Landmannalaugar- Skammarlegt

User avatar

Höfundur þráðar
Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Brjótur » 23.feb 2012, 17:50

Frábært að sjá MBL. núna ferðamenn á jeppum eða sleðum að gera garðinn frægan í Landm.laugum
Djö..... aumingjar og dusilmenni að eyðileggja orðspor okkar svona, og ekki bara fyllerí og skrílslæti heldur líka stolið gps tæki frá göngufólki, sannarlega vatn á myllu þeirra gegn okkur jeppamönnum, og núna verður kanski lokað bara á okkur þarna, menn sem þurfa að fara á fyllerí á fjöllum eiga bara að gera það þá í skálum sem þeir sitja einir að, ekki þar sem eru fleiri aðskildir hópar.

skammarkveðja Helgi




stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá stebbiþ » 23.feb 2012, 17:56

Tek undir þetta. Þetta er það síðasta sem við þurftum á að halda.

Kv, Stebbi Þ.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá gislisveri » 23.feb 2012, 18:10

Ömurlegar fréttir. Því miður erum við allir stimplaðir eftir þessu. Ef einhver veit hverjir voru á ferð mætti gjarnan uppljóstra því hérna.

User avatar

kjellin
Innlegg: 202
Skráður: 13.sep 2011, 10:32
Fullt nafn: Aron Andri Sigurðsson
Bíltegund: súzúkí

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá kjellin » 23.feb 2012, 18:19

gera þessi félög semað eiga þessa skála ekki haldið utan um lista og set þá þá semað ganga illa um brjóta og bramla eða þá stela bara á svartan lista,


Snorri Þór
Innlegg: 90
Skráður: 05.okt 2011, 00:21
Fullt nafn: Snorri Þór Árnason

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Snorri Þór » 23.feb 2012, 18:29

Sælir!

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... ofkenndur/

Ég er einn af þeim sem var í jeppahópnum, ef að þú "brjótur" eða einhverjir aðrir vilja ræða þetta getið þið bara hringt í mig og rætt þetta áður en þið farið að drulla yfir þetta eins flest allir aðrir.

Snorri 691-7603

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá gislisveri » 23.feb 2012, 18:33

Snorri Þór wrote:Sælir!

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... ofkenndur/

Ég er einn af þeim sem var í jeppahópnum, ef að þú "brjótur" eða einhverjir aðrir vilja ræða þetta getið þið bara hringt í mig og rætt þetta áður en þið farið að drulla yfir þetta eins flest allir aðrir.

Snorri 691-7603


Hér er kjörið tækifæri til að segja sína hlið á þessu.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Óskar - Einfari » 23.feb 2012, 19:06

Án þess að ég ætli að skera úr um hver átti í hlut þarna í þessu tiltekna máli að þá eru komin all nokkuð mörg ár síðan að ég gafst upp með öllu að gista í skála þar sem að voru vélsleðamenn fyrir.... þvílík fylleríslæti trekk í trekk sem maður lenti í landmannalaugum og hvervöllum þar sem búið var að parkera færiböndum allt í kringum skálana. Það sem fyllti mælin var eitt skipti þegar ég kom í laugar um kl 18.... þar hafði stór hópur sleðamanna hertekið skálan. Þetta var eins og að labba inn á skemmtistað niður í bæ áður en að reykingar voru bannað inni á skemmtistöðum því fólkið var reykjandi inni í eldhúsi og reif bara kjaft þegar því var bennt á að reykingar í skálanum væru bannaðar. Þessi sleðahópur hafði keyrt eins og kerrurnar þoldu lengst inn í sigölduhraun, brunað inn í laugar á færiböndunum sem tekur nú ekki langan tíma frá sigölduhrauninu, verið komnir þangað kl 16 og voru orðnir hauga fullir kl 18 um kvöldið...... það er ekki ferðamennska heldur einhverskonar frístundafyllerí..... það má alveg hrauna yfir mig þetta er bara það sem mér finnst...
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá olafur f johannsson » 23.feb 2012, 19:24

það sem mér finnst um svona máll er að fyllerí á ekkert skilt með jeppa eða sleðaferðum . og þetta er ástæða fyrir því að ég fer ekki í jeppaferðir til að gista í skálum leingur er alveg búinn að fá nó af skrílslátum til fjalla
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995

