Síða 1 af 2

Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 16:44
frá ofursuzuki
Jæja góðir lesendur nú langar mig að varpa hér bombu, hvað teljið þið vera besta jeppa allra tíma, þá á ég ekki við haugbreytta bíla heldur orginal. Í mínum huga er bara einn sem kemst á toppinn og það er gamli góði Willys, því það sem sá bíll hefur ekki reynt og gert er fátt. Einfaldur, sterkur, endingargóður, með góða drifgetu og hönnun sem er það góð að hún er en notuð lítið breytt. Hann hefur líka verið fyrirmynd margra annar jeppa sem byggðir hafa verið með einfaldleika styrk og endingu í huga eins og t.d. Toyotu Land Cruiser FJ40 og GAS 69 (gamli Rússi) svo nokkrir séu nefndir. Hvað finnst ykkur , hvað teljið þið vera besta jeppa allra tíma??????
Image

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 16:55
frá gislisveri
Það kemur ekki á óvart að í mínum huga er það gamli Foxinn sem er bestur, en hann er reyndar bara stæling á Willys og með alla sömu kostina og taldir eru upp hér að ofan nema hann bilar minna.
Helstu kostir góðs jeppa í mínum huga eru:
1. Hastur
2. Plásslítill
3. Óþéttur
4. Kraftlaus
Kv.
Gísli

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 17:58
frá birgthor
Ég held ég segi Mussó :)

Kv. Biggi

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 18:05
frá SIE
Gamli góði Willys er góður kandídat í þessa tilnefningu enda orginalinn í þessu, sá sem mér dettur í hug er gamli Land Rover en gamli Willys er víst fyrirmynd hans

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 18:06
frá jeepson
Ég verð nú að vera sammála Björn með heimsins besta jeppa :)

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 19:14
frá Einar
Willys MB/Ford GPW 1941-1945 er náttúrulega ættfaðir þeirra allra og það sem á eftir kom bara (mis)lélegar eftirlíkingar. Það eru hins vegar margar eftirlíkingarnar nokkuð góðar en afrit verður samt aldrei orginal.

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 20:36
frá gislisveri
Er þá ekki bara "heimsins fyrsti jeppi" meira viðeigandi? :D

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 20:49
frá joisnaer
Subaru 1800 tvímælalaust!

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 21:00
frá JonHrafn
RangeRover 1989-1995 Bíll með character, rúmgóður, þokkalegt afl, slaglöng gormafjöðrun allan hringin, mjúkur og skemmtilegur í akstri, mjög þakklátur þegar maður fyllti á hann. Og maður gat lagt stolltur við hliðina á útrásarvíkingunum, það stóð það sama aftan á bílnum þótt hann væri 20 árum eldri mehehe RR Vogue

Image

Svartur drífur samt mest.

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 21:29
frá Einar
gislisveri wrote:Er þá ekki bara "heimsins fyrsti jeppi" meira viðeigandi? :D

Hann var ekki "heimsins fyrsti jeppi" en hann var sá sem ýtti skriðunni af stað.

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 21:50
frá Kiddi
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi JEEP og því er Willysinn sjálfkjörinn.

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 22:11
frá Izan
Sælir

Ég er náttúrulega Patrol maður og finnst þeir góðir kandídatar í þetta ásamt 70 krúsernum. Þar á eftir gæti 80 krúserinn komið en öllum þessum jeppum slær Benz jeppin við. Þar er magnaður bíll. Lágt gíraður, hvorki loft né vaccum læsingar heldur glussa læsingar. Níðsterkur og með magnað fjöðrunarkerfi og ódrepandi kram.

Þessi skoðun mín er óháð verði.

Kv Jón Garðar

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 22:11
frá gambri4x4
Víst er Willys gamli góður en einn jeppi hafði samt vinninginn fram yfir hann þó "eftirlíking" væri en að auðvitað GAS 69,,,,,Gömlu rússarnir voru með betri fjöðrun er Willys gamli og fóru betur með mannskap og þóttu duglegri í torfærum.

