Síða 1 af 1
Felgupúl
Posted: 16.feb 2012, 22:49
frá muggur
Sælir
Ákvað að reyna að þrífa og pússa upp felgurnar á jeppanum mínum. Þetta eru svona ansi þreyttar álfelgur og eftir að hafa lesið þráð hérna um daginn sem og horfa á nokkur myndbönd á youtube ákvað ég að vinda mér í þetta. Þannig að vopnaður stálull, fínum sandpappír (250), blautpappír (500p og 2000p) og autosol lét ég til skarar skríða. Eftir tveggja tíma púl var ég bara nokkuð sáttur við árangurinn sbr myndina.
Vandamálið er að nú á ég eftir þrjár felgur og það sem ég þrái er einhverskonar sveppur sem hægt er að festa framan á borvél til að auðvelda manni pússið. Sá svona í einu myndbandinu, þá var gaurinn með fína sandpappírsstrimla á festa í nokkurskonar bolta framan á borvél. Með þessu náði hann burtu allri drullu og svo var hann með annan svona svepp til að pússa með. Er einhverstaðar hægt að fá svona hér á landi? Annars er hætta á að ég muni aldrei klára nema þessa einu felgu.
kv.
Re: Felgupúl
Posted: 16.feb 2012, 23:19
frá KÁRIMAGG
Prófaðu að tala við Sindra eða Wurth eða jafnvel Poulsen
Re: Felgupúl
Posted: 16.feb 2012, 23:24
frá ssjo
Well done, hef oft spáð í þetta. Er ekki lakkhúð á felgunum? Það sem hefur fælt mig frá svona tilraunum eru skilin þar sem lakkið hefur losnað frá og álið byrjað að tærast, og þar sem lakkið er heilt. Ef maður fer að hamast á því með einhverjum slípiefnum þá er hætt við að það verði allt tómt klúður. En, þetta er að koma vel út hjá þér.
Re: Felgupúl
Posted: 16.feb 2012, 23:31
frá MattiH
Poulsen eru með eitthvað nálægt því sem þú leitar að.
Annars flott hjá þér, svaka munur ;)
Re: Felgupúl
Posted: 17.feb 2012, 00:22
frá risinn
Nú bara að setja glæru yfir felgurnar að þessu loknu, 2-3 umferðir þá verða þær betri en nýjar.
Kv Ragnar Páll.
Re: Felgupúl
Posted: 17.feb 2012, 08:34
frá muggur
ssjo wrote:Well done, hef oft spáð í þetta. Er ekki lakkhúð á felgunum? Það sem hefur fælt mig frá svona tilraunum eru skilin þar sem lakkið hefur losnað frá og álið byrjað að tærast, og þar sem lakkið er heilt. Ef maður fer að hamast á því með einhverjum slípiefnum þá er hætt við að það verði allt tómt klúður. En, þetta er að koma vel út hjá þér.
Já einmitt af þessum sökum hef var ég hikandi við að gera þetta. En röksemdafærslan mín var sú að:
- Felgurnar eru 10-20 þús króna virði (mv. bland.is og t.d. hér)
- Felgunar svona grábrúnar draga bílinn mikið niður sem lítur annars ágætlega út (lakk gott m.v. aldur).
- Ef þetta verður klúður þá get ég keypt mikið skárri felgur fyrir svona ca 40 þús.
- Ætla að vera með tvo ganga, þannig að ég get þá dundað mér við að pússa þetta aftur upp í sumar.
Þannig að ég taldi mig ekki hafa neinu að tapa í sjálfum sér. En ég myndi ekki leggja út í þetta með felgur sem litu mikið betur út.
risinn wrote:Nú bara að setja glæru yfir felgurnar að þessu loknu, 2-3 umferðir þá verða þær betri en nýjar.
Kv Ragnar Páll.
Það eru nú nokkuð deildar meiningar um glæruna. Sumir segja að hún sé aldrei til friðs, betra sé að halda þessu svo góðu með Autosol álmassa og bóni. Ætla að reyna það, en ef ég þarf að djöflast á þessu í hverri viku þá mun ég prófa glæruna.
En mun tékka á þessum búðum sem bent hefur verið á (Poulsen, Wurth og Sindra), takk fyrir ábendingarnar.
kv
Re: Felgupúl
Posted: 17.feb 2012, 09:29
frá Groddi
risinn wrote:Nú bara að setja glæru yfir felgurnar að þessu loknu, 2-3 umferðir þá verða þær betri en nýjar.
