Síða 1 af 1

Leguhljóð !!

Posted: 26.feb 2012, 22:44
frá Hfsd037
Sælir, er með Hilux sem ég er ný búinn að skipta um legur í vegna mikils leguhljóðs áður.
eftir að eg skipti um legurnar báðu megin að framan þá hætti þetta leguhljóð ekki en skánaði þó eitthvað smá.
leguhljóðin byrjar í 80 km hraða og hækka þegar ég fæ þyngd á hægra hjólið (hliðarvind) eða í beygjum en ekki á vinstra hjólið.

legurnar eru rétt hertar og ég kláraði heila koppafeitistúbu í bæði nöfin eftir leguskiptin
slífarnar sitja fastar í nafinu og ég keypti legurnar hjá fjallasport.

hvað getur verið að valda svona miklu leguhljóði?

Re: Leguhljóð !!

Posted: 26.feb 2012, 22:58
frá Brynjarp
getur það ekki bara verið aftari legurnar eða jafnvel einhvað í drifrásinni? drifum til dæmis. kemur oft hávaði ef legur i drifum eru ónýtar

Re: Leguhljóð !!

Posted: 26.feb 2012, 23:03
frá Stebbi
Þú skiptir örugglega um bæði innri og ytri legu?

Re: Leguhljóð !!

Posted: 26.feb 2012, 23:13
frá Hfsd037
Brynjarp wrote:getur það ekki bara verið aftari legurnar eða jafnvel einhvað í drifrásinni? drifum til dæmis. kemur oft hávaði ef legur i drifum eru ónýtar


Legurnar í drifinu eru fínar, auk þess keyri ég aldrei í driflokunum, en það skiptir engu máli hvort ég er í eða ekki lock


Brynjarp wrote:getur það ekki bara verið aftari legurnar eða jafnvel einhvað í drifrásinni? drifum til dæmis. kemur oft hávaði ef legur i drifum eru ónýtar



Jú, allt legu settið eins og það leggur sig
ég dauðhreinsaði nafið að innan, límdi slífarnar í með legulími til þess að vera 100% viss
tróð feiti inn í allar legurnar með puttunum skellti þeim síðan í, lét feiti á aftari leguna áður en ég lét nýja pakkdós
tróð feiti á fremri leguna áður en ég herti, herti þéttingsfast og losaði
það er ekkert leguslag og hjólið snýr fínt í lausu lofti.

mig grunar að neðri fóðringinn sé alveg farinn hjá mér í öðrum demparanum og að boltinn sé að slá járn í járn, getur það leitt hávaða frá stífunni inn í bíl?

Re: Leguhljóð !!

Posted: 26.feb 2012, 23:52
frá birgthor
Nærðu ekki bara að hækka aðeins í mjúsikinni?

En hvernig eru afturlegurnar?

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 00:06
frá Hfsd037
birgthor wrote:Nærðu ekki bara að hækka aðeins í mjúsikinni?

En hvernig eru afturlegurnar?


tjúújú en leguhljóð + tónlist verður bara meiri hávaði ;)

afturlegurnar eru fínar, hef ekkert út á þær að setja.. hljóðið kemur að framan

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 00:26
frá Brynjarp
þetta getur alveg verið legur i drifinu að aftan

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 00:28
frá Hfsd037
Brynjarp wrote:þetta getur alveg verið legur i drifinu að aftan



það eru nýjar legur í drifinu að aftan ásamt hjólalegum.

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 09:01
frá HHafdal
"Kláraði heila koppafeitistúpu" ef það er rétt er alltof mikil feiti í nöfunum og mjög algengt að þetta sé gert og þá fara legurnar fljótt aftur.

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 09:08
frá Polarbear
HHafdal, hvað á að vera mikil feiti í hjólnafi? t.d. í hilux með hásingu?

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 09:11
frá Forsetinn
Held að það sé ekkert annað í boði en að rífa aftur hægri, skoða stútinn og legur.... sjá hvort að það sé einhver skemmd eða mar í stútnum.

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 11:14
frá HHafdal
er ekki viss hvað það á að vera nákvæmlega mikið allavegana minna en manni finnst að þurfi oft fylgja pokar með legusettum td í Landrover þá eru 2 pokar með 20 ml af koppafeiti = 2x20 ml í hvert hjól ég var í endalausu brasi með legurnar hjá mér þangað til ég fattaði þetta líklegast hitnar feitin og hættir að smyrja við of mikinn hita ef það er of mikið af henni ????. en gott væri ef einhver fróðari segði til um þetta.

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 11:50
frá Brjótur
Sammála Hafdal þetta er alltof mikil feiti, fagmaður sagði mér að það á bara að smyrja í leguna sjálfa ekkert í kringum hana, enda gerir það ekkert, en ef þú fyllir allt af feiti þá nær legan ekki að kæla sig, biliðí stútnum á milli leganna á að vera smurfrítt, og þú setur feitina í leguna þannig, fyllir lófann á þér af feiti og tekur síðan leguna og þrýstir kantinum á legunni í feitina aftur og aftur á sama stað eða þar til feitin kemur upp úr henni á milli keflanna og gerir þetta allann hringinn ok?

kveðja Helgi

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 13:23
frá DABBI SIG
Brjótur wrote:Sammála Hafdal þetta er alltof mikil feiti, fagmaður sagði mér að það á bara að smyrja í leguna sjálfa ekkert í kringum hana, enda gerir það ekkert, en ef þú fyllir allt af feiti þá nær legan ekki að kæla sig, biliðí stútnum á milli leganna á að vera smurfrítt, og þú setur feitina í leguna þannig, fyllir lófann á þér af feiti og tekur síðan leguna og þrýstir kantinum á legunni í feitina aftur og aftur á sama stað eða þar til feitin kemur upp úr henni á milli keflanna og gerir þetta allann hringinn ok?

