mig suða

User avatar

Höfundur þráðar
Rauðhetta
Innlegg: 51
Skráður: 01.feb 2010, 01:07
Fullt nafn: Kristján Jóhannesson

mig suða

Postfrá Rauðhetta » 22.jan 2012, 23:16

Sælir
Hefur einhver reynslu af suðuvélunum sem þeir eru að selja á Bílaverkstæðinu Holti
http://www.holt1.is/suduvelar_4067.html

endilega látið í ykkur heyra

Kv Kristján



User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: mig suða

Postfrá arni87 » 23.jan 2012, 03:23

Ég er með Tig vél frá Holti, og hefur reynst mér vel í þessa 8 mánuði sem ég hef notað hana.
Hún er bara 60% duty, og þarf því að nota hana myðað við það.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Höfundur þráðar
Rauðhetta
Innlegg: 51
Skráður: 01.feb 2010, 01:07
Fullt nafn: Kristján Jóhannesson

Re: mig suða

Postfrá Rauðhetta » 23.jan 2012, 20:44

sæll

60% duty, hvað þýðir það

er það eins suða og ég er með á myndinni?

Kv Kristján

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: mig suða

Postfrá arni87 » 30.jan 2012, 20:38

Ég keifti Tig vél og Pinna (saman í einni) og hún er 60% duty, sem þýðir að hún má ekki ganga í 12 tíma stanslaust.

Eina sem menn þurfa að passa með þessar vélar, er að nota þær ekki of lengi, heyrði af 2 sem keiftu svona vélar og þær ganga þáðar flott, enda bara hobby vélar í skúrnum.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Ofsi
Innlegg: 278
Skráður: 31.jan 2010, 22:32
Fullt nafn: Jón Garðar Snæland

Re: mig suða

Postfrá Ofsi » 30.jan 2012, 20:40

12 tíma stanslaust ?. Er ekki átt við að það megi sjóða með henni 60% af hverri klukkustund.

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: mig suða

Postfrá arni87 » 30.jan 2012, 21:13

Öruglega, en ég hef ekki náð að nota hana í klukkustund þar sem ég er ekki að sjóða stór stykki í bílinn hjá mér.

Bætti við:
Ég er mjög sáttur við þjónustuna hjá honum á Holti, hann fór yfir kosti og galla við báða hjálmana og breytti hjálminum í tilboðinu hjá sér fyrir mig (setti dýrarihjálminn) og ég borgaði bara mismuninn á þeim.
Síðast breytt af arni87 þann 30.jan 2012, 23:30, breytt 1 sinni samtals.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: mig suða

Postfrá olei » 30.jan 2012, 21:36

Duty cycle á rafsuðum er hlutfallslegur suðutími sem vélin þolir við tiltekinn straum án þess að ofhitna. Og það er miðað við 10 mínútna tímabil. Dæmi; rafsuða er gefin upp með 30% duty cycle við fullt afl. Það þýðir að þú átt að geta soðið á fullu afli stöðugt í 3 mínútur og síðan verður að kæla hana í 7 mínútur.

Algengt er að minni rafsuður hafi duty cycle við fullt afl á bilinu 15-35% eftir því hvernig framleiðandinn kýs að gefa þær upp við fullan straum. Nær alltaf er skali á vélinni sem sýnir mismunandi duty cycle fyrir mismunandi straum. Dæmigerð 200A suða gæti verið með 100% duty við 120A - sem þýðir að við þann straum þolir hún stanslausa notkun.

Ég efast um að það þurfi að hafa áhyggjur af því að ofhita nútíma rafsuður, eru þær ekki allar komnar með hitaútslátt? Hitt er annað mál að þessi duty cycle tala segir talsvert um hversu öflug vélin er í raun og ágætt að hafa hana til hliðsjónar þegar suður eru bornar saman. Megin reglan er ódýrari suðurnar eru gefnar upp miðað við lægra duty cycle en þær frá "vandaðri" framleiðendum. Stærri iðnaðarvélar - sem bera nafn með rentu- (yfir 300A) eru síðan með 60-100% duty við full afköst.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: mig suða

Postfrá olei » 30.jan 2012, 22:05

Til gamans er hér tafla af Kemppi rafsuðu. X er umrætt duty cycle hlutfall og I2 er suðustraumurinn.
Image

Þessi vél er 170 Amper og þar hefur hún d.c. 25% - sjóða í 2,5 mínútur og kæla í 7,5
Við 120 A er hlutfallið orðið 60% - sjóða í 6 mínútur og kæla í 4.
Við 100A er hlutfallið orðið 100% - þolir stöðuga suðu við 100A eða minni straum.

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: mig suða

Postfrá LFS » 30.jan 2012, 23:18

eg er var að fa mina i dag en hun er 160 amp lincoln og var að renna yfir bæklinginn þar segir að hun se 20% duty eða geti soðið i 2 min og hvila i 8min á fullum afkostum einnig var eg buin að heyra að evrópsku velarnar miðuðu við 3 min veit ekki hvað er til i þvi !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: mig suða

Postfrá olei » 31.jan 2012, 00:02

Ekki heyrt talað um þessar 3 mínútur fyrr.

Hér er t.d klausa af vefsíðu Kemppi sem lýsir því hverju þeir fara eftir.
Duty cycle
Rated power of Kemppi welding machines is given as amperage based on the duty cycle percentage. The duty cycle has been tested and its performance characteristics are given for the temperature of +40 °C. Therefore the actual duty cycle value can be higher in normal room temperature. Duty cycle 60% means 6 min arc time and 4 min rest time.


Semsé; 10 mínútna reglan er í gildi hjá Finnum.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir