Síða 1 af 1

Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 30.jan 2012, 13:20
frá Polarbear
Vill deila með ykkur reynslusögu af fyrirtæki sem heitir Rafstilling ehf í Dugguvogi 23 http://www.rafstilling.is/

Startarinn minn fór að svíkja og vildi ekki snúast nema maður bankaði í hann. Yfirleitt bendir það til þess að kolin séu að verða búin þannig að ég reif helvítið úr og sleit startaramótórinn af.

Skrapp með hann í Rafstillingu í morgun klukkan 8 og hann sagði að hann yrði tilbúinn fyrir hádegi. það stóðst alveg og þeir hreinsuðu upp mótorinn en mátu það svo að ekki þyrfti að skipta um kol þar sem einungis 2-3 mm væru farnir af. Þeir létu mig fá í staðin snerturnar og koparskífu-pinnann nýjan og þetta kostaði heilar 3 þúsund krónur!


viðmótið, hraðinn og verðið er til fyrirmyndar í þessu fyrirtæki allavega hvað varðar mín afskipti af þeim og mér fannst ég alveg mega auglýsa það hér.

kveðja,
Lárus Rafn.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 30.jan 2012, 13:46
frá StefánDal
Ég hef sömu sögu að segja af þeim. Þeir eru með þetta.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 30.jan 2012, 20:47
frá Kölski
Já ég verð eiginlega að leggja orð í belg. Hef nú lítið verslað við þá. En það byrjaði þannig að alternatorinn bilaði hjá félaga mínum. Hann hélt að hann vissi hvað væri að. Hann fór með alternatorinn til hans og hann dæmdi hann ónýtan frá a-ö og vildi bara selja honum nýjan alternator. Hann þrjóskaðist við og áhvað að skipta um það sem hann hélt að væri bilunin (Kolin) ef ég man rétt. Síðan þá, er hann búinn að keyra bílinn 35-40þus km á sama alltanator.

Alternator hjá mér bilaði eitthvað. Ég áhvað að rífa hann sjálfur í sundur í leit að bilun. Ég fann bilunina sem var að annað kolið var búið að festast uppi og náði ekki niður. Ég fór til þeirra með alternatorinn og ætlaði að kaupa kolin og umgjörðina utan um hana. Þegar ég fór inn var ég með hann í poka. Hann hélt fyrst að ég væri að fara láta hann hafa hann sundurtekinn og byrjaði bara að röfla út af því. En þegar ég var búinn að gera honum það skiljanlegt að ég ætlaði bara að kaupa kolin sagði hann mér að það væri allt ónýtt í alternatorinnum. Díóður,kolin (kúplínguna hjá trissuni.) og eitthvað fleyra. Hann taldi það upp á einu bretti upp í einhvern 60þus kall en sagði svo orðrétt "en ég get selt þér svona alternator notaðan á 49þus."

Ég spurði hann að ganni út í þessa kúplingu sem hann dæmdi ónýta (Þótt sá hluti alternatorsins væri hálfur oní poka) Hann sagði að hún væri fyrir framan trissuna og þetta myndi allt kjagast strax í sundur vegna mikils slags á trissunni. (Held samt að lágmarki ef þessi kúpling væri í honum að hann þyrfti annaðhvort að skoða hann eða hanfjatla til að dæma svona.)

Ég er kanski ekki neitt alvitur um alternatora en hafði ég ekki hugmynd um að það væri kúpling inn í þeim. Ég endaði með því að segja að ég ætlaði að taka áhættuna og skipta bara um kolin. Hann gekk frekar fúll í burtu sótti kol sem passaði í þetta en ekki umgjörðina eins og ég bað um(hann sagðist ekki eiga hana)

Og svo 2 sem má til gamans geta að þessi alternator er örugglega ekki eldri en 1ára og lítur út eins og nýr.
Og að ég hélt á biluninni í hendinni þegar ég kom þarna inn.