kveðja Helgi


Nú ætla ég alls ekki að gefa mig út fyrir að vera sérfræðingur á þessu sviði. Hinsvegar búinn að vesenast töluvert í svona kónískum legum og ráðfæra mig við "fagmenn" og reynda einstaklinga. M.a. einn mjög reyndann og lærðan viðgerðamann í jeppum og trukkum sem vinnur við trukkaviðgerðir. Þar voru svörin þau að lykilatriði er að hafa leguna hreina(augljóslega) þannig að sandkorn eða álíka geti ekki skemmt út frá sér. Sammála með að þrýsta feitinni uppá milli keflanna, passa uppá að öll legan sé vel smurð áður en hún fer í.
Sömuleiðis vildi sá meina að það skiptir máli hvernig feiti er notuð, góð koppafeiti var lykilatriði og mælti ekki með feitinni sem fylgir í mörgum pökkum með svona legum(þó hún geti verið mismunandi góð). Hann vildi meina að drasl feitin spýtist bara út úr legunni við snúning en leki svo ekki aftur inn líkt og sú góða gerir. Þá er einmitt atriði að nóg sé af feiti í stútnum á milli leganna svo feitin geti lekið aftur inn en ekki bara út úr legunni og sitji í hjólnafinu á milli leganna. Svo fylgjast vel með herslu og jafnvel athuga feitina öðru hvoru.
Þessi sami maður var með sömu legurnar í 38" breyttum bíl í all nokkur ár vandræðalaust án þess að skipta, bara með því að opna þetta 1-2x á ári, hreinsa vel upp og endursmyrja og fylgjast með herslu.
Aðrir sem ég hef talað við hafa verið með svipuð svör.

Varðandi það að vera með smurfrítt á milli lega til að legan kólni, af hverju ætti legan að kólna betur við að það sé engin feiti á milli? Það er ekki eins og það sé loftflæði þarna inni til að kæla leguna, ætti þá ekki alveg eins að vera kæling af því að hafa meiri feiti þarna á milli, sem blandast þá saman heit og köld feiti og kælir? Sömuleiðis held ég að kæling sé ekki vandamálið ef legan er rétt smurð og hert, þá á ekkert að myndast of mikill hiti í legunni. Hitinn myndast við að það er þvingun í legunni annaðhvort vegna óhreininda eða rangrar herslu, sem veldur svo keðjuverkun að legan hitnar enn meira og á endanum gefur sig?
Bara hugleiðingar, er ekkert að segja að þetta sé rétt! :)

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 13:49
frá olei
Ertu viss um að þetta sé "leguhljóð"?

Ef það heyrist í hjóllegum í akstri t.d. við að vagga stýrinu þá er vaninn að það leyni sér ekki þegar þær eru skoðaðar, þær eru þá orðnar verulega pollóttar og yfirleitt að hruni komnar.

Þessvegna hljómar það sérkennilega að þetta leguhjóð hafi lagast "smá" við að setja nýjar legur. Líklegast er að það hafi engu breytt varðandi hljóðið fyrst að það er enn til staðar og vandinn því ekki tengdur framhjólalegunum.

Ps
Það er áratugareynsla af því að fylla hjólnöf af koppafeiti og ekkert að því. Tvenn rök ná nefna í því sambandi. Naf sem er fullt af feiti rúmar lítið sem ekkert vatn, og ennfremur; sé nafið fullt af feiti eru hverfandi líkur á því að legurnar séu þurrar. Sumir fylla nöfin af feiti og stinga síðan smurkönnunni í gatið fyrir síðasta framdrifslokuboltann áður en hann fer í og dæla surk af sjálfskiptivökva/mótorolíu/gírfeiti inn á legurnar til að þynna feitina. Mér er samt ekki kunnugt um að einhver ein aðferð sé "rétt" í þessu samhengi. Eins og margt annað hefur hver þetta eftir sínu nefi.

Re: Leguhljóð !!

Posted: 27.feb 2012, 20:33
frá kalliguðna
Sælir félagar , ég er sammála Dabba og olei, fullt af feiti á milli leganna en sáralítið í lokunum.
en einu tók ég eftir þú límdir slífarnar í sætin en límdir þú leguna fasta við stútinn ? ég var nefnilega í brasi með nákvæmlega það og svo snérist legan á stútnum í tíma og ótíma með
mjög svo leiðinlegum leguhljóðum. það væri allavegana athugandi. vona að þú fynnir lausn á vandanum.
kvKalli

Re: Leguhljóð !!

Posted: 28.feb 2012, 00:40
frá stjani39
Ég er búin að vera með sömu legurnar í mínum bíl í 5 ár og þar af rúm 2 ár á 35 " og hef alltaf haft allt fult af feiti en tekið og hreinsað 1 sinni á ári og notað koppafeiti með hæðsta álagsstaðli sem fæst, þetta virkar fínt en það sem er mikilvægast af þessu öllu er að of herða ekki leguna þá hitnar allt til helvítis og ekki eru þessar blessuðu legur beint ódírar betra að opna oftar og endursmirja. það eru komnir 117 þús KM á legurnar og eru þær enþá flottar bara þurft að skifta um pakkdósir

Re: Leguhljóð !!

Posted: 28.feb 2012, 19:00
frá Hfsd037
ég þakka góð svör.


ég ætla að prufa að skipta um naf og legustútinn og sjá hvað hann gerir þá.
ég var búinn að skipta um hann nefnilega vinstra megin en þar stein halda legurnar líka kjafti
spurning hvort það sé slag á milli legurnar og stútsins