Síða 1 af 1

Vesen miðstöð

Posted: 02.feb 2012, 17:58
frá toni guggu
sælir. Ég er að vesenast með miðstöðina í nýja-gamla bílnum, þannig var að miðstöðin virkaði ekki þegar ég fékk bílin og ég skifti um kol í mótornum hann fer í gang en gengur bara á mesta hraðanum en slekkur svo ekki á sér þegar ég stilli takkan á núll er þetta takkinn sjálfur eða hvað dettur ykkur á hug.

kv Toni.

Re: Vesen miðstöð

Posted: 02.feb 2012, 18:16
frá siggisigþórs
mótstaðaðan er örugglega biluð þá virkar bara mesti hraðinn, hún er venjulega skrúfuð inní miðstöðvarhúsið sjálft

Re: Vesen miðstöð

Posted: 02.feb 2012, 18:19
frá Valdi 27
Sæll.
Myndi skjóta á að miðstöðvarmótstaðan væri ónýt hjá þér miðað við að hann gengur eingöngu á efsta hraðanum. Svo með það að hann gangi þegar að hann er setur á núll, þá gæti verið að slá saman rafmagni í takkanum sjálfum, sem á náttúrulega ekki að gera.
En hvernig er það, hvort eru þetta stangir sem þú færir til hliðar eða snúningstakki sem er hjá þér og hvernig bíll er þetta?

Kv. Valdi

Re: Vesen miðstöð

Posted: 02.feb 2012, 19:28
frá toni guggu
Sælir. Takk fyrir svörin, já var nokkuð viss um að mótstaðan væri ónýt en þetta er iveco 1993 módel 4x4 fjallabíll og það er snúningstakki sem stýrir hraðanum ég tékka þá á honum.

kv Toni.