Síða 1 af 1
vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 14:07
frá armannd
góðan daginn herðu ég þarf að fara með jeppan hjá mér í breytingarskoðun í næstu viku og var að pæla þar sem ég ætla vera á 38"og líka 44" á hvaða dekkjum á ég að fara má ég fara á 44" eða verð ég að fara á 42" endilega tjáið ykkur þarf að koma þessu á hreint
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 14:42
frá armannd
haha okei
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 15:29
frá Kiddi
Ég myndi fara á 44". Það virðist alltaf vera minna mál að lenda í einhverju á minni dekkjum en bíllinn er skráður á heldur en öfugt.
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 15:48
frá armannd
okei helduru að það sé í lagi að fara á 44"
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 16:53
frá Startarinn
Þú getur breytingaskoðað á 44" en þá ertu ekki löglegur á 38".
Það eru 10% yfir-undir og hraðamælirinn verður að vera réttur miðað við dekkin sem hann er breytingarskoðaður á.
Mælirinn má sýna 10% meiri hraða eða 4% minni hraða en gps sýnir.
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 17:10
frá armannd
ég þarf að vera löglegur á bæði 38 og 44 er nokkuð nó að hafa gps tæki í bílnum og hvar er annars best að fá hraðamælabreytir
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 17:23
frá Eiríkur Örn
Ég myndi nú bara snúa mér að frumherja með þessa spurningu, nú eða umferðastofu þeir hljóta að geta svarað þessu. En passaðu samt að ég held að þú þurfir alltaf að fara í skoðun á þeirri dekkjastærð sem bíllinn er skráður á, sem sagt ef hann er skráður á 42" þarftu alltaf að mæta á 42" í skoðun.
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 17:47
frá arni hilux
ef hann er 44 skoðaður mátt mæta á öllum stærðum nema ekki stærra en 44'' ég fór á 33'' á 38''breyttum bíl í skoðun
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 18:03
frá -Hjalti-
svopni wrote:Er ekki aðal málið ef maður lendir í tjóni? Ef að tryggingarfélögin geta með einhverjum hætti komið sér undan að greiða tjón, þá gera þau það.
vitlaus dekkjastærð myndi aldrei halda ef málið færi fyrir nefnd eða dóm nema það sé hægt að sanna að dekkin eða eitthvað þeim tengt hafi ollið tjóninu beint.
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 18:15
frá JonHrafn
armannd wrote:ég þarf að vera löglegur á bæði 38 og 44 er nokkuð nó að hafa gps tæki í bílnum og hvar er annars best að fá hraðamælabreytir
Við erum með hraðamælabreyti frá VDO, hægt að velja stillingu A og B, sem er hægt að stilla t.d. fyrir 38" og 44"
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 19:25
frá Startarinn
Úr reglugerð um gerð og búnað ökutækja:
12.01 Hraðamælir.
(1) Hraðamælir skal sýna hraða ökutækis í km/klst.
(2) Leyfilegt frávik hraðamælis er allt að 10% yfir raunhraða að viðbættum 4 km/klst. Hraðamælir má aldrei sýna meira en 4% minni hraða en raunhraða.
16.203 Breytt bifreið.
(1) Heimilt er að hafa það stóra hjólbarða að þvermál þeirra nái allt að 44% af hjólhafi. Stærri hjólbarðar en viðurkenndir eru við almenna skráningu skulu því aðeins heimilaðir að unnt sé að aka bifreiðinni á öruggan hátt, sbr. 5. gr., hemlar nái að stöðva bifreiðina á virkan hátt, sbr. 6. gr., og fylgt sé reglum um skermun hjóla, sbr. 17. gr.
(2) Breidd sóla á hjólbarða skal ekki vera meiri en 1/3 miðað við þvermál hans.
(3) Hámarksfjöldi nagla í hjólbarða breyttrar torfærubifreiðar má vera 1,5 ´ þ, þar sem þ jafngildir raunþvermáli hjólbarða í cm.
Ég fann ekkert í reglugerðinni um hvaða dekk má hafa undir miðað við skráningu, en 10% regluna hef ég frá starfsmanni Frumherja á Sauðárkróki 2007 þegar ég lét breytingarskoða minn bíl
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 19:37
frá jeepson
Eftir að hafa grúskað pínu í þessu. Þá er sniðugt að fara með bílinn á 40" dekkjum. Þá máttu fara uppí 44" og niður í 36" Semsagt upp um 4" og niður um 4" Ég hef sjálfur verið að pæla í þessu þegar maður verður kominn á 44"
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 20:47
frá jeepcj7
Mér finnst 42" hljóma betur = 38"-46"
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 21:21
frá Stebbi
16.203 Breytt bifreið.
(1) Heimilt er að hafa það stóra hjólbarða að þvermál þeirra nái allt að 44% af hjólhafi. Stærri hjólbarðar en viðurkenndir eru við almenna skráningu skulu því aðeins heimilaðir að unnt sé að aka bifreiðinni á öruggan hátt, sbr. 5. gr., hemlar nái að stöðva bifreiðina á virkan hátt, sbr. 6. gr., og fylgt sé reglum um skermun hjóla, sbr. 17. gr.
