Síða 1 af 1

Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 00:31
frá Svenni30
Sælir.
Viðtal við Magga sem er að smíða nýjan bíl í torfæruna.
Hvernig lýst mönnum á þetta hjá honum.
Fjarki með turbo og innað við tonn.
Verður gaman að sjá hvernig þetta á eftir að virka.

http://inntv.is/Horfa_%C3%A1_%C3%BE%C3% ... 1327017660

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 01:25
frá andrig
ok, sorry þessi þáttur er of vandræðalegur.

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 01:40
frá halli7
andrig wrote:ok, sorry þessi þáttur er of vandræðalegur.

x2

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 09:09
frá Svenni30
Jájá en þetta er það eina sem er sýnt er af mótorsporti í sjónvarpi.
En mér finnst þetta áhugavert hvað hann er að smíða. léttan bíl með miðjumótor og turbo.

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 11:08
frá LFS
er ekki hætt við að hann prjoni frekar yfir sig þegar buið er að færa þyngd fyrir miðju.

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 11:42
frá Heiðar Brodda
alltaf gaman að sjá nýungar gallinn við turboin að þú verður liggur við að læra keyra uppá nýtt því tækið er vita máttlaust þannig séð nema þegar bínan er inni
hef séð þetta í torfæru útí noregi og þetta virkaði alveg í löngum sandbrekkum gaman að sjá þetta nú er búið að prufa grind með lið begjur að aftan og ýmislegt er ekki sukkinn jimni með saab turbo í götubíla flokknum hann virkar þegar bínan kemur inn kv Heiðar

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 12:00
frá Heiðar Brodda
já hefði kannski átt að horfa á þáttinn fyrst og kommennta svo hehe en jú við skulum nú vona að þetta tæki komist í keppni og hondan virki eitthvað hjá honum líst vel á þetta dæmi

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 16:05
frá gislisveri
Án þess að ég viti neitt um neitt, þá las ég um daginn um eitthvað BMW grey, 6cyl línu sem var með tveimur misstórum túrbínum, önnur kom inn á lægri snúningi og hin tók svo við.
Er þetta vitleysa eða væri hægt að útfæra þetta í svona bíl?

Persónulega er ég voða glaður þegar menn gera eitthvað öðruvísi og nýtt, þó það sé reyndar synd að Maggi sé ekki lengur á Súkku, merktur sukka.is.
Spurning um að bjóða honum jeppaspjalls spons í staðinn, við fáum að merkja bílinn gegn kókómjólk og snúð.

Varðandi þáttagerðina, þá veit ég ekki betur en að þetta sé besti mótorsportþáttur sem er í boði í íslensku sjónvarpi eins og er. Það þýðir ekkert að tuða yfir því.

Súkkukveðja,
Gísli.

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 16:58
frá jeepcj7
Flottur þáttur um flott fólk og töff tæki alveg gargandi snilld vonandi að þetta virki allt eins og það á að gera hjá Magga GO4IT

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 18:30
frá kalliguðna
flottur þáttur og óþarfi að fara hjá sér þó allir séu ekki með sömu takktana! áhugaverð smíði, það verður gaman að sjá útkomuna.
kv:Kalli taktlausi

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 18:34
frá hjallz
Ágætis þáttur en ég veit nú um einn sem var smíðaður fyrir meira en 20 árum síðan með miðju mótor og hásingunum snúið við. Hann var klár í götubílaflokkinn en varð nú samt aldrei svo frægur að keppa. Svo það er óþarfi að vera eigna sér þessa hugdettu sem aðrir hafa framkvæmt.

Re: Torfæran

Posted: 25.jan 2012, 19:40
frá SævarM
Enda er þetta ekkert nýtt eða svaka uppfinning en það er engin annar að þessu núna og þar af leiðandi sérstakt

Re: Torfæran

Posted: 27.jan 2012, 16:20
frá StefánDal
Þessi frábæra síða hjá þessari frábæru stöð með þessum frábæra þætti liggur niðri. Var þetta komið á youtube?