Ég fór heim og ég skipti ekki einu sinni um kolin ég liðkaði annað kolið. En þessi kol eru ónýt. Ætla skipta þeim út þegar ég finn kolin í umgjörðunum og ef einhver veit hvar ég fæ svoleiðis (annarstaðar en hjá þessum ræningjum) þá má hann endilega pósta því hérna.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 30.jan 2012, 20:57
frá Kölski
Og já við rifum alternatorinn alveg í kássu en við gátum ekki með nokkrumóti fundið þessa kúplingu sem hann var að dæma ónýta (Nánast óséða.) Einnig er ekki til neitt sem heitir slag í trissunni.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 30.jan 2012, 21:12
frá jeepson
Það er maður sem heitir Sævar og býr á Seltjarnanesi sem er að yfirfara startara og alternatora. Þetta er æsku vinur hans pabba og pabbi segir að ef að Sævar geti ekki gert við. Þá getur það enginn. Pabbi gamli hefur nú altaf séð um að laga sína startara og alternatora sjálfur. En hann hefur oft keypt það sem ða honum vantar hjá Sævari vini sínum. Ef að menn hafa eitthvað vantraust á -ðrum aðilum og vilja prufa hann þá skal ég redda nr hjá honum fyrir hálft orð.. :)

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 30.jan 2012, 22:50
frá juddi
Svo er mjög gott að eiga við PG þjónustuna

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 30.jan 2012, 23:34
frá StefánDal
Ókei Gísli.

Að sjálfsögðu er enginn fullkominn en heilt yfir held ég að flestir séu ánægðir með Rafstillingu.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 31.jan 2012, 00:23
frá jeepson
StefánDal wrote:Ókei Gísli.

Að sjálfsögðu er enginn fullkominn en heilt yfir held ég að flestir séu ánægðir með Rafstillingu.


enda var ég bara að benda að þennann aðila ef að menn vilja prufa ;)

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 31.jan 2012, 08:05
frá Tómas Þröstur
Hef farið með þrisvar eða fjórum sinnum til þeirra og so far að minnsta kosti myndi ég halda áfram að versla þarna. Eftir að Mögnun hætti er Rafstilling næsti kostur.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 31.jan 2012, 08:21
frá fannarp
Verð að vera sammála polarbear snildarþjónusta.
Fór með startara til þeirra kl 10 um morguninn og hann var tilbúinn kl 15 kostaði minna heldur en var talað um og fékk hann nýmálaðan til baka

Kv

Fannar

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 31.jan 2012, 08:22
frá Kölski
Já ég væri endilega til í að fá að heyra í þessum Sævar. Varðandi Rafstillingu þá mæli ég með að menn fái annað álit ef hann dæmir hlutina ónýta. Hann hefur kanski haldið að ég væri bara einhver strákbjáni en persónulega fynst mér þetta fyrir neðan allar hellur.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 31.jan 2012, 08:29
frá jeepcj7
Ég var að leita að alternator í ford um daginn hann var 10.000 kalli dýrari í rafstillingu en bílaraf.
Það eina sem er að þeim gamla er díóðubrúin ég væri alveg til í að fá # hjá þessum Sævari ef hann á eitthvað í þetta fyrir mig Gísli.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 31.jan 2012, 18:09
frá jeepson
Kölski wrote:Já ég væri endilega til í að fá að heyra í þessum Sævar. Varðandi Rafstillingu þá mæli ég með að menn fái annað álit ef hann dæmir hlutina ónýta. Hann hefur kanski haldið að ég væri bara einhver strákbjáni en persónulega fynst mér þetta fyrir neðan allar hellur.


Ég skal heyra í pabba í kvöld og fá nr hjá Sævari. Sendi það á þig á fésinu :)

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 31.jan 2012, 19:39
frá Doror
Ég er aðeins búin að vera eiga við Rafstillingu og finnst ég alltaf mæta hálfgerðum hroka þegar ég fer þangað. Hafa samt mælt fyrir mif alternator frítt og var ég ánægður með það. En fékk einmitt það sama og aðrir að það borgaði sig ekki að gera við og þeir gætu selt mér nýjan á 49ish þúsund.

