Leyfi til túristaferða
Leyfi til túristaferða
frá Einfari » 17 Apr 2010, 10:33
Brjótur. .Mér spurn þar sem þú, að mér skilst gerir út á akstur með túrista, eru einhver lög yfir þá eða getur hvaða fífl (afsakið orðbragðið) tekið það að sér. Þurfa menn ekki vera búnir að taka nein próf, vera með neina reynslu bæði á fjallaferðum og einnig í leiðsögu. Hér eru leiðsöguskólar, þurfa menn ekki að hafa farið í þá áður en þeir taka svona að sér.
Eru menn sendir á námskeið í fjallaferðum áður en þeir fá leyfi til að aka með túrista eða er gengið út frá því að fólk sem ekur með túrista sé með síma og alltaf í sambandi og geti því bara hringt á björgunarsveitir?? Maður hefur hitt suma af þessum bílstjórum og eru þeir jafn misjafnir og þeir eru margir og virðist sem það séu ekkki neinar samræmdar reglur hjá þeim.
Það sem einn gerir, gerir ekki annar þó að þeir séu að fara sömu leið og ef maður spyr þann sem fór þá segir hann að sá sem fór ekki hafi verið hræddur og ef maður spyr þann semm fór ekki þá segir hann að sá sem fór hafi ekki kannað veðurspár o.sv.frv. Svo heyrir maður af því að í einhverjum tilfellum hendi menn túristunum út og það eftir á hótelum þar sem þeir treysti sér ekki lengra og láti sig hverfa. Þú getur sjálfssagt frætt mig og aðra hvaða menntun þú hefur til að vera í þessum akstri.
Brjótur. .Mér spurn þar sem þú, að mér skilst gerir út á akstur með túrista, eru einhver lög yfir þá eða getur hvaða fífl (afsakið orðbragðið) tekið það að sér. Þurfa menn ekki vera búnir að taka nein próf, vera með neina reynslu bæði á fjallaferðum og einnig í leiðsögu. Hér eru leiðsöguskólar, þurfa menn ekki að hafa farið í þá áður en þeir taka svona að sér.
Eru menn sendir á námskeið í fjallaferðum áður en þeir fá leyfi til að aka með túrista eða er gengið út frá því að fólk sem ekur með túrista sé með síma og alltaf í sambandi og geti því bara hringt á björgunarsveitir?? Maður hefur hitt suma af þessum bílstjórum og eru þeir jafn misjafnir og þeir eru margir og virðist sem það séu ekkki neinar samræmdar reglur hjá þeim.
Það sem einn gerir, gerir ekki annar þó að þeir séu að fara sömu leið og ef maður spyr þann sem fór þá segir hann að sá sem fór ekki hafi verið hræddur og ef maður spyr þann semm fór ekki þá segir hann að sá sem fór hafi ekki kannað veðurspár o.sv.frv. Svo heyrir maður af því að í einhverjum tilfellum hendi menn túristunum út og það eftir á hótelum þar sem þeir treysti sér ekki lengra og láti sig hverfa. Þú getur sjálfssagt frætt mig og aðra hvaða menntun þú hefur til að vera í þessum akstri.
Re: Leyfi til túristaferða
Sæll Einfari ég vona að þér sé sama þó að ég geri þetta svona, en þarna komstu með góðan punkt og þarfan í ljósi undangengis goss á Fimmvörðuhálsi, því að þar missti landinn sig þegar kom að jeppaferðum að gosinu, allt í einu var eins og engar reglur eða lög gilltu og hver jeppariddarinn á fætur öðrum geystist af stað með ferðamenn gegn gjaldi, en þeir virtust líta sem svo á að af því að þetta voru Íslendingar, vinir og vinir vina þá væri allt í lagi að keyra an leyfis og taka gjald fyrir, en stóri bró þ.e. vegagerðin mætti á svæðið og fór að skoða málið og sneri víst æðimörgum við og klippti af bílum við Sólheimahjáleigu, ok en nóg um það,nú skal ég svara spurningum þínum.
Ég held reyndar að ég sé búinn að svara fyrstu spurningu þ.e um ..fíflin.. hér fyrir ofan ;)
til að fara að keyra túrista þarf á Patrol leigubílaréttindi, á Excursion fer það eftir því hversu gamalt bílprófið þitt er ég man ekki nákvæmlega hvar mörkin eru í árum eða kg. en minnir að það þurfi meirapróf á 3.500 kg og stærra einhvern tíma eftir 2000, og það þarf meirapróf og rútupróf á Econoline.
