Er nýr á þessu spjalli hér, en hef haft gaman af og fræðst á því að lesa það í sma tíma.
Langar að koma með spurningu til ykkar fróðu jeppa og bílamanna og kvenna.
Það er nú nefnilega þannig að mínir tveir fyrstu bílar voru Bronco 74 og Hi Lux 80. Síðan hafa margir lítrar af vatni runnið til sjávar... Hef verið að láta mig dreyma um að eignast sæmilegann jeppa aftur í um það bil 20 ár og er búinn að skoða held ég allar tegundir undanfarna mánuði. Hef mest verið að heillast af Patrol og Cruisrer 120, en mikið andskoti eru þeir dýrir.En einhvernveginn í dag þá datt heilinn á mér í það að vera fastur inn á Pajero Sport, fór að hugsa, ok ef ég get sett bílinnokkar upp í Sport að þá á eigum við kannski smá pening til að kaupa einnig frúar og snattbíl sæmilegann. Hef verið að skoða Disel frekar en Bensín. Nú er það spurningin sem ég vona að þið reynda fólk getið svarað, er eitthvað vit í þessum bíl.
Er sjómaður með veiðiáhugamál bæði byssu og stöng, þannig að hann yrði ekki notaður í fjallaferðir að vetri til. Meira í að komast upp á heiðar og meðfram ám og vötnum. En vil samt hafa hann 35" upp á míkt og betri yfirferð.
Kveðja.
RAS.
Sælt veri fólkið.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Sælt veri fólkið.
Sæll og velkominn á spjallið.
Það er mikið búið að ræða Pajero hérna á spjallinu og aðeins um Pajero Sport. Ég prufaði að gera skyndi leit hérna efst í hægra horni og fann þennan þráð.
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=22&t=738&p=5534&hilit=pajero+sport#p5534
Það er mikið búið að ræða Pajero hérna á spjallinu og aðeins um Pajero Sport. Ég prufaði að gera skyndi leit hérna efst í hægra horni og fann þennan þráð.
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=22&t=738&p=5534&hilit=pajero+sport#p5534
Re: Sælt veri fólkið.
38" Musso, 2,9 disel .. beinskiptur.. kostar minna, sterkari, eyðir minna...
Re: Sælt veri fólkið.
Sterkari en hvað?
Kv. Haffi
Kv. Haffi
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sælt veri fólkið.
svermusso wrote:38" Musso, 2,9 disel .. beinskiptur.. kostar minna, sterkari, eyðir minna...
og bilar meira.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Sælt veri fólkið.
Stebbi wrote:og bilar meira.svermusso wrote:38" Musso, 2,9 disel .. beinskiptur.. kostar minna, sterkari, eyðir minna...
Hvernig færðu það út??????
Re: Sælt veri fólkið.
Með því að bera saman reynslusögur og sögusagnir af báðum tegundum ;) (sérstaklega Mussonum hehe) Meira af heimasmíðuðu og orginal í Pajero Sport. Minna um skrölt og leiðindi í innréttingu í akstri og þæginlegra að sitja í honum, eyðir ekki svo mikið með díselvélinni en snýst fullhratt á 90 kmh og hentar því frábærlega fyrir 35" breytingu og er með diskalás á afturdrifi sem er betri en enginn lás. Nánast ódrepandi kram (enda hefur MMC ekki smiðað nógu öfluga vél til að reyna almenninlega á þetta)
Mussoinn er með lélega innréttingu sem skröltir í og lýtur illa út. sumir ef ekki allir með aftermarkett kínversk "Dana" drif og hugsanlega gírkassa líka. 2,9 Díselvélin er ofmetin hvað kraftinn varðar, kraftlaus í öllum þeim bílum sem ég hef prófað og kom á óvart hvað hún var sein að taka við sér á lágum snúning og lengi að ná snúning og á góðum snúning gerðist bara sama sem ekkert merkilegt. Hef reyndar prófað einn HO bíl og var hann skemmilega sprækur. Kostur að hægt er að fá Mussoinn sjálfskiftann með díselvélinni. Vandamál með rafskiftinn fyrir millikassann. Ekkert sérstakt að sitja í honum.
Báðir þessir bílar fara að ég held bara svipað með heddpakkningar, misjafnt hvernig hugsað er um þetta. Sumir Mussoar sem þarf samt að hafa varann á (eldri bílar) þar sem þeir voru fluttir inn af hinum og þessum og sumir nonTurbo fengu turbínu og þoldu það ekki, en örugglega allflestir komnir undir græna torfu vegna aldurs ;)
Kv. Haffi
Mussoinn er með lélega innréttingu sem skröltir í og lýtur illa út. sumir ef ekki allir með aftermarkett kínversk "Dana" drif og hugsanlega gírkassa líka. 2,9 Díselvélin er ofmetin hvað kraftinn varðar, kraftlaus í öllum þeim bílum sem ég hef prófað og kom á óvart hvað hún var sein að taka við sér á lágum snúning og lengi að ná snúning og á góðum snúning gerðist bara sama sem ekkert merkilegt. Hef reyndar prófað einn HO bíl og var hann skemmilega sprækur. Kostur að hægt er að fá Mussoinn sjálfskiftann með díselvélinni. Vandamál með rafskiftinn fyrir millikassann. Ekkert sérstakt að sitja í honum.
