Síða 1 af 1
Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 23.feb 2012, 21:02
frá Groddi
Þetta er hugleyðingin...

Ég vill ekki þessi plast snorkel... er að spá í að smíða einhvað í þessa áttina, endilega komið með orð í belg, ef þetta ætti að fara á annan veg.
Bk
Groddi
Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 23.feb 2012, 22:03
frá StefánDal
Ég skil ekki alveg þessa teikningu
Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 23.feb 2012, 22:10
frá Magni
ég er ekki að átti mig á henni heldur
Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 23.feb 2012, 22:14
frá Haukur litli
StefánDal wrote:Ég skil ekki alveg þessa teikningu
Magni81 wrote:ég er ekki að átti mig á henni heldur
Gott að ég er ekki einn um það.
Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 23.feb 2012, 22:37
frá s.f
Getur einhver sagt mér hver er munurin á safari snorkel eða öðrum sem ég hef séð auglýst og hvernig er með vatn og snjó, er ekki loftsíu húsið alltaf á floti? eða er eithvað sem hindrar að það komist vatn niður rörið?
Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 23.feb 2012, 23:02
frá Groddi
svopni wrote:Þverskurðarmynd og sneiðmynd. Þetta er góð pæling, en er ekki helvíti hætt við að það ausist innum þetta vatn ef þú t.d ferð hratt útí bleytu. Á ekki loftinntakið að vera ofaná húddinu?
Það var einmitt pælingin bak við þessa hugmynd, að reyna að gera vatns-hjálaup fyrir neðan, þar sem að loftið er tekið inn að ofanverðu í inntakinu, það ætti að vera nóg niðurfall í fyrrahúsinu (vinstramegin) til að minka hættuna við að það fara vatn í gegnum filterinn..
Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 23.feb 2012, 23:15
frá Izan
Sælir
Ég vona að ég sé ekki mikið tregari en aðrir hérna en ég sá strax að þetta var sneiðmynd á hlið og ofan en ég hef samt ekki grun um hvað þetta er, hvað þetta á að gera eða hvar þessi ósköp eiga að vera.
Kv Jón Garðar
P.s. sé reyndar í textanum að það á að fara í gegnum þetta loft.
Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 23.feb 2012, 23:51
frá Stebbi
Þetta á að vera snorkel í húddi, eða einskonar loftinntak með vatnsgildru og affalli. Hugmyndin er góð en ég hef ekki trú á því að þetta virki nema að menn keyri alltaf hægt út í læki og ár. Hefðbundið snorkel sem nær uppfyrir framrúðu er gagnlegra þótt sumum þyki það ljótt.
Mín breytingar tillaga væri sú að hafa þetta ofaní húddinu í einangruðu hólfi á bakvið ljósið og alveg upp við húdd og inntakið snúi afturábak.
Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 24.feb 2012, 01:19
frá s.f
Stebbi wrote:Þetta á að vera snorkel í húddi, eða einskonar loftinntak með vatnsgildru og affalli. Hugmyndin er góð en ég hef ekki trú á því að þetta virki nema að menn keyri alltaf hægt út í læki og ár. Hefðbundið snorkel sem nær uppfyrir framrúðu er gagnlegra þótt sumum þyki það ljótt.
Mín breytingar tillaga væri sú að hafa þetta ofaní húddinu í einangruðu hólfi á bakvið ljósið og alveg upp við húdd og inntakið snúi afturábak.
ef þú ert með það bakvið ljósið og snírð því aftur þá færðu enga kælingu er það
Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 24.feb 2012, 19:41
frá Stebbi
s.f wrote:ef þú ert með það bakvið ljósið og snírð því aftur þá færðu enga kælingu er það
Ef að inntakið er í lokuðu og einangruðu hólfi ekki ósvipað og hægt er að kaupa í Jeep XJ, ZJ og WJ þá færðu kalt loft inn með ljósinu og grilli. Að snúa stútnum afturábak inní því hólfi myndi minka hættuna á því að það skvettist vatn inn í loftinntakið.

Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 24.feb 2012, 20:36
frá Groddi
Stebbi wrote:s.f wrote:ef þú ert með það bakvið ljósið og snírð því aftur þá færðu enga kælingu er það
Ef að inntakið er í lokuðu og einangruðu hólfi ekki ósvipað og hægt er að kaupa í Jeep XJ, ZJ og WJ þá færðu kalt loft inn með ljósinu og grilli. Að snúa stútnum afturábak inní því hólfi myndi minka hættuna á því að það skvettist vatn inn í loftinntakið.

En sjáðu, þetta er of auðvelt og ekki nógu "cool" ef ég kaupi svona þá fæ ég ekkert að smíða (:
Re: Hugleyðing á köldu loftinntaki...
Posted: 26.feb 2012, 12:13
frá Stebbi
Þú drífur þig bara út í búð og kaupir blikk og skurðarskífur og smíðar þetta bara miklu betur með svona ekta íslensku custom lúkki. :)