Viðmótið var allavega þannig að ég forðaðist að fara með bílinn til þeirra og sendi hann til PG. Sé hvað kemur útúr því.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 31.jan 2012, 20:15
frá Stebbi
Hef ekki orðið var við þennan hroka, en gæti ekki verið að annar hver maður sem sem hefur labbað þarna inn síðastliðin 25 ár með járnarusl í poka sé einmitt með ónýtt rusl. Sumt bara tekur því ekki að laga ef það á að gera það 110% og margir í bílabransanum vilja ekki gefa sig út fyrir reddingar alla daga. Það er ekki á mögrum stöðum þar sem maður lætur skipta um kol og fóðringar í alternator að maður fær hann sandblásinn og málaðan til baka án auka gjalds.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 05.feb 2012, 14:25
frá Gormur
Í gegnum tíðina hef ég keypt mín kol hjá Auðunn í Kóral á Vesturgötuni, bæði í heimilistæki og bíla.
http://www.korall.is/Korall_sf./Korall.is.html

Hann getur smíðað kol í allt.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 05.feb 2012, 17:53
frá arni_86
svopni wrote:Það skiptir engu máli hvað menn eru með í pokanum sínum. Ef þú ferð á verkstæði þá ertu að sækja í sérfræðiþekkingu, og það er ekki traustvekjandi að láta dæma eitthvað ónytt eða nothæft án þess að menn svo mikið sem skoði hlutinn. Og svona hroki er líka óþolandi. Ég fer t.d frekar í Barka en Landvélar vegna þess að í barka eru menn til í að pæla með manni. Í Landvélum eru menn pirraðir ef maður er ekki 100% á því hvað manni hreinlega vantar. Það eru reyndar 2 sölumenn í Landvélum undanskildir, þeir hafa gaman af því að spegúlera.


Alveg sammàla. Hef nàkvæmlega somu søgu ad segja af thessum 2 fyrirtækjum.

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 05.feb 2012, 23:31
frá Kölski
Hef ekki orðið var við þennan hroka, en gæti ekki verið að annar hver maður sem sem hefur labbað þarna inn síðastliðin 25 ár með járnarusl í poka sé einmitt með ónýtt rusl. Sumt bara tekur því ekki að laga ef það á að gera það 110% og margir í bílabransanum vilja ekki gefa sig út fyrir reddingar alla daga. Það er ekki á mögrum stöðum þar sem maður lætur skipta um kol og fóðringar í alternator að maður fær hann sandblásinn og málaðan til baka án auka gjalds.



Já Stefán ég fór til annars fyritækis sem sérhæfir sig í alternatorum. Hann sagði mér að skoða kolin betur. Ég endaði á því að kaupa spennir með kolum og þessi handónýti alternator minn sem átti aldrei að virka aftur nema eyða 60þus+ í uppgerð eða kaupa annann fyrir 50þus. Bara svínvirkar líka svona vel. Það er greinilega munur á Jóni og séra Jóni hjá þeim eftir mín kynni. ;-)

Re: Lof dagsins, Rafstilling

Posted: 06.feb 2012, 10:57
frá ivar
Þið verðið náttúrulega líka að muna að þessir aðilar þurfa að taka á móti mismunandi fólki.
Aðili a kemur inn með rusl í poka og fær sín kol. Fer heim og púslar og ekkert virkar. Sá útúðar t.d. rafstillingu fyrir að hafa ekki haft vit fyrir sér.
Aðili b kemur inn með rusl í poka og fær sín kol. Altenator kemst í lag og endist 40.000 í viðbót og viðkomandi er sáttur.
Aðili c kemur inn með rusl í poka og fær sín kol. Altenator kemst í lag og endist 40.000 í viðbót og viðkomandi er brjálaður yfir hvað endingin er stutt.

Persónulega hef ég farið reglulega til þessa aðila í rafstillingu og hef almennt ekkert nema gott um þá að segja.

Ívar