Síða 1 af 1

Driflokur í Terrano?

Posted: 26.jan 2012, 21:22
frá glanni
Sælir, er Terrano 98 eða 99 árg dísel sem er með auto-lokum og auðvitað virka þær ekki þegar maður þarf á þeim að halda, veit að það eru til lokur í stál og stönsum á 40 þús of dýrar fyrir minn smekk sérstaklega því ég veit að þær voru á 8000 í N1 fyrir ca 2 árum en þeir eiga þær ekki lengur
Spurningin er, veit einhver hvort það passar af einhverjum öðrum bílum eða hvort einhver hafi hreinlega prófað að sjóða autolokurnar fastar?
kv, Glanni

Re: Driflokur í Terrano?

Posted: 26.jan 2012, 22:46
frá Hagalín
Ef þetta eru svipaðar lokur og á Patrol að þá er ekki spurning að sjóða þetta fast. Er búinn að vera með svoleiðis á gamla mínum og þeim sem ég á núna og það svíkur þig ekki.

Re: Driflokur í Terrano?

Posted: 26.jan 2012, 23:08
frá glanni
já held að best sé að sjóða þetta bara spurning hvort það sé hægt, en það eru öðruvísi lokurnar í patrol,

Re: Driflokur í Terrano?

Posted: 26.jan 2012, 23:18
frá Hagalín
glanni wrote:já held að best sé að sjóða þetta bara spurning hvort það sé hægt, en það eru öðruvísi lokurnar í patrol,



Oki, en eru þessar auto lokur svona svipað uppbyggðar flest allar óháð tegund?

Re: Driflokur í Terrano?

Posted: 26.jan 2012, 23:57
frá glanni
þAð er eitthvað sýstem inni í þessu sem á að "kikka" inn við átak, já held að það sé hugsunin á bak við svona auto dót, hugmyndin er góð ef hún bara virkaði :)

Re: Driflokur í Terrano?

Posted: 27.jan 2012, 00:39
frá Sævar Örn
ef lokurnar eru ó brotnar þá skaltu bara smella dassi af sjálfskiptivökva inn í þær og smella þeim í og prufa svo að keyra svolítið þannig þær hreinsi sig og liðkist, klikkar aldrei

Re: Driflokur í Terrano?

Posted: 27.jan 2012, 08:48
frá Valdi B
sjóddu þær bara... það er lítið mál ;)