Og það þarf viss rekstrarleyfi frá Vegagerðinni mismunandi eftir því hvernig bíla er verið með, Og að sjálfsögðu er reynslan besti kosturinn og skólinn í þessari grein, en ekki er krafist menntunar úr leiðsöguskólum enda er ekki verið að auglýsa menntaða leiðsögumenn í þessum ferðum almennt, heldur menn með reynslu í fjallaferðum og þesskonar menn vita nú fjandi mikið um hálendið og ýmislegt annað,svo ég víki aðeins frá reglunum þá er það mín reynsla á 9 árum að túristinn er ekki að sækjast eftir þessari síbyljugædun sem á sér stað í rútunum, heldur meira daglegu spjalli og fréttum úr daglega lífinu, en að sjálfsögðu þarf maður að geta sagt frá helstu punktum einsog á Þingvöllum og fleiri stöðum.
Þú spyrð um námskeið í fjallaakstri, nei ekki námsskeið þess vegna er verið að reyna að fá reynda fjallabílstjóra heldur en óvana en það eru nú ekki allir sem hugsa um það því að það eru í þessum bransa menn sem hafa aldrei farið í jeppaferð áður en þeir fóru út í þennan business, nú fara einhverjir í fýlu við mig:) en það er nú svo í öllum greinum veit ég fyrir víst sjáðu t.d tölvuviðgerðir,bílaviðgerðir. Og nei menn hringja í hvorir aðra til að fá aðstoð ef þess þarf en það er mjög sjaldan, reyndar er í skoðun hjá okkur að hafa okkar eigin hjálparsveit.
Það sem einn gerir,, já þarna er ég sammála þér, nú tala ég bara frá eigin brjósti ég reyni alltaf að komast á Jökul í Gullhringnum vegna þess að hann er seldur ég hef nokkrum sinnum keyrt eftir gps að jökli en það fer líka að sjálfsögðu eftir fólkinu sem ég er að keyra hvort þau vilja svona xtreme, sumir sjá ekki tilgang í að fara að jökli en aðrir vilja sjá ekið við svona aðstæður því að þeir munu aldrei fá færi á því aftur, þetta er bara eitt af því sem við bílstjórarnir þurfum að meta og vinna út frá.
Ekki hef ég nú heyrt að farþegum sé hent út við hótel og skildir eftir en nokkrum sinnum á ári er túrum róterað milli daga vegna veðurs og það í samráði við þá sjálfa.
Og að lokum mín ökuréttindi eru öll til staðar sem og hópferðaleyfi ég er ekki með leiðsöguréttindi og mun ekki sækja þau þar sem það er ekki skilyrði og við erum ekki að selja menntaða leiðsögn, það er jú boðið upp á það í bransanum og þá er orðið við því ef fólk vill, en ég er alinn upp í sveit á vélum og bílum og hef haft jeppaferðir sem virkt aðaláhugamál í 23 ár, ég vona að ég hafi komið þessu frá mér svo allir skilji sem lesa :)
Kveðja Helgi
Ég held reyndar að ég sé búinn að svara fyrstu spurningu þ.e um ..fíflin.. hér fyrir ofan ;)
til að fara að keyra túrista þarf á Patrol leigubílaréttindi, á Excursion fer það eftir því hversu gamalt bílprófið þitt er ég man ekki nákvæmlega hvar mörkin eru í árum eða kg. en minnir að það þurfi meirapróf á 3.500 kg og stærra einhvern tíma eftir 2000, og það þarf meirapróf og rútupróf á Econoline.
Og það þarf viss rekstrarleyfi frá Vegagerðinni mismunandi eftir því hvernig bíla er verið með, Og að sjálfsögðu er reynslan besti kosturinn og skólinn í þessari grein, en ekki er krafist menntunar úr leiðsöguskólum enda er ekki verið að auglýsa menntaða leiðsögumenn í þessum ferðum almennt, heldur menn með reynslu í fjallaferðum og þesskonar menn vita nú fjandi mikið um hálendið og ýmislegt annað,svo ég víki aðeins frá reglunum þá er það mín reynsla á 9 árum að túristinn er ekki að sækjast eftir þessari síbyljugædun sem á sér stað í rútunum, heldur meira daglegu spjalli og fréttum úr daglega lífinu, en að sjálfsögðu þarf maður að geta sagt frá helstu punktum einsog á Þingvöllum og fleiri stöðum.
Þú spyrð um námskeið í fjallaakstri, nei ekki námsskeið þess vegna er verið að reyna að fá reynda fjallabílstjóra heldur en óvana en það eru nú ekki allir sem hugsa um það því að það eru í þessum bransa menn sem hafa aldrei farið í jeppaferð áður en þeir fóru út í þennan business, nú fara einhverjir í fýlu við mig:) en það er nú svo í öllum greinum veit ég fyrir víst sjáðu t.d tölvuviðgerðir,bílaviðgerðir. Og nei menn hringja í hvorir aðra til að fá aðstoð ef þess þarf en það er mjög sjaldan, reyndar er í skoðun hjá okkur að hafa okkar eigin hjálparsveit.
Það sem einn gerir,, já þarna er ég sammála þér, nú tala ég bara frá eigin brjósti ég reyni alltaf að komast á Jökul í Gullhringnum vegna þess að hann er seldur ég hef nokkrum sinnum keyrt eftir gps að jökli en það fer líka að sjálfsögðu eftir fólkinu sem ég er að keyra hvort þau vilja svona xtreme, sumir sjá ekki tilgang í að fara að jökli en aðrir vilja sjá ekið við svona aðstæður því að þeir munu aldrei fá færi á því aftur, þetta er bara eitt af því sem við bílstjórarnir þurfum að meta og vinna út frá.
Ekki hef ég nú heyrt að farþegum sé hent út við hótel og skildir eftir en nokkrum sinnum á ári er túrum róterað milli daga vegna veðurs og það í samráði við þá sjálfa.
Og að lokum mín ökuréttindi eru öll til staðar sem og hópferðaleyfi ég er ekki með leiðsöguréttindi og mun ekki sækja þau þar sem það er ekki skilyrði og við erum ekki að selja menntaða leiðsögn, það er jú boðið upp á það í bransanum og þá er orðið við því ef fólk vill, en ég er alinn upp í sveit á vélum og bílum og hef haft jeppaferðir sem virkt aðaláhugamál í 23 ár, ég vona að ég hafi komið þessu frá mér svo allir skilji sem lesa :)
Kveðja Helgi
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Leyfi til túristaferða
á Excursion fer það eftir því hversu gamalt bílprófið þitt er ég man ekki nákvæmlega hvar mörkin eru í árum eða kg.
Á miðju ári '93 breytist heildarþyngd úr 5.000kg í 3.500kg
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Leyfi til túristaferða
eru ekki aldurstakmarkinir á bílum sem eru í þessu eða??
Re: Leyfi til túristaferða
Takk Stebbi fyrir þetta og Magnús Ingi það eru kanski ekki beint aldurstakmarkanir en ..
samt minn Pat er 2001 og ég fæ nú vinnu enn á hann ég uppdeitaði aðeins lookið og setti nýju kantana á hann og það eru nú nokkrir eins og minn en flestir hinna eru á lookinu sem kom seinni hluta árs 2004 og er enn en það er að vísu hætt að framleiða þá núna, Econoline eru eins í útliti frá 92 og upp þannig að góður bíll er notaður óháð árgerð,
og Excursion er eins frá 2000 þar til hætt er að framleiða þá 2007 held ég, smábreyting á grilli, aðalatriðið er að bíllin sé vel útlítandi og snyrtilegur.
kveðja Helgi
samt minn Pat er 2001 og ég fæ nú vinnu enn á hann ég uppdeitaði aðeins lookið og setti nýju kantana á hann og það eru nú nokkrir eins og minn en flestir hinna eru á lookinu sem kom seinni hluta árs 2004 og er enn en það er að vísu hætt að framleiða þá núna, Econoline eru eins í útliti frá 92 og upp þannig að góður bíll er notaður óháð árgerð,
og Excursion er eins frá 2000 þar til hætt er að framleiða þá 2007 held ég, smábreyting á grilli, aðalatriðið er að bíllin sé vel útlítandi og snyrtilegur.
