Einar wrote:Sá þennan fyrir nokkuð mörgum árum uppi á Höfða og smellti af honum mynd, finnst þetta fara honum nokkuð vel en veit því miður ekkert um hann.

Samkvæmt 3T blaði síðan Nóv ´90
Ragnar Kristinn Ingason breytti þessum Chevrolet Kingswood Estate,og Guðbjörn bróðir hans hugmindafræðingurinn varðandi drifbúnað.
Cherokee hásing að framan en Wagoneer að aftan.
Fjöðrunin var upphafleg að aftan,en samtíníngur að framan m.a. úr Wagoneer.
Blazer millikassi og skipting.
Chevrolet 400 vél með þrykktum stimplum ,volgum ás,flækjum og meira smotterí.
Þetta stóð í blaðinu en hann átti eftir að fá sér meira dót,t.d. hentugri millikassa og svo loftlæsingar.

