Síða 1 af 2

Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 21:51
frá joias
Jæja drengir.
Nú langar mig að fá skoðanir ykkar á hvaða jeppi er áreiðanlegastur orginal frá verksmiðju. Það má bæði tjá sig um nýja og notaða bíla.
Þá er ég að tala um eftirfarandi kröfur.

Viðráðanlegt kaupverð fyrir meðaljón.
Lág eldsneytiseyðsla. (miðað við jeppa)
Lág bilanatíðni.
Einfaldur í viðhaldi.
Lágt verð á varahlutum. (miðað við aðrar tegundir)

Það er ekki sérstök ástæða fyrir þessum þræði, langaði bara að forvitnast hvað ykkur finnst. Það er að segja ef þið nennið að skrifa hér inn. Engin tilætlunarsemi í gangi hér.

E.S. Endar þetta kannski með ríg? :)

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 22:01
frá -Hjalti-
Hvar hættir jepplingur að vera jepplingur? Og öfugt? Ef Cherokee er jeppi þá ætla ég að segja að Honda CRV sé besti óbreitti jeppinn miðavið þínar kröfur :D

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 22:07
frá joias
Ég hugsa einmitt að Honda CRV sé besti eða með betri jepplingum já. En ég er meira að spyrja útí jeppa sem er ekki búið að setja á stærri dekk eða eiga við á nokkurn hátt.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 22:11
frá Haffi
Suzuki Fox myndi ég telja.
Bíll með splittað, hátt og látt drif er að mínu mati ekki jepplingur :)

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 22:22
frá jeepson
-Hjalti- wrote:Hvar hættir jepplingur að vera jepplingur? Og öfugt? Ef Cherokee er jeppi þá ætla ég að segja að Honda CRV sé besti óbreitti jeppinn miðavið þínar kröfur :D


Það er neflilega alveg magnað að maður skuli altaf kalla óbreyttan cherokee jeppa. Ef að það ætti að flokka hann rétt þá myndi segja að hann væri svona mitt á milli þess að vera jeppi og jepplingur.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 22:25
frá Hagalín
Mitt álit á því hvað er jeppi og svo jepplingur er að það eru jeppar sem hafa millikassa og hi/lo.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 22:27
frá G,J.
Þessi er auðveld, Jeep Grand Cherokee er í sérklassa :)

Kv.GJ

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 22:30
frá joisnaer
LAND ROVER!!!!

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 22:31
frá Haffi
svopni wrote:
Hagalín wrote:Mitt álit á því hvað er jeppi og svo jepplingur er að það eru jeppar sem hafa millikassa og hi/lo.


Einmitt það sem ég ætlaði að segja :)

Einmitt það sem ég sagði :)

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 22:59
frá -Hjalti-
svopni wrote:Þannig að nýji cherokee er bæði til sem jeppi og jepplingur. Toppiði það :)


Meira svona sportbíll
Image

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 23.jan 2012, 23:12
frá joias
Já sæll ! ! !

Flottur er hann.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 07:00
frá elfar94
leó m jónsson sagði einhverntíman að munurinn á jeppa og jeppling væri hátt og lágt drif

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 07:25
frá jeepcj7
Þá er þetta líklega ekki jeppi.
Image

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 08:23
frá Gulli J
Ég er allavega sammála prestinum sem sagði: Ef það eru bílar í Himnaríki þá er það JEEP GRAND CHEROKEE.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 10:12
frá ktor
Ég verð að segja Landrover þrátt fyrir að vera Cherokee veikur á háu stigi. Allavega sagði Gamall maður eitt sinn þegar þetta var rætt í góðra vina hópi það er einfalt og þarf ekki að ræða það fyrst kom landrover og lagði vegina svo komu hinir.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 12:54
frá Sævar Örn
Hagalín wrote:Mitt álit á því hvað er jeppi og svo jepplingur er að það eru jeppar sem hafa millikassa og hi/lo.


þá á ég tvo jeppa

vitara og subaru 1800 leone 1986 :)

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 13:10
frá JeepKing
Skemtilegur þráður :)

Ég segi Grand Cherokee ZJ 4L eða 5.2 báðir frábæri mótorar 190hp og 220 hp skila manni vél áfram
kosta lítið
öflugur drifbúnaður
drifgeta í snjó og drullu alveg mögnuð
léttur og skemtilegur jeppi
eiðir minna en V6 pajero :)

Galli: Eiðir aðeins meira en CRV sem er 100hp kraftminni

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 13:31
frá -Hjalti-
JeepKing wrote:
Galli: Eiðir aðeins meira en CRV sem er 100hp kraftminni


Já þú sérð ekki annan og stærri galla en þetta????

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 13:36
frá muggur
Óbreyttur jeppi:
Ef ég væri tvítugur þá langur Suzuki Fox.
- ódýrir
- Eyða litlu
- Komast ótrúlega
- Auðvelt og ódýrt að breyta í öflugan jeppa.

Um fertugt með börn og hund: Pajero eða Land Cruiser
- Þægindi í akstri
- Tiltölulega mikið pláss inni í þeim án þess að þurfa 2 stæði (Ameríka og Patrol)

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 13:55
frá Hjörturinn
60 cruiser all the way.
-Einfaldur
-Læsingar orginal
-Gott pláss
-Eyðir littlu
-Kom með gírspili

Segir allt sem segja þarf að hann kom eiginlega bara í NATÓ spec (24 volta rafkerfi til dæmis) þar sem þetta átti að notast sem jeppi, ekki til að fara í hagkaup.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 14:48
frá JeepKing
-Hjalti- wrote:
JeepKing wrote:
Galli: Eiðir aðeins meira en CRV sem er 100hp kraftminni


Já þú sérð ekki annan og stærri galla en þetta????



Jú útvarpið endist bara í 15 ár :)
Hjörturinn wrote:60 cruiser all the way.
-Einfaldur
-Læsingar orginal
-Gott pláss
-Eyðir littlu
-Kom með gírspili

Segir allt sem segja þarf að hann kom eiginlega bara í NATÓ spec (24 volta rafkerfi til dæmis) þar sem þetta átti að notast sem jeppi, ekki til að fara í hagkaup.


60 crúser einn besti jeppi fyrr og síðar en mér fanst hann frekar hastur á þessum flatjárnum..

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 14:59
frá Nóri 2
land cruser 80. patrol. og land rover. koma með alvöru fjöðrun ekki einhver flatjárn né klafadrasl

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 15:00
frá -Hjalti-
JeepKing wrote:Jú útvarpið endist bara í 15 ár :)



Leiðilegt með útvarpið :(

Image

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 15:15
frá -Hjalti-
svopni wrote:Er þetta eina myndin sem er til af Cherokee sem hefur bilað? Eða verið skemmdur réttara sagt? Ég velti einusinni 4-runner, það var mér að kenna og ég keypti mér annan. Ég get alveg bundið spotta í framstuðara á hvaða bíl sem er og slitið hann af. Ekki það að ég sé neitt hörundsár sko :D


Rifið í sundur , pikkfast , lekandi olíu og frostlög , úrbrætt og með brotin drifsköpt hér og þar :) á myndir af þessu öllu, viltu að ég pósti þeim líka? :)

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 15:42
frá Kiddi
Það eru nú fleiri en einn og fleiri en tveir, 4-Runnerarnir sem myndu líka slitna í sundur af ryði við það að rykkja í klessufastan Patrol... ég er ekki að segja að þinn myndi gera það.

Annars þá myndi ég svosem ekki segja að Cherokee væri besti óbreytti jeppinn ætli það væri ekki frekar Hilux og Land Cruiser 100 eða 120.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 17:39
frá hobo
joias wrote:Viðráðanlegt kaupverð fyrir meðaljón.
Lág eldsneytiseyðsla. (miðað við jeppa)
Lág bilanatíðni.
Einfaldur í viðhaldi.
Lágt verð á varahlutum. (miðað við aðrar tegundir)


Miðað við þessar viðmiðanir er bara ein tegund sem kemst að: SUZUKI

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 18:02
frá jeepson
svopni wrote: Úrþví að ég gat étið minn eiginn skít og keypt mér Patrol þá er öllum viðbjargandi úr trúarbragðafestunni :)


Úff. Þú mintir mig svolítið á mig þarna. Enda þó nokkuð margir sem hafa gert grín af mér eftir að ég keypti patrol. en engin eftir sjá komin og vona að það verði ekki. En það er nú líka þannig að þetta bilar alt eyðir alt og ryðgar alt. Svo má altaf gera gott betra, En ég hugsa að ég myndi velja cherokee ef að ég væri að pæla í litlum jepp/ jeppling. Þeir eru sprækir og skemtilegir en eyða auðvitað soddið. En mér hefur nú dottið í hug ða skipta frúar bílnum út fyrir patrol sem er minna breyttur. 33" kanski.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 18:52
frá steinarxe
Landcruiser 70,hægt ad fa fra verksmidju med aukatonkum og girspili fyrir utan ad vera læstur hringinn orginal og hægt ad fa bædi i jeppa og single cab pikkup utgafu. Hann er lika a hasingu ad framan og aftan. Svo er ekki langt sidan 4,5l v8 tdi var droppad i huddid sem einnig er hægt ad fa i 4 til 500 hundrud hestafla twinturbo utgafu.tessir bilar eta allar tessar druslur nefndar her ad ofan en verdid a tessum bilum veit eg ekki og langar ekki serstaklega til ad athuga strax:)

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 18:59
frá KÁRIMAGG
hobo wrote:
joias wrote:Viðráðanlegt kaupverð fyrir meðaljón.
Lág eldsneytiseyðsla. (miðað við jeppa)
Lág bilanatíðni.
Einfaldur í viðhaldi.
Lágt verð á varahlutum. (miðað við aðrar tegundir)


Miðað við þessar viðmiðanir er bara ein tegund sem kemst að: SUZUKI

Þar er ég sammála

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 19:24
frá gislisveri
KÁRIMAGG wrote:
hobo wrote:
joias wrote:Viðráðanlegt kaupverð fyrir meðaljón.
Lág eldsneytiseyðsla. (miðað við jeppa)
Lág bilanatíðni.
Einfaldur í viðhaldi.
Lágt verð á varahlutum. (miðað við aðrar tegundir)


Miðað við þessar viðmiðanir er bara ein tegund sem kemst að: SUZUKI

Þar er ég sammála


Menn verða auðvitað aldrei sammála, en suzuki skorar hæst í öllum flokkum sem gefnir eru upp.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 20:37
frá Hrannifox
sukka er að skora vél hátt miðað við upptalninguna hjá þér og umboðið að gera góðahluti allavega fyrir
mig með mínar siðustu 4 sukkur

lika cherokiee man að mamma átti einn óbreyttan 97 4 l þetta vann nógu mikið eyddi nógu annskoti litlu
og viðhald var ekki mikið þótt mamma keyrði mikið vegna vinnu
líka fínt verð á varahlutum( samt eru varahlutir alltof dýrir) hjá bilabúð benna hef verið að versla svolitið i minn, hef ekki verið mikið aumur i rassinum og góð þjónusta
eftir þá og góð þjónusta

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 21:16
frá jeepson
Það borgar sig að hringja í þá helstu sem eru að selja varahluti hvað cherokee varðar. Það hefur verið mjög gott að eiga við IB á Selfossi og þeir hafa verið með góð verð á hlutunum. Það hafa ljónstaða bræður líka verið.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 21:35
frá reyktour
Land rover defender.
Er hægt að laga með RAPE tape. skrúfjárni og ströppum.
If it aint broke then why fix it?
Þeir fundu réttu uppskriftina fyrir hálfri öld, meðan allir aðrir hafa reynt.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 22:03
frá Einar Kr
Lada Sport...þ.e.a.s ef við sleppum næst efstu upptalningunni...

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 22:10
frá Einar Örn
ég myndi seigja ny súkka hún er nefnilega með farmagnslæsingum að faraman og aftan orginal...


ég er ekki súkkur kall en þetta er það fyrsta semað kom uppí hugann miðað við pening og notkunargildi

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 22:21
frá arnisam
Er frekar hissa á að það sé nú ekki búið að koma með þennan hérna, enda óumdeildur sigurvegari ef um óbreytta jeppa er að ræða :)

Jeep Wrangler Rubicon Unlimited árgerð 2006

Línu sexa, 4.0l sem er með betri jeppavélum sem hafa verið í framleiðslu.
Gormafjöðrun framan og aftan
Heilar hásingar
D44 drifum framan og aftan með læsingum (man ekki hvort það voru loft eða rafmagnslæsingar)
4.10 hlutföll
4:1 hlutfall í millikassa
31" dekk
ca 1700kg
Hræbillegir varahlutir og óendanlegt magn af aukahlutum

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 22:49
frá juddi
Súkka ekki spurning miðað við listann

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 23:08
frá jeepson
arnisam wrote:Er frekar hissa á að það sé nú ekki búið að koma með þennan hérna, enda óumdeildur sigurvegari ef um óbreytta jeppa er að ræða :)

Jeep Wrangler Rubicon Unlimited árgerð 2006

Línu sexa, 4.0l sem er með betri jeppavélum sem hafa verið í framleiðslu.
Gormafjöðrun framan og aftan
Heilar hásingar
D44 drifum framan og aftan með læsingum (man ekki hvort það voru loft eða rafmagnslæsingar)
4.10 hlutföll
31" dekk
ca 1700kg
Hræbillegir varahlutir og óendanlegt magn af aukahlutum


Komu ekki þessir bílar orginal á 33" Mér fynst endilega eins og ég hafi heyrt það einhversstaðar.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 24.jan 2012, 23:21
frá elfar94
Einar Kr wrote:Lada Sport...þ.e.a.s ef við sleppum næst efstu upptalningunni...


ég er alveg sammála þér en samt sem áður ósammála, ladan bilar ekki mikið ef rétt viðhald hefur verið, eins og ladan mín hefur fengið skelfilegt viðhald en bilar ekki oft en þó bilar

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Posted: 25.jan 2012, 00:42
frá arnisam
jeepson wrote:
arnisam wrote:Er frekar hissa á að það sé nú ekki búið að koma með þennan hérna, enda óumdeildur sigurvegari ef um óbreytta jeppa er að ræða :)

Jeep Wrangler Rubicon Unlimited árgerð 2006

Línu sexa, 4.0l sem er með betri jeppavélum sem hafa verið í framleiðslu.
Gormafjöðrun framan og aftan
Heilar hásingar
D44 drifum framan og aftan með læsingum (man ekki hvort það voru loft eða rafmagnslæsingar)
4.10 hlutföll
31" dekk
ca 1700kg
Hræbillegir varahlutir og óendanlegt magn af aukahlutum


Komu ekki þessir bílar orginal á 33" Mér fynst endilega eins og ég hafi heyrt það einhversstaðar.


Hérna eru allar upplýsingar um þetta: http://www.jeepforum.com/forum/f9/stock-tj-specifications-452871/

Rubicon kom á MT/R LT245/75R16 eða um 30.5".