Síða 1 af 1

2. Myndakeppni - Úrslit

Posted: 20.apr 2010, 23:03
frá Járni
Sælt veri fólkið,

Ég vil byrja á að þakka öllum sem tóku þátt og gerðu þannig keppnina fjölbreytta og skemmtilega. Augljóst er að nóg er til af fínum myndum, góðum ljósmyndurum og virkum ferðalöngum og er það því mikil hvatning til að halda áfram með keppnina.

Úrslitin eru sem hér segir:

Í 1. sæti: Guðni Alexandersson Bridde
1saeti.jpg

Á myndinni sést Wrangler Rubicon með eldsumbrotin á Fimmvörðuhálsi í baksýn. Myndin er tekin þann 4.4.2010 í froststillu.

Í 2. sæti: Jónas Hafsteinsson
2saeti.jpg

Myndin er tekin þann 30.3.2010 á svipuðum slóðum. Stærðarhlutföllin koma þarna vel í ljós.

Í 3. sæti: Markús B. Jósefsson
3saeti.jpg

Myndin er tekin í Janúar 2009 á Hellisheiði. Myndin er leiðbeinandi fyrir nýgræðinga í hengjusprengjun.



Í þetta skiptið eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Í 1. verðlaun er útprentun á sigurmyndinni hjá Pixlar ehf. Myndin verður prentuð á strigaefni að flatamáli 30cm x 45cm og er að andvirði 6.675 kr.

Image

Í 2. verðlaun er inneign á klippingu hjá Rebel klippibúllu.
Image

Í 3. verðlaun er svo páskaegg, því það eru jú alltaf páskar?


Þar til næst, látið myndavélarnar finna fyrir því.

Re: 2. Myndakeppni - Úrslit

Posted: 20.apr 2010, 23:20
frá gislisveri
Til hamingju með þetta, glæsilegar myndir.

Þökkum styrktaraðilum kærlega fyrir framlag sitt, þetta eru eðalmenn og eðalkompaní að eiga við.