Síða 1 af 1

Rás 45 almenn

Posted: 17.feb 2012, 21:02
frá kjartanbj
Hvernig er það, finnst ykkur eðlilegt að ferðaþjónustu fyrirtæki noti rás 45 til þess að leiðsegja á..

nú hlusta ég hérna heima á einhverja gaura vera guide'a í norðurljósaferð með útlendinga
finnst einhvernvegin eins og þeir ættu að nota einkarás í svona

finnst að þótt þetta sé almenn rás.. þá sé þetta samt á gráu svæði að það sé verið að nota þetta svona


kannski er þetta bara væl í mér..

Re: Rás 45 almenn

Posted: 17.feb 2012, 21:17
frá Sævar Örn
Ekki græt ég það því þetta þykir mér betra en þögnin sem yfirleitt er á rásinni.

Nú ef maður er í hóp með öðrum er til takki sem heitir squelz og þá verðurðu ekkert var við þessar yfirtökur mbk. sævar

Re: Rás 45 almenn

Posted: 17.feb 2012, 21:29
frá Freyr
Nú veit ég ekki hvað er "rétt og rangt" varðandi svona notkunn en mín skoðun er sú að þetta sé ekki í lagi. Nú ríkir líka almennt sú kurteisi varðandi t.d. rás 45 að ef fleiri hópar en einn eru á henni takmarkar maður notkunina við "nauðsynlega notkunn". Þ.e.a.s. samskipti sem snerta leiðarval, vandræði og annað sem flokkast sem þörf samskipti en ekki óþarfa mas.

Kv. Freyr