Kv Ragnar Páll.
Ég myndi heldur leggja í powdercoat... það er þó til friðs, það er hægt að fá mjög flott ál/króm lookað-duft.
Re: Felgupúl
Posted: 17.feb 2012, 17:20
frá Kristofer
Það er til efni í einhverjum málingarbúðum sem að heitir Felgusýra og er alveg dúndur stöff. Hún væri tilvalin á álfelgur eins og þessar. Þetta tekur málingu af stálfelgum...
Re: Felgupúl
Posted: 17.feb 2012, 17:43
frá LFS
en að lata sandblasa felgurnar og pussa svo held að þa'ð gæti verið hentugt !
Re: Felgupúl
Posted: 17.feb 2012, 17:58
frá Turboboy
Heyrðu, þú getur keypt svona púða framan á borvél í höfðabílum ! Snilldar dót!
Re: Felgupúl
Posted: 17.feb 2012, 22:15
frá Hrannifox
49cm wrote:en að lata sandblasa felgurnar og pussa svo held að þa'ð gæti verið hentugt !
gæti verið svo rosalega gróft eftir sandblásturinn ? mikil vinna við að pússa, og hvernig er að halda felgunum góðum eftir að þú sandblæst? verðuru ekki að glæra þær eða mala eftir svoleiðis ævintýri?
ég myndi frekar nota glersalla mikið finni áferð og hreinsar miklu betur( sallinn virkar ekki á galv eða zink húðaðarfelgur) nema þú hafir allan tíma heimsins og viljir verða elli smellur við að blása 1 felgu
Re: Felgupúl
Posted: 18.feb 2012, 02:39
frá vippi
þetta eru assskoti myndarleg dekk á myndinni :D
Re: Felgupúl
Posted: 18.feb 2012, 10:53
frá muggur
himmijr wrote:Heyrðu, þú getur keypt svona púða framan á borvél í höfðabílum ! Snilldar dót!
En er það ekki bílasala með notaða bíla?
Re: Felgupúl
Posted: 18.feb 2012, 16:31
frá GeiriLC
eg er ný buinn að taka í gegn stálfelgur af vinnulyftum og það besta til þess verks að mínu mati er grófur vírbursti framan á slípirokk eða flókaskífa fraaman á borvél (rafmagns ekki betterís) ef þú notar vírburstan mæli ég með því að nota þykka vinnu hanska og hylja andlit og háls mjög vel
Re: Felgupúl
Posted: 18.feb 2012, 17:53
frá DABBI SIG
muggur wrote:
Það eru nú nokkuð deildar meiningar um glæruna. Sumir segja að hún sé aldrei til friðs, betra sé að halda þessu svo góðu með Autosol álmassa og bóni. Ætla að reyna það, en ef ég þarf að djöflast á þessu í hverri viku þá mun ég prófa glæruna.
En mun tékka á þessum búðum sem bent hefur verið á (Poulsen, Wurth og Sindra), takk fyrir ábendingarnar.
kv
Ég er nokkuð viss um að það verður púl að halda þeim við, þ.e. jafn flottum og þær eru núna. Við það að fara keyra á þessu sest bremsuryk og drulla í felgurnar og það verður mjög flótt að festast ef þú ert ekki duglegur að þrífa af. Ég myndi segja að á svona jeppa með tilheyrandi notkun þyrfti a.m.k. að sápuþvo þetta 1x í viku og bóna eða nota autosol á þetta hálfsmánaðarlega ef þetta á að endast flott. Ég hef prufað svona með póleraðar álfelgur og það er dass vesen að viðhalda.
Hinsvegar er glæran ekkert mikið skárri, þar er hættan á að glæran brotni og fái óhreinindi undir sig og þá nærðu þessu aldrei góðu.
Re: Felgupúl
Posted: 18.feb 2012, 18:24
frá jeepson
Ég tók svona nákvæmlega eins felgur sem voru orðnar svona brúnar og skrúbbaði þær með extreme wheel cleaner frá turtle wax. Og þær urðu ein og nýjar. Ekkert púl. Spreyja efninu á og láta það liggja á í mínútu og skrúbba svo smá með uppþvottarbursta. Egandi bílsins hélt að ég hefði skipt um felgur þegar ég skilaði honum.
Re: Felgupúl
Posted: 18.feb 2012, 21:24
frá Dreki
Bæring sem að er að vinna á Höfðabílum er með umboð fyrir mothers þvottavörurnar