ég er greynilega að skíta á mig hérna, veit ekkert hvað ég er að tala um :D
Kv. Haffi
			 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 01.mar 2012, 23:43
				frá gummibo
				TBI = Throttle Body Injected,  TPI = Tuned Port Injected,
			 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 02.mar 2012, 00:48
				frá Kiddi
				Einn spíss í niðursuðudós ?

 
			
					
				Re: Drifgeta Bronco ll
				Posted: 09.mar 2012, 16:30
				frá gummibo
				http://spjall.kvartmila.is//index.php?topic=38651.0Þessi ranger er með nákvæmlega sama krami og broncoinn hjá mér allt niður í hlutföll. Eins og fyrri eigandi af rangernum lýsti því „230 hp mótor sem torqar svakalega og sló aldrei feilpúst“. Þessir mótorar eru að eyða skuggalega litlu miðað við V8 og held að flestir sem að hafa vit á eða hafa kynnst þessum mótor eitthvað geti vottað það. 
Jújú chevy mótor í ford fer í þær fínustu hjá harðkjarna ford áhugamönnum, það er bara þannig, en er þá ekki búið að “eyðileggja“ örugglega 30%+ jeppaflotans með því að hafa ekki mótor frá frameliðanda undir húddinu..