Síða 5 af 7

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 15.júl 2013, 21:43
frá Grásleppa
Hahaha... hver er að láta vaða í garðinn þarna?

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 01.aug 2013, 02:07
frá halli7
Nokkrir sem ég hef rekist á í sumar

IMG_4758.JPG

IMG_4755.JPG

IMG_4774.JPG

IMG_4216.JPG

IMG_4217.JPG

IMG_4531.JPG

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 03.aug 2013, 09:25
frá ellisnorra
Sá þennan á Akureyri í gær

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 06.aug 2013, 15:26
frá Dúddi
Til gamans má geta þess að þessi brúni er til sölu, fullt af fínu dóti i honum.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 06.aug 2013, 19:08
frá ellisnorra
Sá þennan í dag, mjög flottur.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 06.aug 2013, 23:12
frá ssjo
Sá þessa skemmtilega flekkóttu súkku á eyjunni Dóminíku í Karíbahafinu. Þeir eru miklir Súkkuáhugamenn. Erfitt að segja hvað þetta samansafn er úr mörgum bílum.
blettasukka.jpg

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 08.aug 2013, 07:17
frá einsik
Sá þessa Höfðingja á Reyðarfirði núna í júlí.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 08.aug 2013, 11:08
frá Tyrirun
ein fyrir 4Runner aðdáendur

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 08.aug 2013, 11:23
frá Victor
halli7 wrote:Nokkrir sem ég hef rekist á í sumar

IMG_4758.JPG

IMG_4755.JPG


Þessi er skráður sem Ford F150 1977 í ökutækjaskrá =)

Hver er eigandi af þessu trillitæki og hvaða mótor er í þessu ? veit þetta einhver ?

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 08.aug 2013, 19:17
frá -Hjalti-
Þessi er á klakanum

Image

Image

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 08.aug 2013, 21:23
frá HaffiTopp
Já það má ekki slaka á gæslu við löndun. Menn gætu verið að smygla einhverju svakalegu ;)

Victor wrote:
halli7 wrote:Nokkrir sem ég hef rekist á í sumar

IMG_4758.JPG

IMG_4755.JPG


Þessi er skráður sem Ford F150 1977 í ökutækjaskrá =)

Hver er eigandi af þessu trillitæki og hvaða mótor er í þessu ? veit þetta einhver ?


Kristinn Reynisson, Nýjabæ í Borgarfirði (rétt hjá Fossatúni á leið upp í Kleppisreyki)

Þetta er 1970 F150 með 5,2ja lítra vél

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 08.aug 2013, 21:32
frá scweppes
-Hjalti- wrote:Þessi er á klakanum

Image

Image


Tengist þessu kannski? http://www.visir.is/kvikmynd-um-nasista ... 3130719962

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 18.aug 2013, 11:56
frá juddi
Image

Kannast einhver við þennan

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 18.aug 2013, 13:37
frá Freyr
juddi wrote:Image

Kannast einhver við þennan


Velti því fyrir mér hvort þetta sé bíll sem ég sat í við Hveravelli fyrir mörgum árum, sá var með 2,8 nissan diesel í húddinu.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 18.aug 2013, 16:21
frá StefánDal
Þetta er sá sami. Ég var með í þeirri ferð á Hveravelli.
Þessi var tekinn og gerður upp frá A-Ö árið 1995-97 í Stykkishólmi. Hann er þar enn og sami eigandi alla tíð.
Ég er búinn að hringja nánast á hverju ári frá árinu 2005 til þess að spyrja hvort hann sé falur. Það er ekki séns að fá hann held ég.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 18.aug 2013, 18:33
frá StefánDal
Fetaði krókaleiðir á meingallaðari myndasíðu á f4x4.is í góðan hálftíma og fann mynd þar sem rétt sést í þennan Willys á Hveravöllum í téðri ferð.

Image

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 19.aug 2013, 01:47
frá Stebbi
StefánDal wrote:Sá þennan á ferðinni í dag. Fyrir utan aðeins of daufan lit og skrítin afturljós þá er þetta flottasta sjöan á landinu að mínu mati.
Image


Þessi vekur mig alla virka daga uppúr 7 með unaðslegu 8cyl hljóði í gegnum passlega opið púst. Varla hægt að hugsa sér betri vekjaraklukku.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 19.aug 2013, 02:19
frá lecter
sælir datt in i skur sem er flottasti skúr landsins ,,, og maðurinn er einn af okkar snillingum i bilasmiði

hér er verið að smiða nýan jeppa i anda 60s allt er smiðað þetta er svo vel gert að maður er undrandi og sárt að þetta handverk sé siðasta i landinu

það sem er flottast er að það var ekki notast við gamlan hvalbak eða eld vegg heldur var allt keipt nýtt ,,,,, aðeins grindin var notuð

svo þetta verður nýr jeppi ,,, i 60 útliti

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.aug 2013, 23:46
frá StefánDal
juddi wrote:Image

Kannast einhver við þennan



Fann myndir af honum sem ég tók í ferð á Hveravelli árið 2003 minnir mig. Samsvaraði sér ótrúlega vel með 2.8 dísel og sjálfskiftingu.

Image

Image

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 27.aug 2013, 21:50
frá jeepcj7
Þessi var í Búðardal á laugardaginn veit ekki hvert hann var að fara samt.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 27.aug 2013, 22:07
frá StefánDal
hilux1.jpg
hilux
hilux1.jpg (87.69 KiB) Viewed 18453 times
Sindri sem á þennan sexhjóla er sennilega að fara með hann vestur á firði.

Ég sá annars annan skemmtilegan Hilux í Búðardal. Minnir meira að segja að það hafi verið á laugardaginn líka.
Fyndið að sjá hann svona á fólksbíladekkjum.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 27.aug 2013, 22:19
frá Svenni30
Ástmar aka Startarinn á þennan Hilux á fólksbíladekkjunum

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 27.aug 2013, 23:03
frá StefánDal
Já vissi af því.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 06.des 2013, 01:02
frá Svenni30
Með verklegri cherokee á landinu. Þessi er með öllu, LS1, ford hásingar í fullri breidd, lógír, veltibúr t,d

Image

Image

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 06.des 2013, 01:31
frá Startarinn
StefánDal wrote:
hilux1.jpg

Ég sá annars annan skemmtilegan Hilux í Búðardal. Minnir meira að segja að það hafi verið á laugardaginn líka.
Fyndið að sjá hann svona á fólksbíladekkjum.


Haha, náðust myndir af mér.
Ég skrapp vestur á strandir að sækja grjót í garðinn, það er fáránlega þægilegt að keyra bílinn á þessum dekkjum miðað við 38" dekkin, hann verður að öllum líkindum á þessum dekkjum á sumrin

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 20.des 2013, 02:18
frá Lalli
sá þennan willys fyrir utan byko um daginn, væra gaman að fá meiri upplysingar um þenna jeppa ef einhver þekkir til hanns. jafnvel frá eigandanum ef hann er hér á spjallinu.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 21.des 2013, 02:57
frá Adam
þessi er hæfilega langur og til í klám ! ! !

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 21.des 2013, 17:45
frá kolatogari
Adam wrote:þessi er hæfilega langur og til í klám ! ! !



Það var einmitt það sem ég sagði við hana...

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 00:25
frá Valdi B
mér sýnist þetta nú bara vera lítið wyllis, frekar mestmegnis cepek...

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 00:42
frá StefánDal
valdibenz wrote:mér sýnist þetta nú bara vera lítið wyllis, frekar mestmegnis cepek...


Haha já þessi er eiginlega 40% dekk ;)

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 01:56
frá Subbi
ætli þessi hafi verið keyptur af sölunefndini þeir voru nokkrir svona hrikalega stuttir hjá hernum notaðir til að draga vopnakerrur fyrir F15 þoturnar frá Patterson svæðinu þar sem vopnageymslunar voru og upp á ramp einhverjir 5km

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 12:14
frá Stebbi
Sýnist þetta bara vera ósköp venjulegur cj5 með andstyggilega ljótu húsi og hurðum.

Svipað og þessi hérna

Image

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 12:34
frá jeepcj7
Þetta er bara venjuleg 5a með "íslensku" plasthúsi og hurðum.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 12:45
frá jongud
jeepcj7 wrote:Þetta er bara venjuleg 5a með "íslensku" plasthúsi og hurðum.


Manstu nokkuð hver var að smíða þessi plasthús og -hurðir, og hvort mótin gætu verið til einhversstaðar?

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 12:54
frá jeepcj7
Ef ég man rétt þá átti bílplast mótin í denn en ég veit ekki hvar þau eru í dag ef þau eru enn til.

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 17:07
frá Eli
ég á þennan willys (hurricane). Já þetta er mestmegnis cepek, vil að þetta keyri ofaná snjónum ekki í gegnum hann, enda hef ég hásingar og mótor sem hlægja af þessum dekkjum, og hvort þettasé ljótt hús eða ekki, ég keypti það eingöngu af því að það sést vel útum það til hliðar og aftur og þar að auki er það tvöfalt og einangrar vel (ólíkt flestum öðrum plasthúsum sem eru einföld). Og þriðja ástæðan er sú að þetta hús hefur verið í notkun í milli 20 og 30 ár og hefur mikla sál að geyma. OG í fjórða algi finnst mér þetta vera mjög flott hús. Þessi notandi ætti kannski að líta í spegil og spyrja sig hvort húsið sé enn´þa svona andstyggilega ljótt :) Ykkur er frjálst að spyrja og skjóta að vild :)

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 17:22
frá Big Red
Sæll endilega gerðu sér þráð um bílinn væri gaman að fá meiri uppl um hann. Okkur finnst þetta flott svona, það þurfa ekki allir að vera eins og hinir ;)

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 17:28
frá Heiðar Brodda
Stór kostur ef það sérst út hehe en hvernig kram er í jeppanum kv Heiðar

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 17:47
frá Eli
takk strákar, ég hef gert þennan bíl upp í 5 ár hægt og rólega frá grunni og það er helvítis vinna að taka þetta allt saman en ég skal gera þaðeinn slæman veðurdag. En skal punkta niður svona grunninn og henda nokkrum myndum með:) Að aftan er loftlæst arb 12boltagm hásing (heilsoðin í kringum köggul) og að framan er hásing undan gamla cherokee chief (dana44) með nospin læsingu. Í húddinu er 4 bolta 350smallblock þónokkuð hress með msd6 marine kveikjukerfi og volgum ás vel flæðandi heddum. Skitpingin er sérstyrkt TH350 sjálfskipting og millikassinn er úr hilux.
Það er gormafjöðrun hringinn og bronco stífur að aftan og range rover stífur að framan, gormar eru líka frá BSA (range rover).
Venjulegt nýsmíðað og opið pústkerfi.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá voru hásingarnar færðar aftur um 15cm og fram um 4.5cm. En skúffa orginal.
Hér eru nokkrar myndir hef samt ekki verið nógu duglegur að rífa upp myndavélina. Hann er ýmist á 44 eða 38 tommu dekkjum, ég finn gott sem engan mun á því og ég get keyrt með hendur í vösum á 100km hraða þannig að framvegis verðurhann á 44".

Re: Á Rúntinum - Njósnamyndir

Posted: 22.des 2013, 18:02
frá StefánDal
Þetta er töff tæki. Það er nóg til af fallegum Willys jeppum, þurfa ekki að allir að vera í þeim hóp :) Sjálfur myndi ég vilja blæju og 38" dekk og svona "All show og smá go". Enda nenni ég ekki að ferðast um á Willys. Ég tek samt hatt minn ofan fyrir þeim sem halda uppi heiðrinum og nenna að standa í því!