(2) Breidd sóla á hjólbarða skal ekki vera meiri en 1/3 miðað við þvermál hans.
(3) Hámarksfjöldi nagla í hjólbarða breyttrar torfærubifreiðar má vera 1,5 ´ þ, þar sem þ jafngildir raunþvermáli hjólbarða í cm.
Ætli Pitbull dekkin og 44" Trxus séu þá ólögleg ?
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 21:21
frá JLS
Mér var sagt eitt sinn af skoðunarmanni er ég kannast við að 10% reglan gildi frá upprunalegri stærð hjólbarða en eftir að bílnum hefur verið breytt og hann skoðaður þá eigi hann að vera á skráðri dekkjastærð og lendi maður í óhappi á stærri dekkjum en bíllinn var skoðaður á þá geti tryggingarnar verið með múður.
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 21:26
frá jeepson
jeepcj7 wrote:Mér finnst 42" hljóma betur = 38"-46"
Ha? 42" Þá er það 4,2" upp eða niður. Þannig að þá væri maður niður í 35,8 eða uppí 44,2
JLS wrote:Mér var sagt eitt sinn af skoðunarmanni er ég kannast við að 10% reglan gildi frá upprunalegri stærð hjólbarða en eftir að bílnum hefur verið breytt og hann skoðaður þá eigi hann að vera á skráðri dekkjastærð og lendi maður í óhappi á stærri dekkjum en bíllinn var skoðaður á þá geti tryggingarnar verið með múður.
Já það er kanski spurning um að kann þetta vel og vandlega uppá að menn viti hvort að þeir séu löglegir eða ekki. Ég kanski tékka á þessu á morgun ef að ég næ á skoðunarstöðina fyrir lokun.
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 21:58
frá jeepcj7
Reiknaðu aðeins betur Gísli. ;o)
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 22:22
frá jeepson
jeepcj7 wrote:Reiknaðu aðeins betur Gísli. ;o)
úps. las 42" hjá þér en hugsaði þetta sem 40" hahaha :)
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 22:42
frá Startarinn
Stebbi wrote:16.203 Breytt bifreið.
(1) Heimilt er að hafa það stóra hjólbarða að þvermál þeirra nái allt að 44% af hjólhafi. Stærri hjólbarðar en viðurkenndir eru við almenna skráningu skulu því aðeins heimilaðir að unnt sé að aka bifreiðinni á öruggan hátt, sbr. 5. gr., hemlar nái að stöðva bifreiðina á virkan hátt, sbr. 6. gr., og fylgt sé reglum um skermun hjóla, sbr. 17. gr.
(2) Breidd sóla á hjólbarða skal ekki vera meiri en 1/3 miðað við þvermál hans.
(3) Hámarksfjöldi nagla í hjólbarða breyttrar torfærubifreiðar má vera 1,5 ´ þ, þar sem þ jafngildir raunþvermáli hjólbarða í cm.
Ætli Pitbull dekkin og 44" Trxus séu þá ólögleg ?
Samkvæmt þessu sleppa meira að segja 38" mudder ekki
Re: vantar hjálp varðandi breytingarskoðun
Posted: 31.jan 2012, 22:45
frá Stebbi
Startarinn wrote:Stebbi wrote:16.203 Breytt bifreið.
(1) Heimilt er að hafa það stóra hjólbarða að þvermál þeirra nái allt að 44% af hjólhafi. Stærri hjólbarðar en viðurkenndir eru við almenna skráningu skulu því aðeins heimilaðir að unnt sé að aka bifreiðinni á öruggan hátt, sbr. 5. gr., hemlar nái að stöðva bifreiðina á virkan hátt, sbr. 6. gr., og fylgt sé reglum um skermun hjóla, sbr. 17. gr.
(2) Breidd sóla á hjólbarða skal ekki vera meiri en 1/3 miðað við þvermál hans.
(3) Hámarksfjöldi nagla í hjólbarða breyttrar torfærubifreiðar má vera 1,5 ´ þ, þar sem þ jafngildir raunþvermáli hjólbarða í cm.
Ætli Pitbull dekkin og 44" Trxus séu þá ólögleg ?
Samkvæmt þessu sleppa meira að segja 38" mudder ekki
Ussssssssssssssssshhhhhhhhhhh veggirnir hafa eyru, best að hætta að tala um þetta sem fyrst.