User avatar

Magni
Innlegg: 474
Skráður: 11.aug 2011, 15:42
Fullt nafn: Magni Helgason
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Magni » 23.feb 2012, 19:30

Óskar - Einfari wrote:Án þess að ég ætli að skera úr um hver átti í hlut þarna í þessu tiltekna máli að þá eru komin all nokkuð mörg ár síðan að ég gafst upp með öllu að gista í skála þar sem að voru vélsleðamenn fyrir.... þvílík fylleríslæti trekk í trekk sem maður lenti í landmannalaugum og hvervöllum þar sem búið var að parkera færiböndum allt í kringum skálana. Það sem fyllti mælin var eitt skipti þegar ég kom í laugar um kl 18.... þar hafði stór hópur sleðamanna hertekið skálan. Þetta var eins og að labba inn á skemmtistað niður í bæ áður en að reykingar voru bannað inni á skemmtistöðum því fólkið var reykjandi inni í eldhúsi og reif bara kjaft þegar því var bennt á að reykingar í skálanum væru bannaðar. Þessi sleðahópur hafði keyrt eins og kerrurnar þoldu lengst inn í sigölduhraun, brunað inn í laugar á færiböndunum sem tekur nú ekki langan tíma frá sigölduhrauninu, verið komnir þangað kl 16 og voru orðnir hauga fullir kl 18 um kvöldið...... það er ekki ferðamennska heldur einhverskonar frístundafyllerí..... það má alveg hrauna yfir mig þetta er bara það sem mér finnst...


Þessi saga getur náttúrulega alveg eins átt við einhverja jeppahópa. Það er nú bara þannig að meðan við erum flestir ábyrgir og samviskusamir þá eru alltaf svartir sauðir inná milli.. Sumir líta á helgarferð á fjöllum sem fyllerísferð frá A-ö. Og það eru þeir sem komast í fréttirnar og eyðileggja orðspor okkar hinna.
Ekki sjáum við frétt á mbl þar sem það er talað um helgi í Laugum þar sem allt gekk vel engin læti og skálinn hreinn eftir helgina.
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá jeepson » 23.feb 2012, 19:36

Muna að drekka í hófi ef að menn ætla að drekka á annaðborð og ganga vel um:) Menn græða ekkert á því að haga sér ílla og ganga ílla um.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá -Hjalti- » 23.feb 2012, 19:50

Óskar - Einfari wrote:Án þess að ég ætli að skera úr um hver átti í hlut þarna í þessu tiltekna máli að þá eru komin all nokkuð mörg ár síðan að ég gafst upp með öllu að gista í skála þar sem að voru vélsleðamenn fyrir.... þvílík fylleríslæti trekk í trekk sem maður lenti í landmannalaugum og hvervöllum þar sem búið var að parkera færiböndum allt í kringum skálana. Það sem fyllti mælin var eitt skipti þegar ég kom í laugar um kl 18.... þar hafði stór hópur sleðamanna hertekið skálan. Þetta var eins og að labba inn á skemmtistað niður í bæ áður en að reykingar voru bannað inni á skemmtistöðum því fólkið var reykjandi inni í eldhúsi og reif bara kjaft þegar því var bennt á að reykingar í skálanum væru bannaðar. Þessi sleðahópur hafði keyrt eins og kerrurnar þoldu lengst inn í sigölduhraun, brunað inn í laugar á færiböndunum sem tekur nú ekki langan tíma frá sigölduhrauninu, verið komnir þangað kl 16 og voru orðnir hauga fullir kl 18 um kvöldið...... það er ekki ferðamennska heldur einhverskonar frístundafyllerí..... það má alveg hrauna yfir mig þetta er bara það sem mér finnst...



Það er auðvitað frekar kjánalegt að dæma einn hóp af mönnum eftir því hvernig faratækjum það ákvað að koma sér á staðin..
Nú er það bara þannig að flestir sleðamenn eru núverandi eða fyrrverandi jeppamenn og margir jeppakallar eru líka sleðamenn.
Ég fer sjálfur reglulega í sleðaferðir og líka jeppaferðir þar sem gist er í skálum og það er engin munur á þessum hópum.
Inná milli í báðum hópum eru svartir sauðir sem að skemma fyrir restini.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


gambri4x4
Innlegg: 205
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Y60 Patrol 38"
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá gambri4x4 » 23.feb 2012, 19:54

Snorri Þór wrote:Sælir!