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 22:12
frá jeepson
Kiddi wrote:Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi JEEP og því er Willysinn sjálfkjörinn.


NÁKVÆMLEGA :)

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 22:21
frá DABBI SIG
Einar wrote:
gislisveri wrote:Er þá ekki bara "heimsins fyrsti jeppi" meira viðeigandi? :D

Hann var ekki "heimsins fyrsti jeppi" en hann var sá sem ýtti skriðunni af stað.


En ef verið er að tala um eða velta fyrir sér heimsins BESTA jeppa, þyrfti þá ekki einmitt að skoða eitthvað annað en bara FYRSTA jeppann.
Þó hann sé vissulega merkilegur og flottur willysinn þá er kannski auðvelt að segja að hann sé besti jeppinn þar sem það var nú svo gott sem enginn samkeppni á þeim markaði þegar hann kom til sögunnar.
Þyrfti ekki að skoða þetta með hliðsjón af því hvaða jeppi ætti að teljast BESTUR í gegnum tíðina miðað við það hvernig hann kemur orginal úr verksmiðjunni og hversu "góður" hann er þegar hann rennur þar út en ekki hvort hann sé fyrsti jeppinn og þ.a.l. ekki með neina samkeppni.
Menn geta þá tilnefnt bíla og þá skoðað þá í samanburði og komið með ástæður þess að þessi tiltekni jeppi ætti að vera "bestur" líkt og einhver tilnefndi RR hér að ofan.

En ef ég ætti að tilnefna eitthvað ætli það yrði þá ekki bara að vera HUMMER... og þá að sjálfsögðu orginal bíllinn en ekki hitt glans-sorpið sem síðar kom.
Ástæðan er einföld...
Er sá bíll ekki bara hvað best búinn til að takast á við hindranir miðað við að vera "orginal" bíll? (líkt og þráðarhöfundur bað um)
Allavega yrði ekki mikil fyrirstaða að komast lengra en orginal willys að ég held... en hvort það geri hann að "besta" jeppa í heimi, það er spurning. Að vísu toppar hann ekki í endingu eða áreiðanleika...

Image

Annað sem ég kannski myndi frekar vilja tilnefna væri orginal G benzinn.

Image


ps. bjóst reyndar aldrei við því að tilnefna HUMMER sorp til neins en svona er þetta nú bara

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 22:50
frá oggi
þatta er erfitt val það er í svo mörg horn að líta sumir góðir í torfærum en biluðu mikið og svoleiðis og að því sögðu fær Lada Sport mitt atkvæði sem orginal góður í torfærum

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 22:54
frá Jónas
GBenz kemur sterkur inn: Gormar að framan og aftan, læst drif að framan og aftan ( glussa stýrt), hásingar að framan og aftan. GBenz er á grind.

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 23:00
frá steinarxe
Gamli Hilux, hann ásamt öðrum tók við sveitum landsins af landrover,willys,lödunum og rússunum. Níðsterkur og endingargóður

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 23:03
frá gislisveri
Það er allavegana eitt trend í þessum tilnefningum, kassalaga jeppar, enda hannaðir í torfærur en ekki á hraðbrautir.
Fyrst Range Rover er nefndur, þá finnst mér nú Defenderinn skjóta honum ref fyrir rass (enda kassalaga).

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 23:15
frá maxi
Er þetta ekki háð mismunandi tímabilum í jeppasögunni...

Jeep Willis var örugglega bestur á sínum tíma, það eina sanna....

Range Rover kom 1970 og sló öllu öðru við í mjög langan tíma..(hætti náttúrlega að vera jeppi 2002) og í raun má ekki horfa framhjá Land Rover sem skipaði sig sem hryggstykki í Breska heimsveldinu

Hummer er náttúrlega Willis endurfæddur...en hann var byrjað að nota af hernum 1985 og í boði til almennings 1992. Hummerinn var hannaður og framleiddur af AM General sem er í raun gamla Willis Overland (gott dna).

Hvað er besti jeppinn..........var það ekki bara Jeep Comanche, þessi sem komst á Hvannadalshnjúk?