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Leyfi til túristaferða
já okey. sem sagt t.d bílinn minn sem er 4runner árgerð 92 myndi sleppa ef hann væri snyrtilegur og vel til hafður
Re: Leyfi til túristaferða
það voru ekki mín orð ;)
-
- Innlegg: 167
- Skráður: 18.feb 2010, 15:34
- Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Leyfi til túristaferða
hahah neinei ég er bara svona að spá:)
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Leyfi til túristaferða
Stebbi wrote:á Excursion fer það eftir því hversu gamalt bílprófið þitt er ég man ekki nákvæmlega hvar mörkin eru í árum eða kg.
Á miðju ári '93 breytist heildarþyngd úr 5.000kg í 3.500kg
Þetta er ekki alveg rétt, áður var þetta miðað við hlassþyngd/burðargetu (getur alveg verið að það hafi verið 5000kg) en er í dag heildarþyngd upp á 3500kg. En þessar þyngdir hafa ekkert með akstur með farþega gegn gjaldi, það hefur alltaf þurft meirapróf til að aka með farþega ef hann borgar og rútupróf ef bíllinn tekur 9 farþega eða fleiri.
Þess má geta að gamla reglan um hlassþyngd varð til þess að það var verið að þyngja bíla fyrir skráningu til að leyfð hlassþyngd færi undir mörkin og það þyrfti ekki að ráða meiraprófsbílstjóra. Vífilfell (Coke) lék það t.d. lengi að vera með létta vörubíla í útkeyrslu og unga stráka án meiraprófs að aka þeim.
Menn þurftu t.d. heldur ekki meirapróf á risastóra bílkrana vegna þess að þeir voru ekki skráðir til að bera neitt hlass.
Síðast breytt af Einar þann 17.apr 2010, 22:31, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Leyfi til túristaferða
Ég veit allt um þetta því að ég lennti rétt öfugu megin við breytinguna og varð alveg brjálaður, en vinur minn sem er fæddur í Apríl fékk 5 tonna skírteini. Þetta er heildarþyngd ökutækis og hefur ekkert með farþegafjölda eða burðargetu að gera. Fyrir þennan tíma var meirapróf fyrir bíla yfir 5 tonn að heildarþyngd og eftir júlí '93 var meirapróf fyrir bíla yfir 3.5 tonn að heildarþyngd.
Allir sem keyra með farþega gegn gjaldi þurfa að hafa gamla meiraprófið eða leigubílapróf sama hvað bíllinn er þungur.
Allir sem keyra með farþega gegn gjaldi þurfa að hafa gamla meiraprófið eða leigubílapróf sama hvað bíllinn er þungur.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Leyfi til túristaferða
Stebbi wrote:Ég veit allt um þetta því að ég lennti rétt öfugu megin við breytinguna og varð alveg brjálaður, en vinur minn sem er fæddur í Apríl fékk 5 tonna skírteini. Þetta er heildarþyngd ökutækis og hefur ekkert með farþegafjölda eða burðargetu að gera. Fyrir þennan tíma var meirapróf fyrir bíla yfir 5 tonn að heildarþyngd og eftir júlí '93 var meirapróf fyrir bíla yfir 3.5 tonn að heildarþyngd.
Allir sem keyra með farþega gegn gjaldi þurfa að hafa gamla meiraprófið eða leigubílapróf sama hvað bíllinn er þungur.
Þeir sem fengu prófið fyrir júli 93 mega keyra bíl með 5t burðargetu.
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Leyfi til túristaferða
Stefán þetta er allt rétt hjá þér nema eitt atriði, fyrir breytinguna var hvergi minnst á heildarþyngd heldur burðargetu, en eins og þú segir eftir breytinguna er það heildarþyngd.
Gerði smá leit á vefnum og fann þetta hérna þar sem meðal annars er fjallað um þetta og fleira:
http://www.samgonguraduneyti.is/malaflo ... tir/nr/702
Gerði smá leit á vefnum og fann þetta hérna þar sem meðal annars er fjallað um þetta og fleira:
http://www.samgonguraduneyti.is/malaflo ... tir/nr/702
Re: Leyfi til túristaferða
ef þú ert með rútupróf þá máttu ekki keyra patrol í svona þú þarft leigubílapróf til þess en þarft svo aftur rútupróf fyrir Excursion og econoline.
Ég var að taka meiraprófið í haust og þeirr sem kenndu voru að einmitt að hneykslast á því að þú mátt keyra 60 manna rútu en ekki 7 manna patrol í túrista ferðir ef þú ert bara með rútuprófið.
