Síða 1 af 1
					
				NMT símar
				Posted: 28.jan 2012, 20:10
				frá bjornod
				Hef farið víða um Veraldarvefinn og leitað að nýtingarmöguleikum fyrir NMT síma.  Hafði þið heyrt af einhverjum sem getur nýtt þá á einhverja vegu?  Synd að henda svona skemmtilegum tækjum.
			 
			
					
				Re: NMT símar
				Posted: 28.jan 2012, 21:51
				frá jongunnar
				Hann gæti td nýst sem hurðarstoppari (þá væntalega í tölvuherberginu)  ;)
Einnig ef þá átt Chiuaua hund þá gætirðu notað símann til að binda hundinn fastann.....
kv. Jón Gunnar
			 
			
					
				Re: NMT símar
				Posted: 28.jan 2012, 23:07
				frá sean
				jongunnar wrote:Hann gæti td nýst sem hurðarstoppari (þá væntalega í tölvuherberginu)  ;)
Einnig ef þá átt Chiuaua hund þá gætirðu notað símann til að binda hundinn fastann.....
kv. Jón Gunnar
 Bwwwhhhaahhahaha ;-)
 
			
					
				Re: NMT símar
				Posted: 28.jan 2012, 23:29
				frá krissi200
				Hef ekki hugmynd! En þetta er góð spurning.
			 
			
					
				Re: NMT símar
				Posted: 29.jan 2012, 11:38
				frá biggi72
				Veit að efnamóttakan var að leita að svona símum til að setja á safn.
Getur prófað þá.
			 
			
					
				Re: NMT símar
				Posted: 29.jan 2012, 13:17
				frá Sævar Örn
				hentar ágætlega í dóta kassann hjá 2-6 ára
			 
			
					
				Re: NMT símar
				Posted: 29.jan 2012, 16:26
				frá bjornod
				Er þetta þá hvergi nýtt í heiminum?  Er enginn sniðugur sem fann út að með smá breytingum væri hægt að breyta þessu í tímavél, hlerunartæki eða ritvél?
			 
			
					
				Re: NMT símar
				Posted: 31.jan 2012, 19:31
				frá stjani39
				Þetta kerfi er enþá í notkun á grænlandi
			 
			
					
				Re: NMT símar
				Posted: 31.jan 2012, 19:43
				frá olei
				Einhver sagði mér að pólverjar notuðu enn NMT og að þar væri markaður fyrir þá.
			 
			
					
				Re: NMT símar
				Posted: 31.jan 2012, 19:44
				frá olei
				bjornod wrote:Er þetta þá hvergi nýtt í heiminum?  Er enginn sniðugur sem fann út að með smá breytingum væri hægt að breyta þessu í tímavél, hlerunartæki eða ritvél?
Ég er með plan um að breyta gömlum Ericsson í fótanuddtæki. Það er enn á teikniborðinu.