Síða 1 af 1

Vantar að vita hvað hluturinn heitir....

Posted: 17.feb 2012, 13:57
frá Einar Kr
Góðan daginn drengir sem allt vita......
Þannig er mál með vexti að ég er með í höndunum X-Trail kvikindi sem karl faðir minn á og það eru farnar fóðringar í stífum í afturhjólabúnaði. Það eru 4 stífur allt í allt, tvær á hvert dekk. Tvær vísa fram og tvær aftur.....Hvað myndi þetta vera kallað á útlenskunni (hvað kalla menn þetta á íslenskunni...ekki verra að vita það líka ) svo ég geti með góðu móti athugað með að fá þetta á lægri kjörum en 130 kall hjá umboði

Fyrirfram þökk
Einar Kr

Re: Vantar að vita hvað hluturinn heitir....

Posted: 17.feb 2012, 14:11
frá HaffiTopp
Kallast stífur, fóðringastífur er gúmmíið sem þú ert að leita að (ert með það íslenska orð á hreinu:)) og kallast þetta ýmsum nöfnum á ensku, s.s stangirnar. En fóðringarnar heita bushings á ensku eða álíka og þá er það bara suspension-bushings eða link-bushings mundi ég halda. Trailing arm er líka notað held ég.
Kv. Haffi

Re: Vantar að vita hvað hluturinn heitir....

Posted: 17.feb 2012, 14:50
frá Einar Kr
Já var kominn með fóðringarnar á hreint...en ekki virðist vera hægt að fá bara fóðringarnar. En þá er að vita hvaða arma/stífur maður á að biðja um. trailing arm er nærri lagi, en á þeim fáu stöðum þar sem ég finn það fyrirbæri þá er það ekki beint í líkingu við það sem ég er með í höndunum? Einhversstaðar heyrði ég að hægt væri að láta "steypa" svona fóðringar, veit einhver eitthvað meira um það?

Re: Vantar að vita hvað hluturinn heitir....

Posted: 17.feb 2012, 16:59
frá Sævar Örn
Hæhæ, Xtrailinn er með lokaðan rótenda út við hjól í þveru spyrnunum líkt og MMC outlander,,, veit ekki hvernig er að fá þær en þær heita alveg pottþétt ekki bushings á ensku,,,