4runner MEGAS

User avatar

Höfundur þráðar
joisnaer
Innlegg: 472
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

4runner MEGAS

Postfrá joisnaer » 26.apr 2010, 01:11

hvað er að frétta af þessum bíl?
Image

ég vissi aldrei hvort að mér ætti að þykkja hann flottur eða ljótur.
Samt hef ég alltaf verið mjög heillaður af honum.


Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur


gambri4x4
Innlegg: 199
Skráður: 31.jan 2010, 23:00
Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
Bíltegund: Patrol/Cherokee
Staðsetning: Húsavík
Hafa samband:

Re: 4runner MEGAS

Postfrá gambri4x4 » 26.apr 2010, 12:29

Þér er alveg óhætt að þykja hann Ljótur sko


Krilid
Innlegg: 36
Skráður: 15.feb 2010, 09:26
Fullt nafn: Ágúst Þór Guðbergsson

Re: 4runner MEGAS

Postfrá Krilid » 26.apr 2010, 13:40

Hann er í Keflavík, Ómar Björnssn heitir hann sem á hann. Þetta er svakalega duglegur bíll sem bara drífur forever. Endalaust nostrað við hann og geymdur inni 8 mánuði ársins.

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: 4runner MEGAS

Postfrá ofursuzuki » 26.apr 2010, 14:51

Já alltaf þótt hann vígalegur en hann á sér hálfgerðan tvífara í Skagafirðinum, það er að vísu Hilux
en útkoman er svipuð, bíll sem drífur feiknalega og er minnir mig með V8 Corvettumótor í húddinu.
Image
Image
Sjáið breiddina á þessu maður.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: 4runner MEGAS

Postfrá HaffiTopp » 26.apr 2010, 15:17

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 19.jún 2014, 23:43, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: 4runner MEGAS

Postfrá ofursuzuki » 26.apr 2010, 15:28

Já það gerist örugglega ekkert á þessum frekar en öðrum ef ekki er hleypt úr og þessu gefið smávegis.
Ég hef farið í ferð með þessum bíl og hann alveg svínvirkar, það er t.d. ekki allir sem leika það eftir að
fara á fullu upp mjög bratta brekku og taka svo snjósleða taktíkina og snú við upp í brún á brekkunni og koma svo vaðandi niður á sömu siglingu og áður. Annars ætla ég sem Húnvetningur ekki að vera að verja Skagfirðinga :-)
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2693
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: 4runner MEGAS

Postfrá elliofur » 26.apr 2010, 15:34

Hvar eru allar þessar vélarlausu corvettur ? Ég á mótor (reyndar ekki corvettumótor) sem ég væri til í að slaka ofaní eina flotta vélarlausa corvettu ef einhver gæti sagt mér hvar þetta risa safn er :)

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: 4runner MEGAS

Postfrá ofursuzuki » 26.apr 2010, 15:39

Voru menn ekki bara að flytja þetta inn í "góðærinu" á sínum tíma.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2693
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: 4runner MEGAS

Postfrá elliofur » 26.apr 2010, 17:23

Það hefur verið talað um corvettumótora í hinum og þessum bílum frá því að ég fór að spá í þessu, sjálfsagt er það í einhverjum en ekki jafn mörgum og sagt er, það er pottþétt.

En ég ætla ekki að skemma þráðinn samt, ég sá þessa flugvél einusinni fara nokkrar ferðir 'yfir' krapapytt uppí Geitlandi, það eru nú komin einhver ár síðan en það endaði með því að hann sat helvíti rækilega, en margir hefðu nú sokkið fyrr :)

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: 4runner MEGAS

Postfrá Einar » 26.apr 2010, 18:50

Corvettumótora er nú hægt að kaupa af GM gamla (Goodwrench) án þess að bíllinn fylgi með og síðan er Corvette sportbíll og þeim hættir stundum til að yfirgefa óvænt þessa jarðvist og enda sem líffæragjafar.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: 4runner MEGAS

Postfrá Stebbi » 26.apr 2010, 19:13

elliofur wrote:Hvar eru allar þessar vélarlausu corvettur ? Ég á mótor (reyndar ekki corvettumótor) sem ég væri til í að slaka ofaní eina flotta vélarlausa corvettu ef einhver gæti sagt mér hvar þetta risa safn er :)


Manni hefur fundist að annar hver LT-1 TPI mótor hafa skyndilega breyst í Corvettu mótor með einni sölu, þvílíkan og annan eins haug af þessum vélum er búið að setja í jeppa þessa lands.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1674
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: 4runner MEGAS

Postfrá jeepcj7 » 26.apr 2010, 20:57

Fyrir utan fj 40 jeppana eru þetta þær flottustu toyotur sem ég hef séð loksins breiðar og lágar toyotur og að sjálfsögðu komnar með vélar sem er tilbreyting á þessari sort.
Reyndar smíðaði Doddi nokkur drifskaft einmitt svona x cap 1 eða 2 fyrir nokkrum árum með 305 eða 350 tpi er þessi kannski frá honum?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: 4runner MEGAS

Postfrá ofursuzuki » 26.apr 2010, 21:18

Nei það held ég ekki, þessi er held ég innfæddur Skagfirðingur og eigandinn heitir Jóhann Gunnlaugsson.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: 4runner MEGAS

Postfrá oggi » 26.apr 2010, 21:35

ég er nærri 100% vissum að extra capin sé smíðaður af Dodda

User avatar

ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: 4runner MEGAS

Postfrá ofursuzuki » 26.apr 2010, 22:10

Já það getur verið, ég bara einhvernvegin gerði því skóna að Jói hefði smíðað hann, en hitt er annað mál að hver sem smíðaði þennan grip þá bjó hann til skemmtilegt tæki til að leika sér á.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur


grimur
Innlegg: 748
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4runner MEGAS

Postfrá grimur » 16.jún 2017, 01:03

Rakst á þennan rykfallna þráð, sem eg hafði samt ekki séð áður..
Doddi Drifskaft á heiðurinn að hönnuninni á þessum bíl, og smíðinni að storum hluta. Ég var að vinna hjá honum þegar þetta verkefni var í gangi og smíðaði ansi mikið af þessu líka.
Það fór LT1 ofaní, sjálfbíttari 700 minnir mig, og Toyota millikassi. Framhásing er mikiðtil Blazer Dana44, að aftan er 12bolta með LC öxlum og framnöfum úr Toy, full float. 800kg firestone púðar hringinn, uppi á stífu til að auka færsluna. Framendi á grind smíðaður upp frá ca hvalbak og framúr til að koma öllu fyrir án þess að hækka um of.
Skv uppflettingu hefur þessi ekki verið á götunni síðan ca 2010 eða 2009, það væri nú gaman að vita hvað varð um þennan grip sem maður setti ófáar stundirnar í...

Kv
Grimur

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1096
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: 4runner MEGAS

Postfrá Startarinn » 16.jún 2017, 19:16

Bíllinn hans Jóa er enn til, og er víst ekki til sölu.....

En jú hann er ættaður frá Dodda
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


grimur
Innlegg: 748
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4runner MEGAS

Postfrá grimur » 19.jún 2017, 03:40

Gaman að vita að hann skuli ennþá vera til. Vonandi kemst hann á fjöll fyrr en siðar. Þessir bílar(Bíllinn hans Jóa er eiginlega klón) eru alveg hrikalega skemmtilegir á fjöllum. Það eyðilagði mann hálfpartinn á sinum tíma að keyra svona græju....ekkert hlaupið að því að toppa svona.
Kv
G


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir