Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn


Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá Kölski » 25.jan 2012, 02:29

Ég held að ofantöldu þá hafi súkkan vinninginn,
Lágt verð.
Eyðir litlu.
Ótrúlega auðveld í viðhaldi.
Og mjög ódýrir varahlutir.

Hitt eru margir hverjir flottir bílar en standast bara ekki allar kröfur (sem lagðar eru fram) jafn vel og súkkan.

Jeep eyðir náttúrulega alveg slatta, og af þeim bílum sem ég hef umgengist er þokkalegt viðhald á.

Toyota, virkilega góðir bílar en vel dýrir og ágætlega dýrir í viðhaldi.

Nissan. Mjög dýrir varahlutir.

Landrover. Vel dýrir, veit svo sem ekkert hvað þeir kosta í viðhaldi.

Eina sem ég get lítið sagt um er mitsubishi og honda en ég efa að þeir standist þessar kröfur betur en súkkan svo mitt álit er Suzuki. ;-)



User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá Freyr » 25.jan 2012, 02:39

Jeep Rubicon unlimited.

Góð vél, góð skipting, góður millikassi, góðar hásingar með mjög fullkomnum lásum og þokkalega léttur.


dabbigj
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 17:22
Fullt nafn: Davíð Geir Jónasson

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá dabbigj » 25.jan 2012, 13:25

Freyr wrote:Jeep Rubicon unlimited.

Góð vél, góð skipting, góður millikassi, góðar hásingar með mjög fullkomnum lásum og þokkalega léttur.


Tek undir þetta


HR2JON
Innlegg: 52
Skráður: 07.apr 2011, 10:29
Fullt nafn: Hrannar Jón Emilsson

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá HR2JON » 26.jan 2012, 20:46

ég verð nú að segja að það vantar Range Rover P38(94-01) þessi bíll kom á hásingum að fr. og aft., loftpúðum fr.og aft. ótrúlega léttur í akstri, sprækur þrátt fyrir litla diesel vél og enn sprækari með bensín og varahlutaverðið kom mér mjög á óvart

ég ek ekki á svona sjálfur, heldur er ég toyota maður eins og sést kannski á listanum hér fyrir neðan en þessi bíll kom mér á óvart
Ford F-150 2006


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá olei » 26.jan 2012, 20:52

Viðráðanlegt kaupverð fyrir meðaljón.
Lág eldsneytiseyðsla. (miðað við jeppa)
Lág bilanatíðni.
Einfaldur í viðhaldi.
Lágt verð á varahlutum. (miðað við aðrar tegundir)


Image

Málið dautt.

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá DABBI SIG » 26.jan 2012, 22:00

Merkilega skemmtilegar umræður :D

joias wrote:Viðráðanlegt kaupverð fyrir meðaljón.
Lág eldsneytiseyðsla. (miðað við jeppa)
Lág bilanatíðni.
Einfaldur í viðhaldi.
Lágt verð á varahlutum. (miðað við aðrar tegundir)


...en miðað við fyrirsögn þessara þráðar "besti orginal jeppinn" þá fæ ég ekki alveg skilið hvernig þessi skilgreining hér að ofan á við. Þetta finnst mér bara vera skilgreining á fólksbíl eða já jeppling eins og hefur verið rætt hér að ofan.
Með þennan titil "besti orginal jeppinn" hefði ég haldið að ætti að ræða fleiri hluti en bara áreiðanleika heldur líka hluti eins og notkunargildi, pláss, drifgetu og styrkleika... er það ekki þessvegna sem við erum að kaupa jeppa? en ekki bara til að þeir séu áreiðanlegir :D? Bara pælingar...

Einar Örn wrote:ég myndi seigja ny súkka hún er nefnilega með farmagnslæsingum að faraman og aftan orginal...

ég er ekki súkkur kall en þetta er það fyrsta semað kom uppí hugann miðað við pening og notkunargildi



Síðan hvenær kom súkka með rafmagnslæsingum framan og aftan orginal ef ég skil þetta rétt??
Ef það ætti að skilgreina besta "jeppann" þá held ég að súkkann sé fallinn á því prófi því hún hefur í raun lítið að bera sem jeppi í mínum huga, þ.e. notkunargildi, pláss, drifgeta, styrkur. Ath. Þetta eru bara mín 2cent, hef ekkert á móti súkkum, skemmtileg leiktæki en engir vinnujálkar eða massífir jeppar.
Ef ég ætti að velja titilinn besti jeppinn væri umræddur rubicon vel ofarlega ásamt lc 80 og patrol(bjóst ekki við þessu frá mér) því þarna erum við með hardcore jeppa á hásingum með fjöðrun, læsta og þó að patrol og lc80 séu klettþungir fara þeir ótrúlega mikið óbreyttir. Því mín skilgreining á jeppa er ekki bara sá sem getur flotið ofaná snjó einhvern smá spöl því ekki sendir þú súkku útí straumharða Krossá en það gætirðu hinsvegar gert á fyrrgreindum bílum. Ef léttleiki ætti að skipta svona miklu máli væri XJ cherokee mun ofar á listanum en súkkan en hann hefur kannski ekki eyðslu og bilanatíðnina með sér. Það flokkast líka sennilega fleiri bílar með þarna, lc70 mögulega sem var nefndur að ofan og að sjálfsögðu L200,
sem uppfyllir þessi skilyrði um áreiðanleika, bilanatíðni og eyðslu hér að ofan betur en margar súkkur og sterkbyggðari en sambærilegir pallbílar.
Kv. Dabbi (sem er með bilaðann L200 heima og bara varð að bæta honum við listann :D)
-Defender 110 44"-

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá jeepson » 26.jan 2012, 23:54

olei wrote:
Viðráðanlegt kaupverð fyrir meðaljón.
Lág eldsneytiseyðsla. (miðað við jeppa)
Lág bilanatíðni.
Einfaldur í viðhaldi.
Lágt verð á varahlutum. (miðað við aðrar tegundir)


Image

Málið dautt.


Þessi flokkast ekki með. Það er búið að breyta honum. hehe :D
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


agnar qpr
Innlegg: 2
Skráður: 28.jan 2012, 19:43
Fullt nafn: Agnar Daði

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá agnar qpr » 28.jan 2012, 19:47

Hilux er ódrepandi og kemst allt
Hann er lang besti jeppinn

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá íbbi » 02.feb 2012, 04:18

er hægt að svara þessu með einu svari?

ég á ennþá eftir að rekast á bíl sem hefur ekki sína kosti og galla, ekki það að mig langi ekki orðið í almennilega græjaðan jeppa, en hef hingað til bara átt haug af allskonar óbreyttum. og kann reyndar best við slíka bíla í fjölskyldusnattið

átti fyrir mörgum árum 4runner, ssk, hann bilaði sama sem ekkert, var mjúkur og fór furðuvel með mann m.a við skyldleikan við hilux, en þetta eyddi bara einfaldlega of miklu,
átti svipaða árgerð af pajero, pajeroinn var afar þægilegur, merkilega vel búinn, eins og með 4runnerinn var v6 mótorinn bara að eiðileggja þetta, bíllinn var grútmáttlaus, sérstaklega út á vegum og eyddi eins og togari.

í amerísku deildini hef ég verið á durango, expedition, explorer, cherokee 6og 8cyl og dakotu reyndar líka,
durangoinn var mikil vobrigði, 7manna jeppi sem tók ekki barnastól með góðu móti í aftursætið, og eyddi ekki minna en expedition-inn, annars voru þetta allt skemmtilegir bílar, en eins og japanarnir þá er þetta bara i.m.o of þyrst til að geta notað þetta sem fjölskyldubíl.

það er í raunini einn garmur sem stendur uppúr hjá mér. og það kom mér á óvart verður að segjast. er búinn að vera með 99' TerranoII diesel í að verða 5 ár. keyra honum 100þús km við allar aðstæður, virkilega nota hann. og þessi bíll er búinn að standa sig svo lýgilega vel að það verður að segjast að all over þá ber hann höfuð og herðar yfir hina. ekki er hann fallegur, ekki er nú gott að keyra hann heldur, en hann er að eyða steddý 10l innanbæjar ekki í neinum sparakstri. fer undir 10 úti á vegum, 2.7l tdi vélin er bara virkilega fín. gott pláss í honum, og bara almennt staðið sig afar vel, þau vandamál sem hafa komist upp virðast vera kvillar sem fylgja þeim öllu, ryð í sílsum, vesen á ljósunum, annars bara almennt viðhald, var ekinn um 170k þegar hann var keyptur ofan af kárahnjúkum. þá var farið alveg yfir stýrisganginn, millibilsstöng og flr, á 100þús km hefur verið farið í bremsur, 1stk spíss, svissbotn og e-h álíka viðhald.

það var svo annar eins í fjölskylduni sem stóð sig jafn vel.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


einar83
Innlegg: 46
Skráður: 02.apr 2011, 20:16
Fullt nafn: einar þór steinarsson

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá einar83 » 02.feb 2012, 13:01

Jeep Wrangler alltaf!


jeep cruser
Innlegg: 4
Skráður: 04.feb 2012, 12:24
Fullt nafn: Daníel Olsen

Re: Skoðanakönnun: Besti orginal óbreitti jeppinn

Postfrá jeep cruser » 04.feb 2012, 12:40

Að mínu áliti þá er líklega besti jeppinn ef mið eru tekin af óbreittum bíl sem uppfyllir ofangreind skilyrði um verð/ bilanatíðni/ eyðslu og varahlutaverð Suzukui Grand Vitara,,,bíll sem hefur sannað sig vel á Íslandi og bilar bíla minnst,,ef markmiðið er drifgeta á óbreyttum bíl þá tek ég undir að Jeep Rubicon er flottur kostur.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 87 gestir