Ég er búinn að lesa heilan helling um þetta mál á herra. Interneti
með hjálp Google.
Ég er sjálfur á Pajero 2.8 TDI.
Leó M. vélaverkfræðingur skrifaði pistill um þetta á síðunni sinni :
Steinolían er þotueldsneyti (Jet Fuel A-1)
Síðan N1 reið á vaðið og birtir tæknilegar upplýsingar um eldsneyti á vefsíðu sinni vitum við að það sem selt er sem steinolía frá dælum, a.m.k. hjá N1, er sama efni og nefnist Jet Fuel A-1 - þ.e. þotueldsneyti. Það þýðir að steinolían inniheldur meira af brennisteini en gasolía (Diesel-olía). Brennisteinninn er blandaður í burðarefnið áltríoxíð (Al2O3) og virkar sem smurefni og er sérstaklega mikilvægt fyrir stjörnu-olíuverk (gúmmíþéttingar) og raðdælur (element og einstreymislokar). Upplýsingar N1 þýða að þeir sem eiga Diesel-bíla með olíuverki ættu að vera öruggari með óblandaða steinolíu sem eldsneyti heldur en gasolíu. Engin frekari íblöndun er nauðsynleg né til bóta (eins og ég hef lengi haldið fram).
Nú hef ég keyrt á Steinolíu hjá mér í hva, 1-2mán eða svo.
Það sem ég hef gert, er að blanda 5% - 20% af BioDiesel með Steinolíunni.
BioDiesel kostar það sama og venjuleg Diesel olía, enn afhverju set ég Bio ?
Jú það er vegna þess að BioDiesel olía er með miklu, miklu meira smur hæfileika enn venjuleg disel olía.
Stanadyne Corporation,
http://www.stanadyne.com sem framleiða olíu dælur, diesel vélar og spíssa og þessháttar
vilja meina að 2-5% af BioDiesel olíu inná hráolíu og eða Jet A-1 sem meira enn nóg til að bæta fyrir smurhæfni.
Stanadyne Automotive has stated:
“....we have tested biodiesel at Stanadyne and results indicate that the inclusion of 2% biodiesel into any conventional diesel fuel will be sufficient to address the lubricity concerns that we have with these existing diesel fuels. From our standpoint, inclusion of biodiesel is desirable for two reasons. First it would eliminate the inherent variability associated with the use of other additives and whether sufficient additive was used to make the fuel fully lubricious. Second, we consider biodiesel a fuel or fuel component—not an additive...Thus if more biodiesel is added than required to increase lubricity, there will not be the adverse consequences that might be seen if other lubricity additives are dosed at too high a rate.”
Enn, þetta er mín reynsla og það sem ég hef lesið.
Ég er mjög duglegur að kaupa Steinolíu frá N1, og smá BioDiesel með. Legg ekki í það kaupa Steinolíu frá öðrum olíufélugum vegna þess
að þau hafa ekki enn gefið út hvaða olía, Steinolían þeirra er. Semsagt, Jet-A1 eða hva....
Ég hef síðan ákveðið að skipta um hráolíu-síu bara oftar í staðinn. :)
Og jújú, hann er stundum latur í gang, (svona meir, "æji ekki vekja mig..." ) eftir nóttina. Enn það varir bara í 2-4sec eða svo. Svo verður
gangurinn og keyrslan bara eðlileg. Ekkert til að stressa sig yfir.

Þarna sjáið þið smurgetu bioDisels sem Stanadyne prufaði.
Number 2 = Venjuleg hráolía seld hér á landi.
Number 1 = Hráolía, svipuð og Kerosene. Hærra frostmark. (held að hún sé ekki seld hér á landi. Er ekki viss)
Því lægra HFRR tala því betri smurgeta.