Báðir þessir bílar fara að ég held bara svipað með heddpakkningar, misjafnt hvernig hugsað er um þetta. Sumir Mussoar sem þarf samt að hafa varann á (eldri bílar) þar sem þeir voru fluttir inn af hinum og þessum og sumir nonTurbo fengu turbínu og þoldu það ekki, en örugglega allflestir komnir undir græna torfu vegna aldurs ;)
Kv. Haffi
Re: Sælt veri fólkið.
Læk á grein Haffa.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Sælt veri fólkið.
Haffi svaraði þessu alveg eins og ég ætlaði mér nema var mun kurteisari í garð konungs kóreu. Annars eru Musso fínir bílar og þó þeir eigi það til að vera með vesen þá þýðir það ekki að þeir séu alltaf bilandi. Þú færð bara það sem þú borgar fyrir. Ég gæti alveg hugsað mér að breyta musso fyrri 38 ef að ég fengi nógu góðan bíl fyrir nógu andskoti lítin pening.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 233
- Skráður: 22.mar 2010, 20:52
- Fullt nafn: Hallgrimur Hrafn Gíslason
- Bíltegund: Mussó, VW , MMC
- Staðsetning: Fellabær
Re: Sælt veri fólkið.
Sæll RAS.
Skoðaðu það sem hefur verið skrifað um Pajaroinn á f4x4 þar er sér þráður um þá bíla og mikið um diesel vélina.
Ég er búinn að eiga Musso 2,3 diesel í 9 ár og er búinn að keyra hann 240 þúsund km, ég skipti út 2,3 vélinni eftir að það kviknaði olíuljós og setti 2,9 TDi í bílinn. á þessum 240,000 km er búið að skifta út bremsudiskum, afturdempurum, drifhosum 2x, stýrisenda vinstrameginn, handbremsubarka og 2 fóðringar í efri klafa hm. Bíllinn er óbreyttur, hefur ekki verið farið vel með hann, en reynst vel...
Ég myndi velja mér bíl með nýja útlitinu, og passa það að bíllinn hafi verið hækkaður á boddýi ef undir eru 33 eða 35 tommur.það vill brenna við að klafafjöðrunin er hert of mikið upp, frekar en að hækka bílinn á boddýi,, þá verður fjöðrunin að framann hundleiðinleg og stíf.
Einn kostur er að þú getur lagt bakið í aftursætinu niður aftur í farangursrýmið (eftir að þú tekur armpúða af bakinu) þá er hægt að leggja bökin á framsætinu niður eftir að hauspúðar eru fjarlægðir og þá er komið fleti frá stýri aftur fyrir afturhjól, og tölvert pláss eftir fyrir farangur þar fyrir aftan. Ég er með þunna tvíbreiða vindsæng sem ég sef á í ferðalögum inn í bílnum hehehe.
Skoðaðu það sem hefur verið skrifað um Pajaroinn á f4x4 þar er sér þráður um þá bíla og mikið um diesel vélina.
Ég er búinn að eiga Musso 2,3 diesel í 9 ár og er búinn að keyra hann 240 þúsund km, ég skipti út 2,3 vélinni eftir að það kviknaði olíuljós og setti 2,9 TDi í bílinn. á þessum 240,000 km er búið að skifta út bremsudiskum, afturdempurum, drifhosum 2x, stýrisenda vinstrameginn, handbremsubarka og 2 fóðringar í efri klafa hm. Bíllinn er óbreyttur, hefur ekki verið farið vel með hann, en reynst vel...
Ég myndi velja mér bíl með nýja útlitinu, og passa það að bíllinn hafi verið hækkaður á boddýi ef undir eru 33 eða 35 tommur.það vill brenna við að klafafjöðrunin er hert of mikið upp, frekar en að hækka bílinn á boddýi,, þá verður fjöðrunin að framann hundleiðinleg og stíf.
Einn kostur er að þú getur lagt bakið í aftursætinu niður aftur í farangursrýmið (eftir að þú tekur armpúða af bakinu) þá er hægt að leggja bökin á framsætinu niður eftir að hauspúðar eru fjarlægðir og þá er komið fleti frá stýri aftur fyrir afturhjól, og tölvert pláss eftir fyrir farangur þar fyrir aftan. Ég er með þunna tvíbreiða vindsæng sem ég sef á í ferðalögum inn í bílnum hehehe.
Re: Sælt veri fólkið.
Já takk fyrir það Jón og Stebbi. Langar svo sem að segja meira en nennti því ekki. Svo er líka spurning hvað fólk nennir að lesa mikið bull þannig maður sigtar þetta í höfðinu á sér áður en maður ýtir á send takkann. En fyrir nokkru prófaði ég arftaka Mussosins, sjáfskiftann Kyron með 2ja lítra díselvél. Forljótt að innann og með geðveikt ljótann afturenda. Draghöst fjöðrun og enginn beygjuradíus en djöfullu kom vélin mér á óvart. Botngaf druslunni úr 25kmh og fékk Michael Jackson sindrom í andlitshúðina hehe. Merkilega mikil túrbínuvél þarna á ferðinni en djöfulli skemmtileg. Skifting frekar lengi að taka við sér þegar maður tók af stað en ágætt að keyra þetta og fullt af búnaði eins og Cruise-controle og AC. En eins og ég segi allt of hast og stirð í þessu fjöðrunin þótt það séu gormar bæði að aftan og framan.
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur