Síða 1 af 1

Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 04.feb 2012, 19:41
frá hobo
Kosningin stendur yfir í 7 daga.

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 04.feb 2012, 19:55
frá siggibjarni
illa við að segja það en ég er sófariddari! það er að sega alltaf að skoða og pæla :P

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 04.feb 2012, 19:59
frá hobo
Búinn að bæta við þeim valmöguleika :)

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 04.feb 2012, 21:25
frá -Hjalti-
Patrunner bilar aldrei en ég er ansi duglegur að bóna svo að 20% tímans er hann í skúrnum.‎:D
Ferðamaður í 80% , nenni ekki kappakstri á fjöllum.. Nota svo sleðan að taka út útrás , brekkuspólið (reyndar aldrei á skíðasvæðum)

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 04.feb 2012, 22:17
frá joisnaer
ég er aðeins of mikill skúramaður

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 04.feb 2012, 22:56
frá dazy crazy
Er sófariddari, á jeppa, hef ekki efni á að lappa uppá hann eins og er og gagnrýni endalaust hvað aðrir gera á netinu.

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 04.feb 2012, 22:59
frá Sævar Örn
50/50 og nöldra mikið í öðrum

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 05.feb 2012, 01:33
frá reyktour
Ég á Landrover. þarf stundum að þrífa glugga og þétta hurðir. Svo er bara að ferðast.
Ef alt er í lagi þá fyrst verð ég órólegur. altaf gott að hafa ca 10 atriði sem þarf að laga, samt ekki

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 05.feb 2012, 13:26
frá Startarinn
Ég held að ég verði að bíta í það súra og viðurkenna að ég er 100% skúrjeppamaður þessa dagana, ég hef ekki farið útaf þjóðveginum í rúmt ár á jeppanum, og mjög lítið síðustu 3 árin, en það stendur til bóta næsta vetur, vona ég

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 05.feb 2012, 14:13
frá Gormur
50% Ferðamaður og 50% Skúrjeppamaður

Vill laga hlutina áður en þeir bila, eða svoleiðis :-)

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 06.feb 2012, 18:42
frá hobo
Bara að halda þessu ofarlega.

Ég tel mig vera 75%/25%, er miklu minna á fjöllum en ég vildi vera sökum bensínverðs, væri til í að vera 150%/25% :)
Annars leiðist manni ekkert að vera að ditta að þessu dóti heima

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 06.feb 2012, 19:12
frá GeiriLC
50/50 vantar bara meiri tima og peninga skil ekki afhverju það eru ekki 30 timar i solar hring

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 06.feb 2012, 20:40
frá Hjörvar Orri
Eins og er, er ég 25% ferðamaður, og er búinn að vera það síðustu þrjá vetra. Er búinn að vera duglegur að hrúga niður börnum uppá síðkastið ;)

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 08.feb 2012, 12:20
frá hobo
Gríðarleg spenna, gaman að skoða stöðuna.
Svo eru komnir 2 skíðabrekkuspólarar!!

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 08.feb 2012, 12:24
frá gislisveri
hobo wrote:Bara að halda þessu ofarlega.

Ég tel mig vera 75%/25%, er miklu minna á fjöllum en ég vildi vera sökum bensínverðs, væri til í að vera 150%/25% :)
Annars leiðist manni ekkert að vera að ditta að þessu dóti heima


Það þýðir ekkert að væla yfir bensínverði, ef þú værir ennþá á súkku, þá værirðu 250%/25%
Sjálfskaparvíti sjáðu til :)

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 09.feb 2012, 09:59
frá Dodge
hobo wrote:Gríðarleg spenna, gaman að skoða stöðuna.
Svo eru komnir 2 skíðabrekkuspólarar!!


Það voru bara einu brekkurnar sem var boðið uppá að spóla í í þessari könnun..

Þetta er allt sett upp fyrir grútarbrennara, ýmist "ferðast" gera við eða sitja í sófanum :D

Re: Hvernig jeppamaður ert þú? (skoðanakönnun)

Posted: 09.feb 2012, 10:28
frá hobo
gislisveri wrote:Það þýðir ekkert að væla yfir bensínverði, ef þú værir ennþá á súkku, þá værirðu 250%/25%
Sjálfskaparvíti sjáðu til :)

Já það er alveg rétt hjá þér, algjört sjálfskaparvíti. En það var fyrir að kaupa súkkuna þar sem hún rúmaði ekki fjölskylduna með góðu móti :)
En hún var eyslugrönn og þrautseig.

Dodge wrote:Það voru bara einu brekkurnar sem var boðið uppá að spóla í í þessari könnun..
Þetta er allt sett upp fyrir grútarbrennara, ýmist "ferðast" gera við eða sitja í sófanum :D

Þetta var bara grín hjá mér þar sem ég skilgreini ekki brekkuspól sem jeppamennsku, nema þá í ferðalögum.