Síða 1 af 2

Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 14:08
frá ellisnorra
Ég hef lengi haft gaman af fólksbílum sem búið er að græja stærri dekk undir. Mér datt í hug að ná sem flestum myndum og eins mikið af upplýsingum um þessar græjur eins og menn geta komið með í einn þráð. Það er líka á planinu hjá mér að setja saman eina slíka græju, og þá er gott að fá sem flestar hugmyndir til að gera þetta sem 'fallegast' :)
Ég man eftir að hafa séð þónokkra svona bíla, fyrir ca 15 árum eða meira þá var ég á ferð einhverstaðar á vestfjörðum og sá þá tvo í sama plássinu, gamla toy corollu og gamla mözdu, kannast einhver við það?
Þennan rakst ég á á ba.is, ég veit ekkert meira um hann en hann lookar vel. Veit einhver eitthvað um hann?
Image

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 15:07
frá Ofsi
Mig minnir að þetta sé bíll Árna Kópssonar og hann hafi keppt í torfæru á honum upp í Jósepsdal

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 15:21
frá Magnús Þór
Þessir bílar sem þú sást "eitthversstaðar á vestfjörðum" hafa líklega verið á Bíldudal. Gula Mazdan er á bænum Foss í Arnarfirði og ég hef nokkrum sinnum séð hann á Bíldudal. Ég fann mynd eitthverntíman af honum á live2cruize en finn hana ekki aftur.
Ég sá aldrei Toyotuna en heyrði mikið af henni, hún gæti líka verið á Fossi.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 15:28
frá ofursuzuki
Þetta finnst mér vel tilfundið hjá þér Elli, segi það sama, hef alltaf verið svolítið veikur fyrir svona samsuðu. Það kemur kannski til af því að bróðir minn smíðaði eitt stykki svona bíl eftir áskorun frá karli föður okkar og útkoman var bara fjandi góð. Bróðir minn átti á þessum árum (1988-91) Dodge O24 1983 árgerð, það kannast kannski fáir við þessa bíla en þetta var sama boddý og Charger og fleiri slíkir frá Dodge á þessum árum. Það hrundi í honum vélin og voru vangaveltur um hvort ætti bara að henda honum eða ekki, það var þá sem faðir okkar skoraði á hann að smíða þetta boddý ofan á Broncogrind sem bróðir minn átti og var búinn að vera með einhverjar pælingar með. Þetta var 1974 árgerð af Bronco með 200 cid 6 cyl. línumótor. Smíðin stóð með hléum í 2 ½ ár og þurfti mörgu að breyta til að þetta passaði saman, t.d. var afturhásingin færð um 28cm og aðeins bætt aftan á grindina til að styrkja hana. Bíllinn kom svo loks á götuna vorið 1991 og var fyrst um sinn á 35“ dekkjum og ólæstur. Seinna var svo farið í 36“ Mudder og NoSpin að framan og Detroit Locker að aftan en þá vantaði afl svo að það var sett ofan í hann 300 cid 6 cyl. vél úr Econoline. Þessi bíll virkaði rosalega vel og aksturseiginleikarnir margfalt betri en í orginal Bronco. Hann átti hann í nokkur ár en seldi hann síðan og sér held ég alltaf eftir því. Bíllinn gekk ætíð undir nafninu Ruglið því mörgum þótti þetta vera hið mesta rugl.
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 16:04
frá ellisnorra
Þessi er flottur, þeir verða alltaf soldið háir þegar þeim er skeytt svona ofaná grindur sem þeir 'eiga ekki heima á', en ég ætla að reyna að klína mínum eins neðarlega og hægt er.
Ég er kominn með megnið af efniviðnum í minn, dana44 framan og 12bolta gm endar með dana44 miðju að aftan (hásingar í fullri breidd), 4.56hlutföll, nospin framan og aftan, RR grind og fjöðrun, 727 skipting og rover sídrifs millikassi, 350 '92 módel keyrð 30þús km, flækjur, 38" at405 á 6gata 14" breiðum felgum, brettakantar sem voru á pajero en verða græjaðir til að passa á það boddy sem verður fyrir valinu sem væntanlega verður volvo 700 station.... Þetta er svona það sem ég er kominn með í hendurnar en ég er ekki alveg búinn að endanlega ákveða hvort ég finni eitthvað annað boddy. Allar ábendingar um plássmikið boddy sem gæti verið 'flottara' vel þegnar.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 16:21
frá ofursuzuki
Líst bara vel á þetta hjá þér. Veit einhver hver staðan er á þessum hér í dag.
Image
Rosalega spenntur að sjá þennan fullkláraðan.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 18:24
frá jeepcj7
Er ekki alveg örugglega rétt hjá mér að corollan á Bíldudal er celica og allavega var mjög flott á sínum tíma.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 18:46
frá Einar
Rauði bíllinn í fyrsta póstinum er fyrsta "Heimasætan" hans Árna Kópssonar. Boddíið var Isuzu (Gemini?) en ég man ekki hvað var undir. Árni var á Bíldudal þegar hann smíðaði þetta tæki og það gæti verið skýringinn á því að óvenju margir svona bílar hafa verið á Bíldudal og nágrenni.

Eitt sem ég hef spáð í með svona bíla, fólksbílar eru hannaðir með það í huga að maður setjist niður í þá en klifri ekki upp í þá öfugt við jeppa þannig að spurningin er er ekki frekar leiðinlegt að ganga um þá?

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 18:56
frá jeepcj7
Heimasætan var að sjálfsögðu Bronco grind og kram með Isuzu boddý.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 19:10
frá ofursuzuki
Ætli það sé ekki bara svipað og ganga um einn vinsælasta jeppa landsins, Toyota Hilux. :-)
Þetta er ekki sagt til að móðga neinn, mér hefur alltaf þótt frekar leiðinlegt að klifra upp í þá og að sitja í þeim
er ekki ósvipað og sitja í fólksbíl, situr nánast flötum beinum í þessu.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 19:18
frá jeepcj7
Hérna er svo eitt svona verkefni til sölu ef menn hafa áhuga.

Image
Image
Image

http://www.kvartmila.is/smf/index.php?t ... #msg175977

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 20:02
frá Jens Líndal
Þessi bjalla hefur verið "leiðrétt" vélarlega séð hehe, en það er einn GEGGJAÐUR Legacy á Egilstöðum minnir mig. Hann er á RR grind með 4.6 RR mótor og RR hásingar. Hrikalega flottur og snirtilegur, hef bara ekki mynd af honum.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 20:21
frá bronco 66
[quote="elliofur"]Þessi er flottur, þeir verða alltaf soldið háir þegar þeim er skeytt svona ofaná grindur sem þeir 'eiga ekki heima á', en ég ætla að reyna að klína mínum eins neðarlega og hægt er.

Takk elliofur. Já það olli miklum heilabrotum þetta með hæðina, upphaflega átti bíllinn að vera á 33" en það bara gekk ekki upp þrátt fyrir breitingar á gólfi og fleiru.
Svona til frekari fróðleiks þá notaði ég 44" brettakanta af Blaser s10, sem kom mjög vel út.

Þetta með að ganga um bílinn vandist mjög fljótt en það var annar ókostur við þennan blending sem mér fannst vera meira mál.Sem er hvað það var mikill "blindspot" fyrir framan húddið sem gerist þegar bíll sem maður situr svona djúpt í (neðarlega miðað við húdd) er kominn í þessa hæð.
Og já ég gengst hér með við smíðinn á þessu fyrirbrigði,Og já ég dauðsé eftir að hafa selt hann.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 20:41
frá Sævar Örn
Image
Trabantinn er goðsagnakenndur bíll, en upprunulega útfærslan er kannski ekki nóg fyrir alla. Á bænum Innari-Lambeyri við Tálknafjörð býr hugvitsmaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Stefán Kristjánsson. Á hlaðinu hjá honum kennir ýmissa grasa en meðal merkra gripa þar var að finna þennan fjórhjóladrifna Trabant jeppa. Þessi er ekki úr fjallahéruðum Austur-Þýskalands heldur er hér um heimasmíðaða útfærslu Stefáns. Hann átti gamlan Trabant með lélegri vél og gamlan Suzuki Fox með sundur ryðgaðri yfirbyggingu. Í stað þess að henda þessum tveimur bílum þá sameinaði hann þá í einn öflugan 4x4 Trabant jeppa.
Image
Ég spurði Stefán hvort það hefði ekki verið neitt mál að láta Trabantinn passa á Suzuki grindina. "Nei, nei. Ég lét hann bara passa," sagði Stefán og glotti. Bíllinn er í góðu ásigkomulagi og eftir að hafa skipt um rafgeymi rauk bíllinn í gang. Næsta skref er að koma honum á númer aftur.

Vélin, grinding og innréttingin er öll úr Súkkunni og því ekki annað en yfirbyggingin sem kemur frá Trabantinum. En útkoman er óneitanlega skemmtilegur bíll. Það er aldrei að vita nema við förum og fáum að reynsluaka honum þegar hann er kominn á númer.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Stefán með utanborðsmótor sem hann smíðaði úr sláttuvélamótor.
Image

Image,

Image



stolið af króm.is

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 21:07
frá Izan
Sælir

Ég er ekki viss um að menn séu að velt þægindum fyrir sér þegar menn eru að gera svona. Eftir því sem mér skilst var 44" legasyinn hérna fyrir austan smíðaður vegna þess að einhver sagði að hann gæti þetta ekki. Hann er asskoti gæjalegur, settur á range rover grind með V8 rover mótor.

Gamla gráa Toyotan er sennilega í bílskúr í Fellabænum þar sem feðgar dunda sér í honum. Fyrir eiga þeir pínulítinn gamlan bíl sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir, ætli hann sé ekki einhver Datsun fyrirbrigðið, á 36" dekkjum. Snyrtilega frágenginn bíll og er mikið notðaur.

Kv Jón Garðar

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 21:19
frá Einar
Sá þennan fyrir nokkuð mörgum árum uppi á Höfða og smellti af honum mynd, finnst þetta fara honum nokkuð vel en veit því miður ekkert um hann.
scan0062_small.jpg

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 21:33
frá AgnarBen
Izan wrote:Fyrir eiga þeir pínulítinn gamlan bíl sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir, ætli hann sé ekki einhver Datsun fyrirbrigðið, á 36" dekkjum. Snyrtilega frágenginn bíll og er mikið notðaur.

Kv Jón Garðar


Hérna kemur mynd af honum, Datsun 100A

Image

Hérna má finna myndir af Toyotu Crown í smíðum og Datsun
http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=7072

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 24.apr 2010, 21:39
frá AgnarBen
Legacy á 44" - Bara helvíti laglegur

Image

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 25.apr 2010, 16:57
frá Magnús Þór
Einar wrote:Sá þennan fyrir nokkuð mörgum árum uppi á Höfða og smellti af honum mynd, finnst þetta fara honum nokkuð vel en veit því miður ekkert um hann.


Magnús Þór wrote:Samkvæmt 3T blaði síðan Nóv ´90

Ragnar Kristinn Ingason breytti þessum Chevrolet Kingswood Estate,og Guðbjörn bróðir hans hugmindafræðingurinn varðandi drifbúnað.
Cherokee hásing að framan en Wagoneer að aftan.
Fjöðrunin var upphafleg að aftan,en samtíníngur að framan m.a. úr Wagoneer.
Blazer millikassi og skipting.
Chevrolet 400 vél með þrykktum stimplum ,volgum ás,flækjum og meira smotterí.

Þetta stóð í blaðinu en hann átti eftir að fá sér meira dót,t.d. hentugri millikassa og svo loftlæsingar.


Vitnaði í það sem ég skrifaði á torfæruspjallið eitthvern tíman.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 25.apr 2010, 19:14
frá joisnaer
hérna eru nokkrar á Wild Rover
Image
Image
Image

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 02.jún 2010, 12:39
frá Magnús Þór
Einar wrote:Sá þennan fyrir nokkuð mörgum árum uppi á Höfða og smellti af honum mynd, finnst þetta fara honum nokkuð vel en veit því miður ekkert um hann.
Image


Samkvæmt 3T blaði síðan Nóv ´90

Ragnar Kristinn Ingason breytti þessum Chevrolet Kingswood Estate,og Guðbjörn bróðir hans hugmindafræðingurinn varðandi drifbúnað.
Cherokee hásing að framan en Wagoneer að aftan.
Fjöðrunin var upphafleg að aftan,en samtíníngur að framan m.a. úr Wagoneer.
Blazer millikassi og skipting.
Chevrolet 400 vél með þrykktum stimplum ,volgum ás,flækjum og meira smotterí.

Þetta stóð í blaðinu en hann átti eftir að fá sér meira dót,t.d. hentugri millikassa og svo loftlæsingar.

Image
Image

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 31.des 2010, 16:30
frá Baldur Gísli
Þessi Kingswood er ennþá til. Ragnar Ingason á hann enn þá. Bíllin er í skúr í Melseli RVK. Ragnar er að gera hann allan upp frá grunni. Góðir hlutir gerast hægt en það er verið að vinna í honum nokkuð reglulega og hann klárast einhvern daginn.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 31.des 2010, 16:44
frá Sævar Örn
Um daginn átti ég AMC Eagle með 4,2 lítra línuvél, undir hann pössuðu cherokee felgur og 30" dekk án nokkurrar upphækkunar, hefði ég hækkað hann 2 tommur færu 35" dekk léttilega undir hann enda brettin allt allt alltof djúp fyrir fólksbíl og kvalbakur eða sílsar hvergi nærri hjólabúnaðinum, svolítið freystandi eeeeen.... var ekki lengi að komast að því að svona bílar væru drasl þannig eg seldi hann :)

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 31.des 2010, 21:24
frá Þorri
Ég man eftir chevrolet novu sem var breitt svona spurning hvað varð um þann bíl?

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 31.des 2010, 23:14
frá Offari
Á einn Chrysler Rocky sem ég kalla C-Rocky eða daihatsu mix. Þessi bíll var breyttur af Benna Fúsa en áður hafði verið eitthvert Gm station body á þessu krami. Vélin er Daihatsu 2,8 turbo disel kassar koma ú einhverjum Landcruiser og hásingarnar koma undan Skout. Hef átt bílinn í mörg ár en þar sem ekkert snjóar fyrir austan hef ég ekkert brúkað hann og er því nú að splæsa nýjum pakkdósum í hann og liðka bremsudælur til að koma honum aftur á götuna.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 31.des 2010, 23:46
frá Offari
Subaroinn er til á Stöðvarfirði í dag og hreyfður reglulega. Toyota Crown er en í smíðum enda mikið föndur því eingöngu er sett í hann dót úr Toyota. Litli Datsun sést ennþá í brúki en Bjallan fór til Skagafjarðar þar sem einhver strákur ætlar sér að reyna að endursmíða hann.

Eitthvað er til af dæmum sem aldrei hafa klárast Í Norðfirði rakst ég á drengi sem voru að reyna að smella Trabant óná Wiilysgrind, Í Ystafelli er Ford "55 óná Weapon grind (reyndra skilst mér að bodyinu hafa bara verið lagt þar óná til geymslu) Eignig var til í mývatnssveit Blöðruskódi óná Overlandgrind sá var ekinn eitthvað og segir sá sem breytti það hafa verið fyrsti fólksbíllinn á jeppagrind.

Tvær pobetur komu orginal til landsins á hásingum en þeir bílar reyndust mjög illa. Einhverstaðar sá ég myndir af Corvair á jeppagrind. Ein Volga var til með rússa hásingum og ég hef séð Celicu og mözdu á Bíldudal.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 31.des 2010, 23:50
frá Offari
Hér er mynd af Datsun gulum

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 01.jan 2011, 00:39
frá jeepson
Offari wrote:Hér er mynd af Datsun gulum


Þetta er datsuninn sem er rauður í dag. á EGS. Hann er hellvíti flottur. einmitt sömu feðgarnir sem eru að smíða Crowninn.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 01.jan 2011, 11:08
frá juddi

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 01.jan 2011, 13:51
frá Stjáni Blái
Frændi minn smíðaði þennan á sínum tíma.
Grindin var að mig minnir Bronco, eins og undir mörgum öðrum fólksbílajeppum. Vélin var hinsvegar 327 Small Chevy.
Image

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 03.jan 2011, 00:04
frá -Hjalti-
Image

orðin dapur í dag en eflaust hægt að bjarga

Image

hér er svo Celica

Image

Image

svo náttla sierran

Image

svo veit ég að það er mmc Eclipse á pajero grind fyrir norðan

og svo sá ég ford KA á grind um daginn í mosó

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 03.jan 2011, 22:16
frá Offari
Langar að bjarga þessari Novu.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 04.jan 2011, 14:33
frá Dodge
Hjalti_gto wrote:og svo sá ég ford KA á grind um daginn í mosó


Það er eitthvað sem maður verður að sjá :)

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 04.jan 2011, 14:46
frá jeepson
Dodge wrote:
Hjalti_gto wrote:og svo sá ég ford KA á grind um daginn í mosó


Það er eitthvað sem maður verður að sjá :)


Hann er búinn að standa lengi þarna. En það er frekar funky að sjá ka á stórum dekkjum.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 04.jan 2011, 22:15
frá juddi
KA apparatið virðist bara hafa verið híft á bronco grind sem er alltof stór undir þetta boddy og verður varla nokkurntíman ökutæki

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 05.jan 2011, 00:14
frá viddi
Síerran er á geimslusvæðinu í riðgun, sá hana þar í sumar.

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 06.jan 2011, 20:56
frá Steinar
Þessi var smíðaður af Tungufellsbræðrum í Hrunamannahreppi. Er með 460 og ýmisl gotterí

Image
Image

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 06.jan 2011, 21:24
frá juddi
Djöfull er hrikalegt að sjá hann miðað við þegar ég sá hann fyrir ca 10 árum

Re: Fólksbílajeppar

Posted: 07.jan 2011, 08:06
frá Steinar
Já hann var mjög flottur einu sinni. Þarf aðeins að fara að skeina aftur.

Verkefni

Posted: 07.jan 2011, 09:09
frá bjornod
Þetta eru skemmtileg verkefni og gaman að þessu.

Það sem ég tek hins vegar mest eftir að mörgum árum eftir að þessum bílum er breytt, þá standa þeir allir úti á túni, upplitaðir á óslitnum dekkjum. Hvers vegna ætli það sé?