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 23:20
frá steinarxe
Er það ekki rétt hjá mér að þeir voru fleiri sem fóru á Hvannadalshnjúk?

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 25.apr 2010, 23:36
frá lukku.laki
2,4 td toyota hilux

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 00:12
frá Ingaling
jeepson wrote:
Kiddi wrote:Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi JEEP og því er Willysinn sjálfkjörinn.


NÁKVÆMLEGA :)



Thumbs up!

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 01:14
frá Fordinn
Er það ekki Ford sem á hraðametið á suðurpólinn??? Voru það ekki 3 fordar sem fóru til canada hér um árið og keyrðu slóðir sem enginn hafði látið sig dreyma um að væri hægt að fara á bíl,,,,,



Ég held að það verði hver madur að átta sig á Þvi að fordinn er málið........



Hinsvegar eru nokkrir bílar sem hafa staðið sig ótrulega vel hja okkur íslendingum

Bronco og willys voru aðal leiktækin herna í denn...

75% af öllum landroverum sem hafa verið framleiddir eru sagðir i notkun ennþá....

og rússa jepparnir voru til á nanast hverjum sveitabæ........

i seinni tíð varð Hiluxinn griðarlega vinsæll og það var ekki af ástæðulausu.....

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 01:20
frá steinarxe
og svo var það hilux og lc sem fóru á norðurpólinn...

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 01:20
frá joisnaer
ofsi kom nú einu sinni með alveg helvíti góðan lista og lýsingar á nánast öllum jeppum sem hafa verið notaðir hérna á landi.

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 08:47
frá Stjáni Blái
Jeep Wrangler Rubicon, Það er enginn jeppi með tærnar þar sem þessi græja hefur hælana...

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 11:43
frá juddi
Image

þesswi virðist alltaf gleimast en Hummerinn er léleg eftirlýking af þessum Jeep M151


Svo er það þessi sem ekki hefur notið mikillar hylli

Image

En M715 er án efa besti Jeep sem framleiddur hefur verið

Image

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 11:45
frá HaffiTopp
..

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 12:35
frá joisnaer
.......

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 12:47
frá joisnaer
Image

HAHAHA, þetta voru nú víst alveg magnaðir bílar. Austin Gypsy

Samt er ég nú alveg hræddur um að þessi sé nú frekar langt á toppnum.
Image
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=19vPhZc9a0k[/youtube]

fyrsti bíllinn sem mjög mjög margir í heiminum sá fyrst var Land Rover.
og þeir sem sáu jeep sem fyrsta bíl náðu örugglega ekki að lifa lengi því kaninn væri væntanlega búinn að skjóta þá
þegar þeir ætluðu að spyrja hvað þetta væri.

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 13:07
frá Einar
juddi wrote:Svo er það þessi sem ekki hefur notið mikillar hylli

Image


Austin Gipsy var eftirlíking af eftirlíkingu, þ.e. hann var eftirlíking af Land Rover sem var eftirlíking af Willis.
Annars voru Austin Gipsy ágætis bílar held ég nema að þeir ryðguðu ansi hratt, þeir sem áttu svona bíla létu vel af þeim. Banabiti þeirra varð að Austin var sameinað inn í sama fyrirtæki og Land Rover og þeir voru of líkir til að geta verið báðir í framleiðslu og stjórnendur töldu að Land Rover væri betri söluvara.

Þess má geta að upprunalega var Gipsy með mjög framúrstefnulegri fjöðrun, hann var með sjálfstæða flexitor fjöðrun allan hringinn og var þar með kannski fyrsti "klafajeppinn". Seinni árgerðir komu síðan með hefðbundnum hásingum og blaðfjöðrum en flexitorana var hægt að panta sem aukabúnað.

