Síða 1 af 1

Fjallahúsbíll

Posted: 03.feb 2012, 22:12
frá toni guggu
Sælir. Jæja ég er að byrja að græja fjallahúsbílin að innan og er búin að taka gúmmídúkin af og þvílíkur viðbjóður þar undir dúkurinn var límdur á krossvið og allt orðið gegnsósa en jæja það eru ryðgöt þar sem innrabrettin mæta gólfinu annars er gólfið heilt, ég ætla að sjóða í það og grunna allt gólfið og er að velta fyrir mér hvort skynsamlegt sé að trebba yfir allt eða láta tjörudúk eða hvernig er best að ganga almennilega frá þessu þannig að þetta endist eitthvað, svo hafði ég hugsað mér að taka gólfið rétt með krossvið og leggja korkflísar ofan á og lakka þær vel held að það gæti orðið flott. Endilega komiði með hugmyndir.

kv Toni.

Re: Fjallahúsbíll

Posted: 03.feb 2012, 23:21
frá birgthor
Klárar að laga gólfið, grunnar yfir með einhverju rót sterkum djöfli og málar svo yfir það.

Ef þú ætlar svo að fara ódýrari leiðina þá seturðu koppafeiti yfir allt gólfið og snikkar vatnsvarinn krossvið í gólfið (í sem fæstum einingum) svo færðu þér gúmmídúk. Hefur hann alveg lokaðann (soðin samskeyti) og lætur ná uppá hliðar um einhverja cm.

Þetta var mér sagt að væri gert við sjúkrabílana þegar ég var að leitast eftir svipuðum upplýsingum.


Svo er náttúrulega dýrari leiðin að skella gúmmíefni (rhinoline) í botninn og svo vatnsvarði krossviðurinn.

Re: Fjallahúsbíll

Posted: 04.feb 2012, 04:43
frá birgir björn
máling og grunnur er góð hugmynd enn það eru alls ekki allir hrifnir af goppafeitinni, við höfun séð bíla ílla leikna eftir þá aðferð. einnig er rinoline snild

Re: Fjallahúsbíll

Posted: 04.feb 2012, 12:37
frá smaris
Gera við gólfið og grunna og mála. Pensla það síðan með rauðu SRS2000 feitinni frá Skeljungi, skrúfa síðan niður brúnan vatnsheldann krossvið og mýkja allar kverkar með spassli og líma síðan dúk á krossviðinn og sjóða öll samskeyti á dúknum. Matta krossviðinn vel með sandpappír svo dúkurinn límist vel við og skrúfa hann þannig að engin hreyfing sé á honum því annars er hætt við að dúkurinn springi.
Svona hefur þetta verið gert í öllum þeim hús-, vinnu- og sjúkrabílum sem ég komist í að smíða og hefur enst vel.

Kv. Smári.