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... ofkenndur/

Ég er einn af þeim sem var í jeppahópnum, ef að þú "brjótur" eða einhverjir aðrir vilja ræða þetta getið þið bara hringt í mig og rætt þetta áður en þið farið að drulla yfir þetta eins flest allir aðrir.

Snorri 691-7603



Ekki það að ég ætli að fara dæma þig neitt Snorri en þá verð eg að segja að sá sem talað er við í þessu viðtali er ekki að hjálpa ser né þeim sem voru þarna með setningum eins og . "Hann segist hafa ferðast mikið um hálendið og fullyrðir að í flestum tilvikum séu skrílslæti og fyllerí í skálum um helgar"


Ekki veit ég hvernig fólk ferðst þarna fyrir sunnann en ef það er bara málið að komast á fjöll til að geta verið drukkinn með læti,,,væri þá ekki bara nær að vera heima??

User avatar

Höfundur þráðar
Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Brjótur » 23.feb 2012, 19:59

Snorri þór ég er búinn að ferðast það lengi að ég veit alveg hvað ég er að segja og því miður þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem svona tilvik koma upp í þessum skála þarna hefur í gegnum tíðina verið fyllerí og sóðaskapur, sem bitnar svo á okkur hinum, og Snorri ég veit að þarna voru sleðamenn líka enda sagði ég sleðamenn og jeppamenn, og ég stend við það sem ég sagði áðan fyllerí á ekki að líðast ef það eru blandaðir hópar í skála. Og ég sagði sóðaskapur, hvað eftir annað eru þarna hópar sem þrífa ekki eftir sig, menn koma sér í burtu sem fyrst til að síðasti hópur þrífi en hann bara gerir það ekki.
Og allir segja ekki ég!
Og það er alveg vitað hjá ferðafélaginu hverjir voru í skálanum um helgina.

Og ég árétta það sem ég sagði áðan, ef fara á á fyllerí þá er bara að leigja allan skálann eða finna sér annan skála.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Stebbi » 23.feb 2012, 22:46

Nú er farið að fjúka í Brjótinn og ég ætla taka undir með honum aldrei þessu vant. Ef að menn ætla að fara í fyllerísferð á fjöll þá eiga þeir að sýna sóma sinn í því að taka nógu lítin skála sem rétt rúmar hópinn, þá er engin hætta á því að það séu einhverjir aðrir til að kvarta undan látunum. Svo er algjör lágmarkskrafa að skila skálanum helst hreinni en það var tekið við honum.

Ég var í hópnum sem fór Hagavatnsskála í byrjun þessa mánaðar, að sjálfsögðu var ég fyrstur og dreif mest og best og ætlaði aldeilis að vera búin að kynda litlu Solo vélina þegar hinir kæmu. En viti menn það var bara engin kamina á staðnum, bara tómt hólf og gat í veggnum. Þá kom sér vel að vera með ríflega af spiritus forte með sér til að halda á sér hita. Svo var ekki nóg með það að kyndingin væri horfin, olíulampar brotnir og allt í drasli heldur að síðustu notendur hafa ekki gengið betur frá hlera í gólfinu en það að það var allt músétið og útskitið í skálanum eftir litlu krílin.

Eftir að hafa lennt í svona atviki þá sé ég ekkert að því að FÍ læsi skálunum sínum á veturnar og fólk geti sótt lykil og skilið eftir nafn og símanúmer á skrifstofuni, það verður þá auðveldara að sækja innanstokksmuni ef þeir hverfa.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Alpinus
Innlegg: 221
Skráður: 01.feb 2010, 13:00
Fullt nafn: Hans Magnússon
Bíltegund: Lexus LX470

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Alpinus » 23.feb 2012, 23:14

Þeir sem fara á fyllerí, eru með skrílslæti, sóða út, valda ónæði, rífa kjaft, stela frá öðrum, keyra utan vegar fullir og bera enga virðingu fyrir náttúrunni eru bara fyllibyttur og skítapakk. Svo einfalt er það.
Síðast breytt af Alpinus þann 24.feb 2012, 21:19, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá JoiVidd » 23.feb 2012, 23:25