Kveðja Smári
Ég var að taka meiraprófið í haust og þeirr sem kenndu voru að einmitt að hneykslast á því að þú mátt keyra 60 manna rútu en ekki 7 manna patrol í túrista ferðir ef þú ert bara með rútuprófið.
Kveðja Smári
Smári Einarsson
Audi Q7
Dodge Ram 2500 38"
Blazer 1979 44"
Audi Q7
Dodge Ram 2500 38"
Blazer 1979 44"
Re: Leyfi til túristaferða
..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 19.jún 2014, 23:34, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Leyfi til túristaferða
Skilinn á milli leigubíls/túristajeppa annars vegar og hópferðabíls hins vegar liggja eingöngu í fjölda skráðra sæta fyrir farþega (bílstjórasætið er ekki talið með). Ef bíllinn er með 9 sæti eða fleiri fyrir farþega er hann hópferðabíll og þá þar með þarf rútupróf til að aka honum ef farþegarnir eru að borga fyrir farið. Burðargeta skiptir engu máli svo framalega að hún sé næg til að bera farþegana.
Re: Leyfi til túristaferða
Er það sami "Brjóturinn" sem hér hefur gagnrýnt "börnin í björgunargöllunum" sem upplýsti nýlega um fákunnáttu sína í jöklaferðum og að honum sé ekki treystandi nema í fylgd með fullorðnum:
"
Re: Öryggi Jeppamanna.
Pósturaf brjotur » 09 Feb 2010, 15:54
Daginn ég verð að vera sammála Oskari einfara og Atla í þessum málum það dugir ekki endalaust að hlaða í bílana búnaði sem svo menn kunna ekki að nota eða geta ekki notað, og eitthvað námskeið kennir okkur ekki mikið, ég fór sjálfur á smánámskeið í sprungusigi hjá jeppavinum og ok ég svona fékk innsýn í þetta en ég er ekki viss um hvað ég myndi geta bjargað mér einn á ferð en vafalaust myndi ég geta aðstoðað reyndan mann, miklu nær væri að hamra á að fólk leiti sér upplýsinga um jöklana og svæðin þar sem ekki er mikið sprungið og hreinlega spurning um að leita fjármagns til að útbúa kort á krossviðsplötum eins og eru nú á flestum ferðamannstoppum og á þessu korti yrði t.d leiðin upp frá jaka og gps punktar og sprungusvæðin yrðu merkt inn, þetta þyrfti ekki að vera dýr aðgerð til dæmis 3 skilti
eitt við Jaka, eitt í Skalpanesi og eitt við Mýrdalsjökul
kveðja Helgi
brjotur
Póstar: 164
Skráður: 25 Jún 2009, 17:03
Fullt nafn: HELGI JÓNAS HELGASSON "
Er þetta virkilega atvinnumaðurmaður í flutningi fólks um jökla?
"
Re: Öryggi Jeppamanna.
Pósturaf brjotur » 09 Feb 2010, 15:54
Daginn ég verð að vera sammála Oskari einfara og Atla í þessum málum það dugir ekki endalaust að hlaða í bílana búnaði sem svo menn kunna ekki að nota eða geta ekki notað, og eitthvað námskeið kennir okkur ekki mikið, ég fór sjálfur á smánámskeið í sprungusigi hjá jeppavinum og ok ég svona fékk innsýn í þetta en ég er ekki viss um hvað ég myndi geta bjargað mér einn á ferð en vafalaust myndi ég geta aðstoðað reyndan mann, miklu nær væri að hamra á að fólk leiti sér upplýsinga um jöklana og svæðin þar sem ekki er mikið sprungið og hreinlega spurning um að leita fjármagns til að útbúa kort á krossviðsplötum eins og eru nú á flestum ferðamannstoppum og á þessu korti yrði t.d leiðin upp frá jaka og gps punktar og sprungusvæðin yrðu merkt inn, þetta þyrfti ekki að vera dýr aðgerð til dæmis 3 skilti
eitt við Jaka, eitt í Skalpanesi og eitt við Mýrdalsjökul
kveðja Helgi
brjotur
Póstar: 164
Skráður: 25 Jún 2009, 17:03
Fullt nafn: HELGI JÓNAS HELGASSON "
Er þetta virkilega atvinnumaðurmaður í flutningi fólks um jökla?
Re: Leyfi til túristaferða
Loki wrote:Er það sami "Brjóturinn" sem hér hefur gagnrýnt "börnin í björgunargöllunum" sem upplýsti nýlega um fákunnáttu sína í jöklaferðum og að honum sé ekki treystandi nema í fylgd með fullorðnum:
"
Re: Öryggi Jeppamanna.
Pósturaf brjotur » 09 Feb 2010, 15:54
Daginn ég verð að vera sammála Oskari einfara og Atla í þessum málum það dugir ekki endalaust að hlaða í bílana búnaði sem svo menn kunna ekki að nota eða geta ekki notað, og eitthvað námskeið kennir okkur ekki mikið, ég fór sjálfur á smánámskeið í sprungusigi hjá jeppavinum og ok ég svona fékk innsýn í þetta en ég er ekki viss um hvað ég myndi geta bjargað mér einn á ferð en vafalaust myndi ég geta aðstoðað reyndan mann, miklu nær væri að hamra á að fólk leiti sér upplýsinga um jöklana og svæðin þar sem ekki er mikið sprungið og hreinlega spurning um að leita fjármagns til að útbúa kort á krossviðsplötum eins og eru nú á flestum ferðamannstoppum og á þessu korti yrði t.d leiðin upp frá jaka og gps punktar og sprungusvæðin yrðu merkt inn, þetta þyrfti ekki að vera dýr aðgerð til dæmis 3 skilti
eitt við Jaka, eitt í Skalpanesi og eitt við Mýrdalsjökul
kveðja Helgi
brjotur
Póstar: 164
Skráður: 25 Jún 2009, 17:03
Fullt nafn: HELGI JÓNAS HELGASSON "
Er þetta virkilega atvinnumaðurmaður í flutningi fólks um jökla?
Menn geta alveg haft þónokkra reynslu af jöklaferðum þótt þeir séu ekki sprenglærðir í sprungu björgun..... Auðvitað eiga engir nema vel þjalfaðir menn að síga í sprungur til að bjarga öðrum.... annað er glapræði, og það fer enginn einn ofan í sprungu, sá sem er uppá brún þarf að vita nákvæmlega jafn mikið úta hvað sprungubjörgun gengur útá eins og sá sem er látinn síga niður.
Re: Leyfi til túristaferða
blessaður Loki ( ef þaða er þitt rétta nafn ) ert þú einn af Börnunum í göllunum? þú hljómar svoleiðis góði, ekki snúa út úr því sem að maður segir, lestu það sem Fordinn segir lærðu af því áður en þú ferða að rífa þig, og ok Björgunarsveitarmenn eru góðir í því að síga og svoleiðis af því að þeir æfa það að staðaldri en ekki ég því ég hef ekki áhuga á því ég hef áhuga á jeppaakstri og snjóakstri og stunda það af kappi bæði í vinnu áhugamáli, þannig gætum við bara slegið tvær flugur í einu höggi, ég skal keyra þá af því að ég er góður í því en þeir síga niður í sprungurnar því þeir kunna það, þá eru menn á báðum sviðum góðir í því sem þeir gera.
kveðja Helgi
P.s. Atvinnumennska þýðir einmitt að við þekkjum sprungusvæðin og vörumst þau
lifðu heill Loki
kveðja Helgi
P.s. Atvinnumennska þýðir einmitt að við þekkjum sprungusvæðin og vörumst þau
lifðu heill Loki
-
- Innlegg: 29
- Skráður: 23.feb 2010, 17:11
- Fullt nafn: Baldur Örn Samúelsson
Re: Leyfi til túristaferða
Það er síðan einhver hópferðaskoðun á bílunum (mjög oft talin upp með bílum sem er verið að selja), havað felst í því að bíllinn sé með hópferðaskoðun, þarf hann að standast hærri kröfur í skoðunn en bara venjulegur bíll eða er þetta bara starfsleyfi á bílnum eða?
Re: Leyfi til túristaferða
þetta er nú léttvæg skoðun, sjúkrakassi,hamar eins og í rútum til að brjóta rúður,slökkvitæki miðað við bílinn sem þú ert á, og einhverjar merkingar um farþegaflutninga og neyðarútgang,öryggisbeltin í lagi, og að sjálfsögðu að hann sé heill og hreinn og fínn að innan, mig minnir að það sé ekki fleira.
kveðja Helgi
kveðja Helgi
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur