Síða 1 af 1

Xenon ljós kastarar ???

Posted: 17.feb 2012, 00:10
frá risinn
Jæja strákar og stelpur. Ég er að spá í einu, er snórinn eitthvað að hlaðast á þessi xenon ljós kastara og blokkera ljósin miðað við gömlu góðu venjulegu ljósin ? Bara smá forvitni hjá mér.

Kv. Ragnar Páll
14. jólasveinninn sem vil koma síðastur niður og fara fyrstur aftur upp til fjalla.

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 17.feb 2012, 00:13
frá Svenni30
Ég er með svona hjá mér. Hef ekki séð það gerst í vetur.

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 17.feb 2012, 08:03
frá ivar
Ég er búinn að vera með svona xenon ljós í nokkur ár og hef aldrei lent í vandræðum með þetta.
Tekur kannski örlítið lengri tíma að bræða af sér ef þau voru með snjóhjúp þegar það er kveikt á þeim.

Annars skipti ég út í 55W xenon og þá er væntanlega ekkert ósvipaður hiti frá þeim og hefðbundnum 55W halogen perum :)

Hinsvegar vandamál sem ég er með núna en er ekki búinn að gera neitt í að leysa og það eru truflanir frá ljósunum.
Ef útvarpsmerki er slakt þá surgar meira með ljósunum á heldur en ekki og sömuleiðis á talstöðin það til að verða leiðinleg. Hef heyrt af mönnum setja þétti og gera einhverjar æfingar sem ég fer örugglega útí fljótlega.

Er einhver sem hefur leyst sambærileg mál?

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 17.feb 2012, 11:00
frá Gulli J
Ég lenti í þessu sama með truflanir í útvarp og sérstakelga ef útvarpsmerki var slakt, var búinn að skipta út útvarpi og , loftneti en ekkert lagaðist,þettað kostaði mig tugi þúsunda, en niðurstaðan var lélegir spennar frá kaupfélaginu, eftir að ég náði mér í nýja á Ebay þá var málið dautt.

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 17.feb 2012, 16:19
frá Stebbi
HID perur hitna ekkert minna en Halogen perur.

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 17.feb 2012, 18:03
frá Haukur litli
35W HID perur (Sem er það sem flestir eru með.) hitna minna en 55-100W halogen perur (sem eru algengustu wattatölurnar í kösturum.).

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 17.feb 2012, 21:35
frá risinn
Hinsvegar vandamál sem ég er með núna en er ekki búinn að gera neitt í að leysa og það eru truflanir frá ljósunum.
Ef útvarpsmerki er slakt þá surgar meira með ljósunum á heldur en ekki og sömuleiðis á talstöðin það til að verða leiðinleg. Hef heyrt af mönnum setja þétti og gera einhverjar æfingar sem ég fer örugglega útí fljótlega.

Er einhver sem hefur leyst sambærileg mál?

ivar

Póstar: 97
Skráður: 13 Ágú 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Eru þetta einhverjar miklar trulanir ? Er þetta algeyngt í Xenon kerfum ?
Mig neflilega langar að kaupa mér svona ljós, þetta kostar slatta svo ég er bara að kanna hjá ykkur sem þekkið þessi ljós og vitið gallana á þeim hvort þið viljið deila þeim.
Ég er ekki búinn að ákveða hvernig ljós ég ætla að fá mér en líst ágætlega á ljósin hjá artic trucks, án þess að hafa nokkurt vit á þessu, það er jú allir að selja BESTU ljósinn.

Kv. Ragnar Páll.

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 17.feb 2012, 22:04
frá Gulli J
Þekki ekki hvort þessi ljós með innbyggðu xenon séu að trufla enn gaman væri að fá upl frá mönnum sem hafa tekið þau.

Ég hef aðeins verið að pæla þessa kastara með innbyggðu xenon en þekki engann með þetta en að setja xenon í ljós sem eru ekki hönnuð sem slík getur komið misjafnlega út.

Hef verið heitur fyrir þessum þekkir einhver þessi ljós.

http://www.aliexpress.com/product-gs/45 ... alers.html Heim komið á ca 48þ

Þetta mjög öflugt, spurnig hvort menn þekki þessi ljós.
http://www.ebay.com/itm/12V-75W-HID-Xen ... 2317fa417f
Heim komið á ca 18Þ


Þekkja men eitthvað svona ljós, hvernig þau eru að koma út, hefði viljað finna svona gult með punktgeysla upp á að keyra í snjóblindu.
http://www.aliexpress.com/product-fm/50 ... alers.html
Hér er hægt að fá 4stk heim kominn á ca. 9.500kr stk.

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 18.feb 2012, 00:32
frá Dreki
sælir

Bílasmiðurinn var að fá ný ljós led og eru þau helvíti flott eins þola þau mikið högg þannig ættu að vera góð framan á http://visionxusa.com/
þetta er síðan frá framleiðandanum

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 18.feb 2012, 00:40
frá Freyr
Er með 55W kerfi og það hefur eitthvað borið á truflunum í VHF, væntanlega líka í útvarpi en hef ekkert athugað það.

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 18.feb 2012, 00:48
frá Trosturn
Eg er nu ad fara ad fa 100w xenon kerfi i kastarana hja mer hlakka mikikd til ad sja hver ig þad virkar:)

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 17.mar 2012, 17:24
frá gunnieff
Hérna er mynd sem er frá Noregi, kastara hlaðnir af ís en ledljósið er alveg frítt.

Kv
Gunnar

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 18.mar 2012, 00:07
frá risinn
Þannig að xenon truflar talstöð og útvarp og enginn er betri en einhver annar sem söluaðili. Þá bara sleppi ég þessum pælingum með að fá mér svona ljós.
IPF er þá bara best ?

Kv. Ragnar Páll.

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 18.mar 2012, 08:57
frá Jeep1990
Sælir

Aukaraf er með flotta xenon og led kastara, best að láta svoleiðs fræðinga græja þetta hjá sér til að hafa þetta truflanafrítt

þeir svínvirka... er með 55w kastara frá þeim = fjallgarðslýsing :) og reyndar í aðalljósunum líka, 35w bæði virka mjög flott

kv
gunnar

Re: Xenon ljós kastarar ???

Posted: 18.mar 2012, 09:05
frá jongunnar
risinn wrote:Þannig að xenon truflar talstöð og útvarp og enginn er betri en einhver annar sem söluaðili. Þá bara sleppi ég þessum pælingum með að fá mér svona ljós.
IPF er þá bara best ?

Kv. Ragnar Páll.

Ég er að spá í að vera bara sammála þér ;)