Alpinus wrote:Þeir sem fara á fyllerí, eru með skrílslæti, sóða út, valda ónæði, rífa kjaft, stela frá öðrum, keyra utan vegar fullir og bera enga virðingu fyrir náttúrunni eru bara fyllibyttur og skítapakk, sama hvar þeir eru. Svo einfalt er það.

haha rólegur vinur, það er ekki alveg rétt hjá þér
Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605


Snorri Þór
Innlegg: 90
Skráður: 05.okt 2011, 00:21
Fullt nafn: Snorri Þór Árnason

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Snorri Þór » 23.feb 2012, 23:35

Ég viðurkenni alveg að það voru einhver læti í okkar hóp(jeppahópnum), enda ekki komnir innúr fyrr en 1 á föstudagskvöldið og þá á eftir að koma sé fyrir. Það var ekki farið af stað í ferðina til að fara á fyllerí heldur til að ferðast í snjó og hafa það gott með vinum. En allavega skilur minn hópur alveg að læti hafi verið og sjá eftir því þegar farið er að hugsa út í þetta. Varðandi sóðaskap get ég fullyrt að allt okkar dót og rusl var tekið og sett í svarta ruslapoka sem við tókum með okkur til baka. En erum við ásakaðir um að hafa stolið gps sem við gerðum ekki, og er það mjög leiðinlegt. Það er hlutur sem maður vill ekki vera ásakaður um.

En ég vil ekki þykjast neitt og segja að maður geri aldrei neitt vitlaust en allavega um helgina er ég pottþéttur á að engu var stolið, allt rusl tekið en að vísu voru einhverjir með læti.
Skálinn er opinn meðan að einhver er í honum og er enginn að banna einhverjum að fara inn. Miðað við fólkið sem var þarna á ferð þessa helgi hefur verið mikið rennirí inní skála.
Persónulega finnst mér að allir skálar eigi að vera læstir og fólk fái ekki lykil nema að gefa upp símanúmer og nafn.

Að öðru, við höfum ekki fengið að fara á fund með ferðafélaginu til að útskýra okkar mál. Ég hélt að það ætti að byrja á því áður en það yrði farið með eitthvað svona í fjölmiðla.
Best er að klára svona mál áður en þetta er rætt hér frekar!

gambri4x4 wrote:
Snorri Þór wrote:Sælir!

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... ofkenndur/

Ég er einn af þeim sem var í jeppahópnum, ef að þú "brjótur" eða einhverjir aðrir vilja ræða þetta getið þið bara hringt í mig og rætt þetta áður en þið farið að drulla yfir þetta eins flest allir aðrir.

Snorri 691-7603



Ekki það að ég ætli að fara dæma þig neitt Snorri en þá verð eg að segja að sá sem talað er við í þessu viðtali er ekki að hjálpa ser né þeim sem voru þarna með setningum eins og . "Hann segist hafa ferðast mikið um hálendið og fullyrðir að í flestum tilvikum séu skrílslæti og fyllerí í skálum um helgar"


Ekki veit ég hvernig fólk ferðst þarna fyrir sunnann en ef það er bara málið að komast á fjöll til að geta verið drukkinn með læti,,,væri þá ekki bara nær að vera heima??


Held að þessi setning hafi nú ekkert átt að hjálpa okkur neitt sérstaklega, heldur bara að taka það fram að þar er oft (ekki hægt að segja alltaf) fyllerí og læti í skálum. Allveg sama hvort menn eru að sunnan eða ekki. Við lögðum allavega ekki í þessa ferð með það markmið!

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Tómas Þröstur » 24.feb 2012, 09:14

Það er eins og flest sé á móti jeppamönnum þessi árin. Eldneytiskostnaður rokin upp úr öllu valdi. Yfirleitt snjóleysi eða krapi. Jeppar almennt henta æ verr og verr til breytinga og óbreyttir jeppar minni og minni torfærutæki í eðli sínu eins og maður þekkti þá. Verið að þrengja að leyfilegum akstursleiðum. Svo bættist núna við að langlundargeð F.Í. sé við að bresta endanlega og skálum þeirra harðlæst. Frábært dæmi.