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 26.apr 2010, 15:13
frá ofursuzuki
Já gamli góði Gipsy, maður hálfpartinn ólst upp í svona tæki því pabbi gamli átti
einn svona í nokkur ár, alveg ódrepandi kram og ótrúlega seigir í snjó en hann var með hann á þá stæðstu
fáanlegu dekkjum sem pössuðu undir hann og þá var hægt að fara alveg ótrúlega mikið á þessu.
Eitt en sem Gipsinn hafði fram yfir marga aðra jeppa var að millikassinn var þannig útbúinn að það var hægt að keyra hann bara í framhjóladrifinu. Mikið væri nú gaman að eiga einn svona í dag á 38" :-)

Mikið er líka gaman að sjá fjörugar umræður um "besta Jeppa í heimi" Vissi svo sem að
það yrðu margir útnefndir en fáir útvaldir.

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 27.apr 2010, 20:05
frá Brjótur
Að sjálfsögðu er það jeppinn minn OfurPatrol með öllu :)) þið sjáið hann hérna >>>>

kveðja Helgi ;)

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 27.apr 2010, 22:00
frá Alpinus
Þessi var, er og verður alltaf no.1 í mínum huga.

http://www.youtube.com/watch?v=lDc7DqU6ZqM&NR=1

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 27.apr 2010, 22:46
frá halendingurinn
unimog er svolítið meiri trukkur en jeppi þó svo að hann fari svolítið meira en orginal jeppar
[youtube]yBn-eBgUg2Y[/youtube]
http://www.youtube.com/watch?v=yBn-eBgUg2Y

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 28.apr 2010, 21:22
frá SiggiHall
Það er klárlega ´66-´77 bronco, étur a.m.k willys hvaða dag vikunnar sem er.
Rúmgóður, kraftmikill, sterkur, ágætis fjöðrun.
Image
Þess má líka geta að 4wheel&offroad valdi hann á sínum tíma besta 4x4 allra tíma

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 22.des 2010, 23:52
frá thor_man
Stílhreinir vissulega, en nefndust tíu á toppnum í den vegna ótvíræðra hæfileika til að velta við ólíklegustu aðstæður. Stýrisbúnaðurinn + framfjöðrunin var ekki hönnuð með íslensk þvottabretti í huga.

SiggiHall wrote:Það er klárlega ´66-´77 bronco, étur a.m.k willys hvaða dag vikunnar sem er.
Rúmgóður, kraftmikill, sterkur, ágætis fjöðrun.
Image
Þess má líka geta að 4wheel&offroad valdi hann á sínum tíma besta 4x4 allra tíma

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 23.des 2010, 12:00
frá Dodge
Sérstakt hvað margir velja eldgamla willysinn sem besta óbreytta bílinn, held það séu sárafáir jeppar, já og meiraðsegja jepplingar sem skylja hann ekki eftir í hvaða torfærum sem er :)

Hummerinn er alveg ótrúlega brothætt drasl miðað við hvað þetta var hannað til að gera og maður hefði haldið að hann gæti.

Commanche sem fór á hnjúkinn skilst mér að hefði allt eins getað verið 40feta gámur miðað við aðferðirnar sem voru brúkaðar til verksins, svo það segir kannski lítið um jeppaeiginleika hans :)

Mitt atkvæði fær að sjálfsögðu Dodge Ramcharger, og aðrir á sama sviði þ.e. Blazer, bronco osfrv.
En ef maður grefur djúpt í leit að besta óbreytta jeppanum verð ég að skjóta á 90's Wrangler.

Eitt er allavega víst að besti jeppinn er ekki dieselknúinn :D

Re: Heimsins besti jeppi????

Posted: 23.des 2010, 14:32
frá Stebbi
Þið eruð flest allir á villigötum með þetta, að sjálfsögðu er besti "jeppinn" fyrsti "jeppinn". Jeppar eins og við skilgreinum þá og höfum gert eru ekki landbúnaðar eða hertæki með bólstruðum sætum og útvarpi. Jeppi er bíll sem er jafnvígur utanvegar og á vegi og smíðaður fyrir venjulegt fólk til að nota dagsdaglega.

Svo má ekki gleyma því að þetta er sá langfallegasti af gömlu jeppunum.

800px-Jeep_Grand_Wagoneer_001.JPG
Jeep Grand Wagoneer SJ