Síða 1 af 1
Ford Econoline E-150
Posted: 24.apr 2010, 18:23
frá orninn
Hvað þarf lágmark undir svoleiðis bíl svo að maður komist í þessar helstu snjóferðir og geti jeppast eitthvað ... Dugir undir þetta 39-41" eða þarf að fara strax í 44" , hvað er svona bíl með 5.0 l vél að eyða á góðum degi :=) , eru þessu bílar ekki í þurrvigt 2,5 tonn ?
Re: Ford Econoline E-150
Posted: 24.apr 2010, 18:48
frá jeepcj7
Léttasta útgáfa af 150 liner er ca.2,4-2,6 tonn tómur eftir breytingu sem er svipað og yngri patrolinn,lc 80 ofl. jeppar og ætti alveg bera sig svipað um í snjó ok í flest á 38" og alveg ágætur á 44".
En þetta eru stórir bílar og auðvelt að þyngja með fínni innréttingu og ýmsum "nauðsynjum"
Eyðsla er eitthvað sem erfitt er að segja til um 20-50 eða 100 lítrar fer bara eftir ökumanni og aðstæðum.
Re: Ford Econoline E-150
Posted: 24.apr 2010, 21:04
frá Fordinn
Sæll ég er med einn 89 árg. Hann er á 42" swamper enn ég ætla med hann á 44" dick cepek..... ég hef því miður ekki getað notað þennan bíl að ráði, buinn að eiga hann innan við ár. Hann er med 351 og eyðslan er liklega um 26 Lítrar i blandaðri keyrslu. Ef menn fara med svona bíl í 44" þá mæli ég sterklega med milligír.
38-42 tommu dekk duga alveg svona i flest.... enn til að vera alveg sjalfbjarga þá er 44" ´málið.