Atli E
Innlegg: 62
Skráður: 16.aug 2011, 11:35
Fullt nafn: Atli Eggertsson

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Atli E » 24.feb 2012, 11:31

Hef nú ekki alltaf verið sammála Helga Brjót, en tek undir með honum að þessu sinni.

Landmannalaugar - sá frábæri staður því miður þannig að þar er yfirleitt fullt hús af fullum sleðaköllum með leiðindi um helgar eða mis gáfulegir jeppa strákar.
Þó mér finnist það leitt, þá skil ég FÍ mjög vel af þessu leiti. Það versta er að nú fæ ég ekki fara þarna inneftir með fjölskylduna mína í Laugar venga þess að það eru gaurar eins og þeir sem voru þarna síðustu helgi búinnir að fyrifgera rétt okkar til að fá að nota skálann og aðstöðuna.
Ég telst víst jeppamaður eins og þeir og flokkast því víst undir sama flokk.

Er ekki mjög hrif af því að menn séu blindfullir með óspektir á fjöllum - kannski allt í lagi þar sem menn eru einir í húsi enn eru ekki að deila húsi með ókunnugum.

Kv. Atli E.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá juddi » 24.feb 2012, 14:10

Það virðist bara vera einhver lenska með stóran hóp karla hér á landi að þeyr virðast vera í einhverju sporti td veiði, jeppa, sleða eða hestasporti til að hafa afsökun að komast útúr bænum á fyllerí án konunar, væri ekki nær fyrir þennan hóp að fara bara á koju fyllerí í næsta bústað eða hóteli ?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Freyr » 24.feb 2012, 14:52

Sjálfur hef ég forðast það að gista í Laugum því þar þykir mér mun algengara en annars staðar á hálendinu að hitta á ferðahópa sem virðast hafa mestan áhuga á fylleríi frekar en ferðalögum, geri engan greinarmun á því hvort fólk er á sleðum, fjórhjólum eða jeppum hvað þetta varðar en ég hef ekki enn lent í fólki á skíðum eða gönguskóm sem lætur svona á fjöllum enda þarf skrokkurinn að vera í lagi hjá því fólki. Ekki misskilja mig á þann veg að ég vilji alfarið banna áfengi í fjallaskálum enda væri ógerlegt að fylgja því eftir heldur vildi ég óska þess að þeir sem ætla sér að stunda stífa drykkju með tilheyrandi látum og vandræðum láti vera að eyðileggja ferðahelgar fyrir öðru útivistarfólki.

Hvað sjálfan mig varðar þykir mér slæmt mál ef skálaeigendur neyðast til að grípa til þess að loka skálum alfarið (fyrir utan neyðarafdrep í forstofu) vegna svona mála (almennt séð, tek ekki afstöðu í þessu einstaka máli) en ég skil þeirra afstöðu mæta vel.

Kv. Freyr

User avatar

elfar94
Innlegg: 445
Skráður: 08.feb 2011, 13:58
Fullt nafn: elfar þór helgason
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: kópavogur

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá elfar94 » 24.feb 2012, 16:22

pfft...ótrúlegt hvað fólk gerir, ég segi nú ekki annað en það á að vera hægt að skemmta sér án áfengis, sérstaklega í jeppaferðum þar sem áfengi og akstur fer ekki vel saman
'90 hilux extra dc 2.4 turbo 44"
"If i can't crawl over it, i'll fly over it"

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Óskar - Einfari » 24.feb 2012, 16:26

elfar94 wrote:pfft...ótrúlegt hvað fólk gerir, ég segi nú ekki annað en það á að vera hægt að skemmta sér án áfengis, sérstaklega í jeppaferðum þar sem áfengi og akstur fer ekki vel saman


Alveg hárrétt hjá þér Elfar....
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Stebbi » 24.feb 2012, 17:32

Bönnum bara jeppa og vélsleða, þá erum við lausir við það að hafa hálendið algjörlegar syndandi í áfengi og fullum testósteruðum karldýrum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

muggur
Innlegg: 354
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá muggur » 24.feb 2012, 20:36

Því miður er það svo að hundaeigendur sem ekki hirða upp skítinn eftir hunda sína koma óorði á alla hina. Sama er með jeppamenn sem haga sér dólgslega. Í raun kemur þetta jeppum (eða vélsleðum) ekkert við. Það að virða ekki umgengnisreglur er bara ókurteisi og vanvirðing við samborgara sína. Það sem er svo ósanngjarnt er að allir sem ferðast um á faratækjum líkt og dólgarnir eru stimplaðir sem dólgar.

kv.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Atlasinn
Innlegg: 54
Skráður: 30.sep 2011, 18:11
Fullt nafn: Ægir Óskar Gunnarsson
Bíltegund: Tacoma
Staðsetning: selfoss

Re: Landmannalaugar- Skammarlegt

Postfrá Atlasinn » 28.feb 2012, 01:23

Sælir piltar og stelpur

Gaman að lesa pósta frá mönnum sem hafa ekki hundsvit um hvað þeir eru að segja ! Eða hverja menn eru að dæma drullusokka osfr ég persónulega var í þessari ferð og það er mjög leiðinlegt að sjá og heyra hvernig menn tala um þennan prýðisgóða hóp sem ég fékk nú með stuttum fyrirvara að fljóta með inní landmannalaugar . Til að klára eitt málið þá ættu nú allir jeppamenn og ferðamenn og fólk yfir höfuð að vita að svartir sauðir leynast í öllum hópum ! Við sem ferðahópur erum ekki sátt við það að 2 af 15 manna hóp sverti allan hópinn við mættum í skálann kl 1-30 um aðfaranótt laugardags og því miður þurftim við að troða okkur í rýmið fyrir ofan stóra svefnrýmið vegna þess að þar voru 2 kallar sofandi og ekki vildum við vekja þá þegar á efrihæðina er komið mættir okkur útlensk kona semað skammar okkur fyrir að koma svona seint í skálann og biður okkur um að sofa niðri en það kom ekki til greina hjá köllunum 2 að við mættum sofa niðri í stóra rýminu. Ut um allanskálan voru bjórdósir matarleifar föt og drasl sérstaklega í þessu rými sem að við komum okkur fyrir MJÖG SÓÐALEGT ég spurði hópinn á efri hæðinni og sleðakallana hvort þetta væri þeirra dót og hvorugur hópurinn kannaðist við þetta og sagði þetta hafa verið þarna þegar þau komu . Ég hliðraði öllu draslinu til í eina hrúgu svo við gætum gert svefnpláss fyrir okkur . Kl hálf fimm um nóttina mættir 20 manna sleðahópur greinarhöfundur heyrir í þeim og fer og heilsar upp á þá og spyr þá hvaða ferðalag er á þeim og þið sem lesið getið rétt ímyndað ykkur hvernig fyrirrennarar okkar á efri hæðinni tók í þetta að menn eru að koma svona seint í skálann þetta voru menn úr björgunarsveit og svo einhverjir fleiri og lika skálavörður með þeim í hóp ekki kom hann og skammaði okkar hóp fyrir sóðaskap og skrílslæti ? Afhverju ju vegna þess að flestir voru farnir að sofa um 2 leitið og eingöngu 3 af 15 sem að fengu sér bjór eftir því sem ég best veit . Til að hafa eitt á hreinu þá er ég búin að ferðast mjög mikið síðan ég man eftir mér og var þetta án efa einn skemtilegasta fjallaferð sem ég hef farið í ekkert vesen og ekkert blekafyllerí og af því sem ég best veit þá stal enginn neinu í okkar hóp og ég er fullviss um það að ef maður skilur eftir verðmæti á almannafæri þá er því bara stolið eins og margir hafa brennt sig á. eins og menn kannski vita þá var mikill manngangur í skálanum þennann laugardag og mikið af fólki sem að eru líklegt til að stela og skemma fyrir öðrum skemmtilega helgi ég vona að þessi pistill hafi svarað einhverju og upplýst

afsakið stafsetningarvilurnar en ég er að skrifa þetta a ipad út á sjó og er búin að bræða úr vísifingri :)

Kv Ægir Gunnarsson
Kv.Ægir Óskar Gunnarsson


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 49 gestir