grind boddy og drif, pajero vs trooper báðir dísel


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

grind boddy og drif, pajero vs trooper báðir dísel

Postfrá Andri M. » 18.feb 2012, 15:08

er heitastur fyrir þessum tveim bílum, beinskiptum og dísel,

og mig langar að vita hvernig eru þessir bílar að koma út, s.s. grind, boddý og drif
og hvor hentar betur til breytinga, 35-38"

og EKKI minnast á vélarnar, eg er búinn að lesa meira en nóg um þær og búinn að fá að vita nóg um þær, :)

öll svör bæði góð og slæm vel þegin með fyrirfram þökkum um góð svör



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: grind boddy og drif, pajero vs trooper báðir dísel

Postfrá Stebbi » 18.feb 2012, 17:48

Get bara talað útfrá eigin reynslu og sagt að það er ekkert mál að breyta Pajero ef hann er á afturhásingu, ekki þessi nýji. Nóg pláss í brettum og ekkert stórmál að fá drif í þá ef að þarf, svo eru þeir margir með loftlás orginal að aftan sem Trooper hefur ekki. Svo eru kanntarnir frá Gunnari Ingva á viðráðanlegu verði á þá bíla. Annars er Trooper fínasti bíll og ef það væri hægt að fá eitthvað í þá án þess að fara krókaleiðir þá væri mun meira af þeim komið á 38" dekk.
Grindurnar í Pajero eru eiga víst að vera ónýtar af ryði þegar það kemur að fyrstu bremsuklossaskiptum en ég á alveg eftir að sjá það, þeir ryðga ekkert hraðar en Patrol og Land Cruiser en það er alltaf góð regla að kíkja vel á aftari hluta grindar í jeppum áður en maður kaupir þá.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: grind boddy og drif, pajero vs trooper báðir dísel

Postfrá Ofsi » 18.feb 2012, 19:32

Pajero grindur eru nokkuð þekktar fyrir að ryðga. Fyrst koma göt á grindina rétt fyrir framan framhjól. um 20 sm fyrir framan þar sem grindin borgnar upp fyrir hjólið. Venjulega nær þetta rið fram undir aftari hluta stífufestinguna á hásingunni. Stundum er þetta aðeins lengra gengið og er riðið rá komið aftur undir ballansstangar upphengju. Þetta er alltaf af utanverð í grindunum. Heldur minna hægra megin. Yfirleitt er ekki mikið mál að redda þessu. Ég hef verið að taka svona einn til tvo Pajeroa í riðbætingar í mánuði. Örsjalda er riðið komið lengra aftur en fyrrgreint. Kv Jón G Snæland.

Ekki ætla ég að halda því fram að Pajero sé ryðsæknari en aðrir jeppa, þó svo að ég riðbæti mun fleir Pajero grindur en t,d Toyotur eða Patrol. allir jeppae eiga sýnu veiku punkta. Ég hef t,d ekki tölu á því hvað maður er búin að sjóða í mörg Patrol gólf. Eða hver þekkir ekki kolryðgaða afturstuðara á Runner. Þetta hefur allt sýna veiku punkta.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 23 gestir