Síða 1 af 1

Úrhleypibúnaður

Posted: 17.feb 2012, 17:53
frá villi58
Hvað hafa menn verið að gera í úrhleypibúnaði varðandi öryggi, t.d. ef verið er að dæla í dekk og menn gleyma sér.
Dekkin þola ekki 140 punda þrýsting eins og dælan hjá mér fer í, treysta menn alfarið á mynnið eða hvað ?
Gaman að vita hvernig menn útbúa þetta.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 17.feb 2012, 18:01
frá Óli ágúst
All flestir leysa þetta með þrýstijafnar sem er settur á lögnina fyrir úrhleybingarbúnaðinn.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 17.feb 2012, 18:10
frá villi58
Þrýstijafnarar minnka svo mikið loftflæði því að þetta er svo lítill þrýstingur sem má setja í dekkin

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 17.feb 2012, 18:18
frá Óli ágúst
Já ef þú ert að flíta þér svona mikið þá þarft þú að hugsa um hvað þú ert að gera:)

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 17.feb 2012, 18:35
frá villi58
Ég mixaði 20 punda mæli við sem ýtir á míkrorofa og þá flautar flautan á mig þegar 20 pundin eru komin, setti svo líka öryggisloka sem ég læt blása við 20-22 pund.
Var mikið búinn að hugsa mikið um þetta, eitthvað ódýrt og öruggt. Orðinn leiður á því að láta verslanir sem selja ýmsan búnað arðræma mig í hvert skipti sem ég panta eitthvað.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 17.feb 2012, 18:35
frá Óli ágúst
Það tekur ekkert leingri tíma að hleipa úr en það getur tekið leingri tíma að dæla í, en kosturinn er sá að ef þú ert með lekt dekk getu þú stilt þrýstijafnaran á þann þrýsting sem þú vilt hafa og opnað inn á viðkimandi dekk og haft dæluna í gnngi þas ef hún er stírð af pressustadi,í þessu til felli er verið að tala um hand stýrðan þrýstijafnara

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 17.feb 2012, 18:49
frá villi58
Satt er, ef er um lekt dekk er að ræða þá er kostur að láta þrýstijafnara sjá um að halda passlegum þrýsting og þurfa ekki að vera alltaf með augun á þrýstimælum.
Gaman að fá hvað menn hafa verið að gera í bílunum sínum.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 17.feb 2012, 23:57
frá Nóri 2
ef þú er með kút í bílnum græjaru þér bara pressustat af gamalli loftpressu og tengir við lotdæluna og það nemur þrýstinginn í kútnum, svo stilliru bara pressustatið þannig að það til dæmis drepi á pressunni við 6.5 bör og kveiki í 4,5 og þá þarftu ekki að hafa áhykjur af því að gleyma dælunni á. en svo þegar að þú ert að dæla í þá ertu nú yfirleitt að fylgjast með hvað þú ert að gera. (fínt að hafa farþegann í þessu meðan að maður er að keyra)

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 18.feb 2012, 11:18
frá Groddi
Nóri 2 wrote:ef þú er með kút í bílnum græjaru þér bara pressustat af gamalli loftpressu og tengir við lotdæluna og það nemur þrýstinginn í kútnum, svo stilliru bara pressustatið þannig að það til dæmis drepi á pressunni við 6.5 bör og kveiki í 4,5 og þá þarftu ekki að hafa áhykjur af því að gleyma dælunni á. en svo þegar að þú ert að dæla í þá ertu nú yfirleitt að fylgjast með hvað þú ert að gera. (fínt að hafa farþegann í þessu meðan að maður er að keyra)



Svo er líka hægt að fá litla segulloka sem fara beint ofaní kisturnar, fást í Landvélum, ég er með svoleiðis sem slekkur á dælunni í 7 börum, kveikir á henni um leið og þrístingurinn fer fyrir neðan 7 bör, svo er ég með teingdann rofa inní bíl þar sem ég slekk svo á rafmagninu að þessum loka, svo stillanlegan öryggisventil sem hleipir þrístingi af kerfinu ef að einhvað klikkar. 3-falt öryggi í raun (:

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 18.feb 2012, 14:41
frá Gulli J
Hjá mér verð ég að ýta takkanum til hliðar og halda honum þannnig til að hleypa úr og pumpa í. og því lítil hætta á að gleyma sér og svo sér kóarinn alfarið um þetta samkvæmt skipunum.

Re: Úrhleypibúnaður

Posted: 18.feb 2012, 14:46
frá Nóri 2
já ég er líka með stillanlegan yfirþrýstingsventil á kútnum. var með svona þrýstinema á læsingadæluni hjá mér og það var ekki hægt að stilla diffið á því bara 1 skrúfa sem maður gat stilt á hvaða þrýsting hún myndi slökva, hún var altaf að fara í gant á svona 2 sek fresti og ofhitnaði.